Bláhver 2021

4 BLÁHVER JÓLABLAÐ 2021 Skólamál Hveragerðisbæjar Blómstrandi bær Það verður að segjast eins og er að bæjarfélag okkar Hvergerðinga er blómstrandi og það á ekki bara við um gróður. Skólasamfélagið okk­ ar hefur sannarlega blómstrað í Blómabænum síðustu misserin. Fossálman Ný sex skólastofu álma með fjölnotarými sem stendur út á Fossflötina var tekin í notkun við grunnskólann í haust. Það verður að segjast eins og er að þar fer saman fegurð húsnæðis og umhverfis í góðum samhljómi við notagildi sem skilar sér í glaðari og áhugasamari nem­ endum og starfsfólki. Nýjar deildir Nú í desember er verið að taka í notkun nýjar kennslustofur við leikskólann Óskaland. Kennslustofunar tvær eru staðsettar í lágreistri byggingu á vesturhluta leikskólalóðarinnar. Iðnaðarmenn vinna hörðum höndum þessa dagana við að standsetja húsið sem skreytt verður með litríkum myndum, innan um fal­ legan gróður. Þakka ber það sem vel er gert Í framkvæmdum þurfum við stundum að leita leiða til að ná endum saman. Frábært starfs­ fólk og góður andi gerir þetta allt saman mögu­ legt. Elsta deildin á Óskalandi hefur verið svo­ kölluð „útideild“ en þau hafa ásamt frábæru starfsfólki haft aðstöðu í Frístundamiðstöðinni Bungubrekku fyrir hádegi, borðað hádegis­ mat í grunnskólanum og eftir hádegi hafa þau leikið úti, farið í íþróttahúsið, bókasafnið og vettvangsferðir áður en þau svo mæta aftur í Bungubrekku þangað sem börnin eru sótt. Börnin hafa að sögn foreldra eflst og þroskast og koma heim alsæl eftir viðburðaríkar stundir. Það er öllum framangreindum aðilum að þakka að þetta hefur tekist svona vel og ekki er síst ánægjulegt hversu ánægð börnin eru. Viðbygging Undirbúningur viðbyggingar við Óskaland er hafinn og er hönnun vel á veg komin. Við­ byggingin verður 85 fermetrar út frá miðju húsins til norðurs. Með þessari viðbót verður vinnuaðstaða starfsfólks bætt til muna, kaffi­ stofa stækkuð, vinnuherbergi bætist við sem og aðstaða fyrir sérfræðinga. Aðkoman að leikskólanum mun breytast örlítið því inn­ gangur inn í fataklefana verður sunnan megin þ.e. gengið verður inn á leikskólalóðina líkt og er á Undralandi. Bílastæðum verður fjölgað á núverandi stað og eins verða merkt bílastæði starfsmanna vestast í Réttarheiði. Það mun því áfram mæða á starfsfólki og nemendum Óskalands næsta árið á meðan framkvæmdum stendur en þau munu líka uppskera frábæra aðstöðu til skapandi starfs og gleði. Biðlistar leikskólanna Í upphafi árs var ákveðið að sumarlokun yrði á báðum leikskólum yfir mitt sumar. Aðlögun nýrra nemenda hófst í ágúst og stóð fram í október. Erfiðlega hefur gengið að manna stöður á Leikskólanum Óskalandi og vegna þess hefur ekki verið hægt að taka inn börn í nokkurn tíma. Vonandi stendur það til bóta svo að hægt verði að taka inn fleiri börn því hús­ næðið er til staðar. Það er því full ástæða til að hvetja alla sem vilja vinna með bestu borg­ urum bæjarins að sækja um. Óska ykkur gleðilegrar hátíðar í faðmi fjöl­ skyldu og vina. Alda Pálsdóttir, Formaður fræðslunefndar Hveragerðisbæjar. