Árborg Sumarblaðið 2020

Sumarið í Árborg 2020 | 3 Sumarsmiðjur Zelsiuz fyrir börn fædd 2007-2009 Félagsmiðstöðin Zelsiuz ætlar að standa fyrir sum- arsmiðjum fyrir krakka sem voru í 5. -7. bekk síðastliðinn vetur. Smiðjurnar verða í boði frá 8. júní til 10. júlí. Hægt er að skrá sig í stakar smiðjur, heilan dag eða heila viku. Smiðjurnar verða með fjölbreyttu sniði eins og sést hér að neðan en meðal annars verður í boði skartgripagerð, ævintýraferðir, ýmsar leikjasmiðjur, stuttmyndagerð og matreiðslusmiðjur. Umsjón verður í höndum tveggja starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar en einnig verða þrjár til fjórar aðstoðarmanneskjur. Nánari upplýsingar gefur Gunnar í síma 480 1950 eða tölvupósti: gunnars@ arborg.is á www.arborg.is. Smiðjurnar verða auglýstar betur í maí og skráning hefst mánudaginn 18. maí. Fjöldatakmarkanir verða í hverja smiðju svo um að gera að skrá sig sem fyrst. Verðskrá: Stök smiðja: 1.000 kr. Heill dagur: 1.500 kr. Heil vika: 5.000 kr. Vinnuskóli Árborgar Við í Vinnuskóla Árborgar bjóðum þig velkomin(n) til starfa í sum- arið 2020. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðum hætti og undanfarin ár. Unnið verður við ýmiskonar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni, hreinsun á grænum svæðum og gatnakerfi Árborgar. Ungmenni sem eru fædd árið 2005 geta einnig sótt um að taka þátt í grænjaxlinum sem er fjölmiðlahópur vinnuskólans. Grænjaxlinn er í boði á tímabilunum 8.-26. júní og 29. júní – 17. júlí. Heimastöð vinnuskólans á Selfossi verður sem fyrr í félagsmið- stöðinni Zelsíuz, Austurvegi 2A (Pakkhúsið). Yfirmenn vinnuskól- ans sumarið 2020 eru Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, frístunda- og forvarnarfulltrúi og Dagbjört Harðardóttir, vinnuskólastjóri. Símanúmer vinnuskólans eru 480 1952 og 480 1951. Tölvupóstur vinnuskólans er vinnuskolinn@arborg.is. Markmið vinnuskólans: Q Fegra og snyrta bæinn okkar. Q Gefa unglingum kost á vinnu, þjálfun og fræðslu í sumarleyfi sínu. Q Kenna unglingum fagleg vinnubrögð og meðferð verkfæra. Q Unglingarnir læri virðingu, stundvísi og aga á vinnustað. Q Unglingar læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og bænum sínum. Q Viðhalda jákvæðri ímynd um vinnuskólann og gera hana enn jákvæðari. Vinnutími er eftirfarandi: Q 14 ára ‘06 frá 08.06.20 til 16.07.20. – 3,5 tímar á dag 4 daga vik- unnar = 80,5 klst. Q 15 ára ‘05 frá 08.06.20 til 16.07.20. – 6,5 tímar á dag 4 daga vik- unnar = 149,5 klst. Q 16 ára ‘04 frá 08.06.20 til 17.07.20– 6,5 tímar á dag 4 daga vik- unnar og 3,5 tímar á föstudögum = 167 klst. Laun eru eftirfarandi: Q 14 ára ‘06: 686 kr. á tímann. Geta unnið sér inn ca. 55.000 kr. yfir sumarið. Q 15 ára ‘05: 819 kr. á tímann. Geta unnið sér inn ca. 122.000 kr. yfir sumarið. Q 16 ára ‘04: 1.029 kr. á tímann. Geta unnið sér inn ca. 171.000 kr. yfir sumarið. Laun eru greidd út tvisvar sinnum yfir tímanbilið. Í byrjun júlí og byrjun ágúst. FRÍSTUNDAKLÚBBURINN KOTIÐ Frístundaklúbburinn Kotið er fyrir grunnskólanemendur í 5.—10. bekk í Árborg sem eru með fatlanir. Markmið frístundaklúbbsins er að efla félagslegan þroska þátt- takenda og stuðla að alhliða þroska og heilbrigði ásamt því að hafa góða samvinnu milli starfsfólks og foreldra. Einnig er lagt upp með að mæta þátttakendum á þeirra grundvelli og veita þeim þjónustu við hæfi. Aðstaða frístundaklúbbsins er í Glaðheimum og er kölluð Kotið. Í starfinu er unnið að því að auka félags- færni, samvinnu og góð samskipti í hóp. Unnið er í skipulögðu starfi sem og frjálsum tíma þar sem þátt- takendur fá að velja sér verkefni eftir eigin áhugasviði. Markmið starfsins er að auka samvinnu og gæði félagslegs starfs hjá krökkum með fötlun. Unnið er með þarfir einstaklingsins í huga og hvað honum hentar best í leik og starfi ásamt því að auka sjálfstæði, öryggi í hóp og ánægju af því að vera í félagsstarfi. Frístundaklúbburinn er opinn alla virka daga frá 08:00 til 16:30 frá skólaslitum til skólasetningar. For- stöðumaður er Eiríkur Sigmarsson, þroskaþjálfi, og er hægt að ná í hann í síma 480 6363 eða í tölvupósti eirikurs@arborg.is. Félagsmiðstöðin Zelsiuz Félagsmiðstöðin Zelsiuz verður opin út skólaárið alla virka daga milli 13:30 og 17:00 og á mánudags-, miðviku- dags- og föstdagskvöldum á milli 19:30 og 22:00. Einnig verður opið á þriðjudagskvöldum út skólaárið á milli kl. 19:30 og 22:00 á Stokkseyri. Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Harðardóttir í síma 480 1951.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==