Árborg Sumarblaðið 2020

10 | Sumarið í Árborg 2020 Sumarnámskeið í körfuknattleik 2020 SELFOSS-KARFA heldur fjögur sumarnámskeið í körfuknattleik sumarið 2020. Námskeiðin eru fyrir öll börn sem fædd eru 2014- 2009. ll námskeið munu fara fram í íþróttahúsinu við Vallaskóla. Í boði verða námskeið fyrir börn fædd 2014-2012 og eru þau frá kl. 10:00-12:00. Áhersla er lögð á að læra körfubolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar. ll námskeiðin hjá þessum hópi enda með grilli á föstudegi auk óvænts glaðnings. Frítt er á eitt námskeið f yrir öll börn fædd 2014 en sú skráning þarf að koma í gegnum netfang eða síma. Dagsetningar Verð Námskeið 1: 15.–19. júní 3.500 kr. Námskeið 2: 22.-26. júní 4.000 kr. Námskeið 3: 29.-3. júlí 4.000 kr. Námskeið 4: 5.-10. júlí 4.000 kr. Einnig verða námskeið fyrir börn sem fædd eru 2011-2009 mánu- daga til fimmtudaga frá kl. 12:30-14:30. Þessi námskeið eru sömu vikur og hjá yngri hópnum en hafa mismunandi áherslur eftir vikum. Allir þátttakendur fá glaðning í lok hvers námskeiðs. Dagsetningar Æfingar Verð Námskeið 1: 15.–19. júní Varnarleikur og 1 á 1 2.500 kr. Námskeið 2: 22.-26. júní Boltatækni 3.000 kr. Námskeið 3: 29.-3. júlí Skottækni og skotleikir 3.000 kr. Námskeið 4: 5.-10. júlí Sóknarleikur og spil 3.000 kr. Karl Ágúst Hannibalsson íþróttafræðingur og yfirþjálfari yngri- flokka hjá SELFOSS-KARFA verður þjálfari og yfirumsjónamaður námskeiðanna. Hægt verður að skrá í gegnum arborg.felog.is. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Karli í netfangið kallikrulla@gmail.com eða í síma 865 2856. Umsókn um skólavist 2020 - 2021 Tónlistarskóli Árnesinga minnir á að umsóknarfrestur fyrir veturinn 2020 – 2021 er til 1. júní 2020. Sótt er um rafrænt á heimasíðu skólans www.tonar.is. Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu skólans og svo er velkomið að hringa í okkur í síma 482 1717 eða senda fyrirspurn á tonar@tonar.is. Teikninámskeið Í sumar verður boðið upp á teikninámskeið á Selfossi fyrir börn á aldrinum 8 - 12 ára (fædd 2008-2012). Kennd verða grunnatriði teikningar og litafræði og börnin fá að kynnast mismunandi áhöldum og aðferðum við teikningu. Við skoðum ljós og skugga, áferðir og form, kynnumst fjarvídd og lærum að blanda liti. Við rannsökum umhverfið okkar og finnum viðfangsefni í teikningar og mynsturgerð. Í lok nám- skeiðsins setja börnin upp sýningu með verkum sínum og bjóða ættingjum og vinum að koma og njóta. Kennt verður í Sunnulækjarskóla, mánudag til föstudags frá klukkan 9-12. Hvert námskeið er fimm dagar, alls 15 kennslustundir. Allur efniskostnaður er innifalinn og börnin fá að eiga sín áhöld. Gott er að hafa með sér nesti. Tímasetningar: 1. námskeið: 22. júní - 26. júní 2. námskeið: 13. júlí - 17. júlí 3. námskeið: 20. júlí - 24. júlí Að námskeiðinu standa Elín María Halldórsdóttir, grafískur hönnuður og myndskreytir og Erla Eyþórsdóttir, textílhönnuður. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 897 9686, í gegnum netfangið sumarteikning@gmail.com eða á Facebook síðu námskeiðsins fb.me/sumarteikning. Skráning hefst 10. maí í gegnum skráningarform sem nálgast má á Facebook síðunni. Athugið að aðeins 12 börn komast að á hvert námskeið. Verð: 16.500 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk til að greiða námskeiðsgjöld.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==