Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda
59 Bókun 2008 um upplýsingar og samráð Aðilar eru sammála um að stefna að samstarfi um upplýsingagjöf og gerð fræðsluefnis um réttindi og skyldur fyrirtækja og starfsmanna samkvæmt lögum um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum nr. 151/2006. Bókun 2008 um evrópsk samstarfsráð Samningsaðilar eru sammála um að vinna sameiginlega að því að styðja fyrirtæki og starfsmenn við stofnun og starfrækslu evrópskra samstarfsráða sbr. lög um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum nr. 61/1999. Í þeim tilgangi munu aðilar ljúka gerð framkvæmdaáætlunar í maímánuði 2008. Aðilar stefna jafnframt að samstarfi um upplýsingagjöf og fræðsluefni um réttindi og skyldur fyrir- tækja og starfsmanna í evrópskum samstarfsráðum. Bókun 2004 um breytingar á félagsaðild vinnuveitenda Aðilar eru sammála um að við það að fyrirtæki gangi úr eða í FÍS (FA) sé þeim óheimilt að flytja starfs- fólk sitt milli kjarasamninga nema með samþykki starfsmanns og stéttarfélags eða þegar samningar eru lausir. Bókun 2004 um tómstundastyrki Aðilar eru sammála um að um greiðslu tómstundastyrkja skuli áfram gilda það fyrirkomulag sem kveðið er á um í gildandi starfsreglum Starfsmenntasjóðs verslunarinnar, þannig að tómstundanám verði eingöngu styrkt af framlagi stéttarfélaganna og starfsreglur sjóðsins gildi um úthlutun styrkja. Bókun 2004 um þátttöku starfsmanna í kjarasamningum Þegar kjarasamningaviðræður standa yfir er félagsmönnum VR og annarra aðildarfélaga LÍV, sem kjörnir hafa verið í viðræðunefndir, heimilt að sækja fundi þeirra í vinnutíma. Sama gildir um fulltrúa á ársfundi ASÍ/LÍV og fulltrúa í sameiginlegum nefndum ASÍ/LÍV og FÍS (FA). Þess skal gætt að fjarvistir starfsmanna hafi sem minnst truflandi áhrif á starfsemi fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá og skal starfsmaður hafa samráð við yfirmann sinn um fjarvistir með eins miklum fyrirvara og kostur er. Almennt skal miða við að ekki komi fleiri en 1 starfsmaður frá fyrirtæki þar sem starfa 5 – 50 starfsmenn og tveir séu starfsmenn fleiri en 50. Ekki er skylt að greiða laun fyrir þær stundir sem starfsmaður er fjarverandi. Bókun 2004 ummenntareikninga Samningsaðilar lýsa því yfir að þeir eru fylgjandi hugmyndum um að starfsmenn fyrirtækja geti stofnað sérstaka menntareikninga. Menntareikningum er ætlað að standa að hluta undir kostnaði við lengra nám og menntun sem launafólk ákveður að sækja. Samningsaðilar lýsa því yfir að þeir eru reiðubúnir að vinna að því gagnvart stjórnvöldum að slíkir samningar verði með sömu skattalegu meðferð og séreignarsjóðir lífeyrissjóðanna. Þá hvetja samningsaðilar fyrirtæki og stéttarfélög sem sinna menntamálum launa- fólks til að kynna menntareikninga sérstaklega meðal starfsmanna sinna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==