Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

62 Greiðsluskylda launagreiðenda, sjúkrasjóða og lífeyrissjóða verður óbreytt en Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að breyta þurfi innihaldi læknisvottorða þannig að þau kveði á um vinnugetu og leið til endurkomu á vinnumarkað þegar viðkomandi einstaklingur hefur verið samfellt fjarverandi frá vinnu í fjórar vikur eða lengur. Greiðslur úr Endurhæfingarsjóði vegna endurhæfingar og annarra úrræða vegna einstaklinga geta hafist að loknu mati á þörfum viðkomandi aðila. Starfsemi á vegum Endurhæfingarsjóðs byggir á nánu samstarfi einstaklinganna sem í hlut eiga, fyrirtækjanna sem þeir vinna hjá, stéttarfélaganna, þjónustufulltrúanna, fagaðila og heilbrigðisþjónustunnar. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að vinna í sameiningu að þróun endurhæfingar og tryggja að framkvæmd þeirra verði sem árangursríkust. Í því skyni þarf eftir því sem við á að setja Endurhæfingarsjóði samþykktir og starfsreglur í samvinnu við stjórn sjóðsins og gefa út leiðbeiningar til starfsmanna, fyrirtækja og stéttarfélaga um framkvæmdina. Yfirlýsing dags. 5. mars 1997 vegna gr. 8.2.1. um greiðslu launa í veikinda- og slysaforföllum Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur um viðbótarákvæði við grein 8.2.1. um greiðslu launa í veikinda- og slysaforföllum í kjarasamningi FÍS (FA) og VR sem undirritaður var 1. mars 1997 er rétt að taka fram að aðilar eru sammála um að þetta ákvæði skerði á engan hátt forfalla- og/eða veikinda- rétt starfsmanna né takmarki greiðsluskyldu vinnuveitanda samkvæmt síðastgildandi kjarasamningi. Þetta ákvæði er hugsað til þess að fækka vafa- og ágreiningsatriðum sem verið hafa í veikinda- og slysaforföllum, sem þurft hefur að útkljá fyrir dómstólum. Yfirlýsing 1990 um aðlögun starfsfólks við eftirlaunaaldur Í þeim tilgangi að auðvelda starfsmönnum aðlögun að því að láta af störfum mun FA beina þeim tilmælum til félagsmanna sinna að þeir leggi sig fram um að koma til móts við óskir starfsmanna um að fá að minnka starfshlutfall sitt á síðustu árum fyrir eftirlaunaaldur. Samkomulag FA og LÍV/VR um verslunarstörf samhliða öryggisgæslu Starfsmenn sem sinna verslunarstörfum samhliða öryggisgæslu, falla undir kjarasamning VR/LÍV og eru á samningsviði VR/LÍV. Félagsmenn FA tryggja að heildarkjör þeirra verslunarmanna sem sinna einnig öryggisgæslu og eru félagsmenn hjá VR/LÍV séu ekki lægri en lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningi VR/LÍV og FA þó sam- setning launa sé með öðrum hætti en kjarasamningur segir til um.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==