Árborg Sumarblaðið 2020

2 | Sumarið í Árborg 2020 Kæru foreldrar/forráðamenn Nú lýkur vetrarstarfinu hjá okkur þann 5. júní nk. og detta þá allir núverandi þátttakendur sjálfskrafa út af lista. Leikjanámskeiðin sem áður hafa verið í höndum Umfs. verða nú í höndum okkar frístunda- heimilanna í Árborg og verður starfið undir yfirskriftinni Sumarfrístund. Sumarfrístund hefst þann 8. júní og verður starfandi til og með 21. ágúst. Námskeiðin verða opin börnum fædd á árunum 2010-2014. Sótt er um heilar vikur í senn og ýmist hægt að sækja um hálfan eða heilan dag. Vikurnar verða uppsettar með sama eða svip- uðu sniði en ólíku yfirheiti sem segir til um þemu hverrar viku. Opnunartími verður frá kl. 7:45 til kl. 16:30 en sér- stakt aukagjald verður tekið fyrir aukavistun fyrir kl. 8:30 á morgnanna og síðastu þrjátíu mínúturnar, frá 7:45 - 8:30 og frá kl. 16:00 - 16:30. Skráning fer fram í gegnum Mín Árborg. *Athugið að ef skráð er fyrir 1. júní er veittur 20% afsláttur af þátttökugjaldi. Opnað verður f yrir skráningu á námskeiðin þann 11. maí nk . og eru námskeiðin eftirfarandi: 8.-12. júní Strandarvika 15.-19. júní Sveitavika 22.-26. júní Vísindavika 29.júní - 3. júlí Náttúruvika 6.-10. júlí Listavika 13.-17. júlí Hreyfivika 20.-24. júlí Ævintýravika 27.-31. júlí Vatnsvika 4.-7. ágúst Víkingavika 10.-14. ágúst Menningarvika 17.-21. ágúst Óvissuvika Sumarfrístund fyrir börn fædd 2010-2014 Íþrótta- og frístundastarf í Árborg 2020 Það er ánægjulegt að um leið og sólin hækkar á lofti sé verið að aflétta stórum áfanga samkomubannsins sem snertir íþrótta- og frístundastarf barna og unglinga. Sumarstarfið stefnir í að geta farið fram með óbreyttu sniði en þó þarf að huga að þeim viðmiðum sem almannavarnir gefa út fyrir starfið. Í þessu blaði er að finna öll helstu námskeiðin og viðburði sem verða í boði í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2020. Blaðinu verður nú í fyrsta skipta ekki dreift inn á heimili íbúa heldur gefið út rafrænt en prentuð eintök munu liggja á helstu stöðum líkt og sundlaugum, bókasafni, matvöruverslunum og fleira. Sumarstarfið í Árborg er fjölbreytt og skemmtileg líkt og undan- farin ár og ættu öll börn og unglingar í Árborg og nágrenni að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þótt íþrótta- og frístundastarfið hafi verið rólegt nú í vor vegna lokana hafa skipuleggjendur lagt metnað í að undirbúa sumarnámskeiðin sem best líkt og sést á framboði og samsetningu námskeiðanna. Námskeiðin í ár eru góð blanda af hefbundnum námskeiðum og má þar nefna sumarsmiðjur félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz, íþrótta- og hestanámskeið ásamt sumarlestri og leikhúsnám- skeiðum. Ánægjulegt er að sjá að aldrei hafa jafn mörg listanám- skeið verið í boði á svæðinu. Íþrótta- og útivistarklúbburinn tekur breytingum þetta árið en núna er boðið upp á svokallaða „Sumarfrístund“ sem byggir á sama grunni en fer fram í gegnum frístundaheimili Árborgar. Sumarfrístundin verður í boði frá 8.júní til 14.ágúst og eru nánari upplýsingar í blaðinu. Foreldrar eru sérstaklega beðnir um að skoða skráningarfresti og afsláttarmöguleika í sumarfrístundinni. Ég hvet foreldra til að nýta sér frístundastyrkinn sem eftir hækkun bæjarstjórnar Árborgar er nú 45.000 kr. á hvert 5 – 17 ára barn en hægt er að nýta styrkinn allt árið 2020. Vil að lokum hvetja alla til að taka þátt í því fjölbreytta íþrótta- og frístunda- starfi sem er í boði og mæta á þá íþróttaviðburði sem eru í gangi allt árið um kring. það er von mín að Sumarblaðið 2020 muni nýtast íbúum sveitarfélagsins og gestum vel til upplýsingar um námskeið og viðburði tengda íþrótta- og frístundamálum sum- arið 2020 í Sveitarfélaginu Árborg. Bragi Bjarnason deildastjóri menningar- og frístundadeildar Útgefandi: Sveitarfélagið Árborg - Umsjón og ábyrgðarmaður: Bragi Bjarnason - Umbrot: Prentmet Oddi á Selfossi - Prentun: Prentverk Selfoss Ljósmyndir: Við þökkum þeim sem tóku þátt í útgáfu þessa blaðs fyrir að deila með okkur ljósmyndum úr starfi sínu. - Dreifing: 1.100 eintök í Árborg.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==