Árborg Sumarblaðið 2020

Sumarið í Árborg 2020 | 11 Myndlistanámskeið í Íslenska bænum Tvö myndlistarnámskeið, fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára og ung- menni 14-18 ára, verða haldin í Íslenska bænum í Austur-Meðal- holtum, í Flóahreppi sumarið 2020. Fyrra námskeiðið, fyrir aldurshópinn 8-13 ára, fer fram vikuna 8.- 12. júní frá kl. 10 til kl. 17. Í gegnum virka þátttöku og frelsi til eigin uppgötvana verða notaðar aðferðir og eiginleikar myndlistar með áherslu á hefð- bundna teikningu, mótun, myndbyggingu og myndgreiningu. Viðfangsefni verða sótt í náttúruna, myndheim samtímans, torf- bæinn og verkmenningu fyrri tíma. Meðal annars verður fengist við torfhleðslu og eldsmiði. Á námskeiðinu nálgast nemendurnir viðfangsefnin út frá sjónarhorni myndlistarinnar. Þeim verður gefið rými fyrir tilraunamennsku, samræðu, leik og heimspeki- legar vangaveltur. Markmið námskeiðisins er að nemandinn kynnist ólíkum aðferðum við listsköpun, öðlist aukið öryggi og færni í teiknilist og lifandi áhuga á nærumhverfi sínu og menningu. Hið síðara, fyrir aldurshópinn 14- 18 ára, er hugsað fyrir þau sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig myndlist, hönnun og sjón- listir sem starfsgrein. Farið verður yfir vítt svið sjónlista; jöfnum höndum tvívíða og þrívíða myndgerð og tjáningu, umhverfis- skynjun, listsögulegar vísanir, myndlestur og skoðun á samtíma- list. Landsþekktir listamenn koma í heimsókn. Yfirferð í lok nám- skeiðs og afhending á viðurkenningarskjali. Markmið námskeiðsins er að gefa greinargóða mynd af því hvað felst í starfi myndlistarfólks og hönnuða. Námskeiðið fer fram 20.-24. júlí kl. 10-17. Kennarar eru Hannes Lárusson og Bryndís Hrönn Ragnars- dóttir sem bæði hafa langan myndlistarferil að baki og mikla reynsu af myndlistarkennslu á öllum skólastigum. Verð 48.000 Aðsetur íslenska bæjarins er að Austur-Meðalholtum í Flóa- hreppi, 60 km frá miðbæ Reykjavíkur, 7 km fyrir sunnan Selfoss. Frekari upplysingar og skráning í símum 694 8108 og 776 8708 vefpóstur: islenskibaerinn@gmail.com , Sjá einnig vefsíðuna islenskibaerinn.is. Örnámskeið og hleðsluskóli íslenska bæjarins 2020 Sumarið 2020 verður í fyrsta sinn boðið uppá örnámskeið í Íslenska bænum. Það eru nokkurra klukkustunda námskeið, þar sem gestum býðst að kynnast og prófa aðferðir og tækni við flest það sem lítur að starfsemi Íslenska bæjarins. Þar má nefna hleðslutækni og torfskurð, eldsmíði, hefð- bundnar málningaraðferðir með náttúrulegum bindiefnum og klassískum litarefnum, teikningu og litafræði, flatkökubakstur, slegið með orfi og ljá, langspilsleik, byggingalist og leirmótun, tálgun nytjahluta í við og þjóðdansa. Þó námskeiðin séu hugsuð fyrir fullorðna henta þau líka flest mjög vel fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Nánar um verð og dagsetningar örnámskeiðanna á heimasíðu Íslenska bæjarins (http://islenskibaerinn.is/ ) Búast má við því að framboð á námskeiðum aukist jafnt og þétt í takt við eftirspurn og hugmyndaflug staðarhaldara. Hleðsluskólinn og Íslenski bærinn standa reglulega fyrir fjöl- breyttum námskeiðum í íslenskri hleðslutækni. Næsta námskeið 30. og 31. maí 2020 Á námskeiðinu verður farið yfir uppbyggingu veggja og húsþaka þar sem torf, grjót og mold er aðal efniviðurinn. Helstu hleðslu- aðferðir verða útskýrðar og prófaðar. Einnig verða megingerðir torfstungu og ristu framkvæmdar með hefðbundnum verkfærum. Jafnframt verður leitast við að veita innsýn í hugmyndafræði og fagurfræði íslenskra torfbygginga stutt ítarlegum powerpoint fyrirlestri um íslenskan torfbæjararf. Meginhluti námskeiðanna fer fram á torfbænum að Austur- -Meðalholtum í Flóahreppi og í nágrenni hans. Námskeiðsgjald er 25.000 kr., miðað við tvo daga frá 9-18:00. Einnig er inn í myndinni að halda sérnámskeið eða hraðnám- skeið fyrir smærri hópa eftir samkomulagi. Hádegismatur og kaffi innifalið í gjaldi. Nauðsynleg verkfæri eru á staðnum. Þátttakendur skulu hafa með sér hlífðarfatnað, stígvél og vinnuhanska. Upplýsingar og skráning: s. 694 8108 / islenskibaerinn@gmail.is Fyrir 13-16 ára | 22.-26. júní 2020 | Kl. 9:00-13:00 Verð: 25.000 kr | Kennari: Alda Rose Cartwright Skráning/upplýsingar: listastrondin@gmail.com Listasmiðja fyrir unglinga sem langar að læra eitthvað nýtt í teikningu og þrykki. Þátttakendur fá að vinna með silkiþrykk og aðrar þrykk aðferðir auk þess að dýpka þekkingu sína á teikn- ingu og málun. Þrykkt verður á pappír og textíl (fatnað eða tau poka) í nokkrum eintökum. Þátttakendur eru hvattir til að sækja innblástur í náttúruna og nær umhverfis og unnið er markvisst að því að efla umhverfisvitund og sjálfbærni. Smiðjan er haldin í BrimRót sem er staðsett í húsinu Gimli á Stokkseyri. Allur efn- iskostnaður innifalinn. Fyrir 8-12 ára | 29. júní - 3. júlí 2020 | Kl. 9:00-13:00 Verð: 20.000 kr. | Kennari: Alda Rose Cartwright Skráning/upplýsingar: listastrondin@gmail.com Frábær sumar listasmiðja fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára. Smiðjan er haldin í menningarhúsinu BrimRót sem er á efri hæð hins sögulega húss, Gimli á Stokkseyri. Þátttakendur fá að spreyta sig á ýmsum aðferðum í teikningu, málun, þrykki og margt fleira. Lagt er uppúr því að sækja innblástur í náttúruna og efla umhverfisvitund. Allur efniskostnaður er innifalinn. Listasmiðja við Ströndina

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==