Árborg Sumarblaðið 2020

4 | Sumarið í Árborg 2020 Sumarlestur á Bókasafni Árborgar, Selfossi Sumarlestur hefur verið haldinn í lok hvers skólaárs frá árinu 1993 í Bókasafni Árborgar. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2. – 5. bekk, þau mega vera yngri eða eldri en viðmiðunin er að þau séu orðin stautfær í lestri. Tveir hópar hafa verið í sumarlestri og hittast þeir einu sinni í viku þar sem börnin fá ýmist fræðslu eða skemmtun. Í hverri viku er dregið úr happdrætti þar sem börnin fá skemmtilega vinninga. Sumarlesturinn endar með miklu fjöri í ratleik þar sem krakkarnir leita að vísbendingum og leysa þrautir. Markmið sumarlestrar er að viðhalda lestrarhæfni og örva lestur bóka. Í sumar er þemað Egyptar. Sumarlesturinn hefst þriðjudaginn 9. júni k . 13:00 og þá mæta allir sem ætla að taka þátt í sumarlestrinum en síðan verður börnunum skipt upp í hópa fyrir og eftir hádegi eftir því hvað hentar. Sumarlesturinn er síðan alla þriðjudaga í júní frá og með 9. júní. Skráning í sumarlestur er nauðsynleg. Þátttökublöð eru afhent í skólum tímanlega fyrir sumarlestur en einnig má nálgast þátttökublöð í afgreiðslu bókasafnsins. Hlökkum til að sjá ykkur. Selurinn, sértækt félagsstarf fyrir 16+ Selurinn, fræðslu- og tómstundaklúbbur, heldur sínu striki í sumar og verður með fjölbreytta dagskrá. Við hittumst í félags- miðstöðinni Zelsíuz á mánudögum og fimmtudögum klukkan 17.00-18.30 nema dagskrá segi til um annað. Með starfinu er verið að efla fèlagslega færni, frumkvæði, að virkja einstaklinn og jafnvel prófa eitthvað nýtt. Þeir sem mæta í Selinn setja saman dagskrá og viðburði í samráði við starfsfólk og má þar nefna meðal annars kareoke, dans, leiklist, grill, sund- ferð, kaffihús, bakstur, föndur o.fl. Stefnt er að því að fá inn fræðslu ásamt því að kynna okkur hvað er hægt að gera í frítíma sínum í nágrenninu. Ekki hika við að hafa samband ef þið viljið fá senda dagskrá eða forvitnast almennt um starfið. Alexander Freyr Olgeirsson er umsjónarmaður Selsins. Hægt er að senda tölvupóst á hann á netfangið alexander.freyr@ arborg.is eða hringja í síma 480 1951. Einnig er hægt að finna og óska eftir aðgangi að hópi Selsins á Facebook. Hlökkum til að sjá sem flesta í sumar í Selnum. Handboltaskól i Umf . Sel foss Handknattleiksdeild Umf. Selfoss verður með hand- boltaskóla í sumar eins og undanfarin ár. Það verða 3 vikur í boði í þetta skiptið. Það eru vikurnar 8.-12 júní, 15.-19. júní og 22.-26. júní. 1 vika kostar 5000 kr, 2 vikur kosta 9000 kr. 3.vikur kosta 12.000 kr. Handboltaskólinn fer fram í íþróttahúsinu Iðu. Krakkar fæddir 2009-2012 verða klukkan 10.00-11.00 Krakkar fæddir 2006-2008 verða klukkan 11.00-12.00 Allir velkomnir og vonumst til að sjá sem flesta! Skráning í handboltaskólann fer fram á handbolti@gmail.com P.S. Fólk er bæðið um að fylgjast með tilkynn- ingum í tölvupósti og á facebook síðu Selfoss handbolti, þar sem dagsetningar gætu breyst vegna samkomubanns í sam- félaginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==