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum sviðum lagaumhverfis einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Með samræmdu upplýsingakerfi og nútíma samskiptalausnum hafa lögmenn Pacta einstakan aðgang að reynslu og sérþekkingu annarra lögmanna á 14 starfsstöðvum um allt land. Jón Páll Hilmarsson, lögmaður og Reynir Þór Garðarsson, lögmaður. Við óskum gleðilegrar hátíðar Pacta lögmenn I Austurvegi 4 I 800 Selfoss I Sími 440 7900 Hvergerðingum 11 s- og mannvirkjanefnd Hveragerðis m mörg mál á líðandi ári. Þrjú bera st, deiliskipulag við Varmá, hug- amkeppni og í framhaldi deiliskipu- a á lóðum Heilsustofnunar NLFÍ og iskipulag í Hlíðarhaga. kipulag við Varmá, frá lystigarð- ið Fossflöt norður fyrir Friðarstaði sta mál nefndarinnar á þessu ári. itektar ásamt Landslagi hafa unnið nu frá því í fyrra í góðu samráði við a og aðra viðeigandi aðila. Íbúa- ar haldinn um málið þann 8. janúar sem nokkrar tillögur voru kynntar Leist fundarmönnum almennt vel á var búið að gera og hefur nefndin ð málinu allt þetta ár. Í stuttu máli a að fyrir ofan Varmá I og II verða lík- – 5 lóðir fyrir atvinnustarfsemi. Fyrst st verslunar- og þjónustustarfsemi ví að á ákveðnum lóðum verður telstarfsemi. Við úthlutun þessara rf að vanda til verka, þetta svæði er einstakt og þangað þarf að veljast starfsemi sem er hreinleg og veldur ekki óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar. Fyrir neðan Varmá I og II verða síðan íbúðalóðir, bæði einbýlishús og svo parhús, jafnvel rað- hús. Þessi hús munu standa á afar fallegum stað og verða lóðirn r eflaust mjög eftirsótt- ar. Einnig ber að nefna að hannaður verður göngustígur frá Fossflöt upp fyrir Baulufoss. Með aðgengi fyrir alla að hluta til, eftir því sem það er hægt. Einnig verður skoðað með hvaða hætti verð r hægt að g a gömlu af- stöðina við Varmá aðgengileg og jafnvel þannig að hægt verði að dvelja þar um stund og njóta útsýnisins. Mikil áform hjá HNLFÍ Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Ís- lands er með ikil áfor m uppbyggingu suðaustarlega í fallega bæn okkar. Þar er verið að undirbúa deiliskipulag sem gerir ráð fyrir allt að 100 íbúðum í fyrsta áfanga sem verða líklega ætlaðar 55 ára og eldri, með svipuðu fyrirkomulagi varðandi þjónustu og fleira sem er í dag við Lækjarbrún. Samhliða þessu verða byggðir upp aðrir þjónustuþætt- r eins og sundlaug raðstaða, lík msrækt og þess háttar sem kemur til með að geta þjónustað þessar nýju íbúðir, væntanlega ásamt þeim eldri. Þetta eru spennandi tímar fyrir HNLFÍ og okkur öll sem búum í Hvera- gerði og vonandi sjáum við framkvæmdir fara af stað á næsta ári. Að lok m vil ég nefna breyti gu á d ili- skipulagi við Hlíðarhaga. Þ r hefur sam- þykktum íbúðum verið fjölgað úr 27 í 45 og er tilgangurinn með þessum breytingum að koma til móts við óskir um minni og ódýr- ari íbúðir. Þar með aukast möguleikar ungs fólks til að koma sér upp sínu fyrsta þaki yfir höfuðið hér í bæ, á feikn fallegum st . Gera má ráð fyrir að byggingarframkvæmdir hefj- ist á næsta ári. Gísli Páll Pálsson, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar Hveragerðis. Starfsmenn Leiktækja og sport Austurmörk 19, Hveragerði. Óskum Hvergerðingum og nærsveitamönnum gleðilegri jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gagnheiði 55, Selfossi - Sími 422 040 leðileg jól takk fyrir viðskiptin á árinu

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==