Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

60 Bókun 2004 um öryggismál í fyrirtækjum Samningsaðilar eru sammála um að vinna að því sameiginlega að á næstu 2 árum verði settir öryggis- staðlar fyrir fyrirtæki. Tilgangurinn er að auka öryggi starfsmanna og fækka ránum. Bókun 2000 og 1997 um túlkun á gr. 2.4.4. um vikulegan frídag Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að sé ekki samkomulag milli starfsmanna og stjórn- enda um frestun á vikulegum frídegi eigi starfsmaður rétt á fríi á virkum degi í næstu viku á eftir án skerðingar launa. Sami skilningur á við varðandi vinnuferðir erlendis. Bókun 1989 um hlutdeild kvenna í stjórnunarstörfum Aðilar eru sammála um að stefnt skuli að aukinni hlutdeild kvenna í stjórnunarstörfum í fyrirtækjum. Jafnhliða þessu er stefnt að því að konur takist á hendur ábyrgðarmeiri og hærra launuð störf. Aðilar eru sammála um að skipa viðræðuhóp sem skoði hver þróun launamunar karla og kvenna hefur verið, hvað skýri hann og kanni leiðir til að draga úr honum. Bókun 1989 um vinnutíma afgreiðslufólks sem vinnur a.m.k. 32 klst. í dagvinnu á viku Meginreglan um vinnutíma afgreiðslufólks sem hefur störf árdegis og vinnur alla virka daga skal vera sú að vinna hefjist kl. 9:00 að morgni. Frá þessu skal aðeins vikið hvað einstaka starfsmann varðar að fyrir liggi ósk viðkomandi um styttri vinnutíma. Núgildandi fyrirkomulagi um vinnutíma skal segja upp með tilskildum fyrirvara þannig að vinnutími og launagreiðslur viðkomandi breytist fyrst að þeim tíma loknum. Yfirlýsing 2015 um lífeyrismál Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands eru sammála um að vinna áfram að jöfnun lífeyris- réttinda á grundvelli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í sameiginlegri nefnd alls vinnumarkaðar- ins. Sú vinna hefur dregist m.a. vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag milli ríkisins og opin- berra starfsmanna um fortíðarvanda opinbera lífeyriskerfisins og því ekki forsendur til þess að ljúka viðræðum milli aðila á grundvelli yfirlýsingar þeirra frá 5. maí 2011. Aðilar eru sammála um að inni- hald yfirlýsingarinnar haldi gildi sínu og að unnið verði að framgangi hennar á samningstímanum. Yfirlýsing 2011 um lífeyrismál Samningsaðilar eru sammála um að halda áfram vinnu að samræmingu lífeyrisréttinda á vinnumark- aði. Yfirlýsingu þessari er ætlað að auðvelda sátt um meginþætti lífeyrismála. Meginmarkmiðið er að allir lífeyrissjóðir á vinnumarkaðnum starfi á sjálfbærum grunni og að lífeyris- réttindi þróist í samræmi við þarfir fyrir ásættanlegan lífeyri. Á vettvangi samningsaðila verður unnið á þeim forsendum að hækka þurfi iðgjöld til lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði úr 12% í 15,5% á árunum 2014–2020.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==