Bláhver 2021

3 SJÁLFSTÆÐISFÉLAG HVERAGERÐIS Fordæmalaus fjölgun! Sjaldan ef nokkurn tíma hefur fjölgað jafnmikið á einu ári hér í Hveragerði eins og raun er á nú árið 2021. Í kringum áramót munu Hvergerð­ ingar væntanlega ná að verða 3.000 talsins og hefur því fjölgað um ríflega 200 manns í bæjar­ félaginu eða um 8% á árinu 2021. Slík fjölgun kallar eðlilega á uppbyggingu á hinum ýmsu sviðum og þá ekki síst á sviði skólamála. Þar hefur bæjarstjórn lagt ríka áherslu á að uppbygging þjónustu fylgi, eins og kostur er, íbúaþróun og hefur það tekist ágætlega. Framundan eru síðan enn meiri og stærri framkvæmdir en í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir nýjum leikskóla og einnig við­ byggingum við grunnskólann. Áætlanir gera ráð fyrir að grunnskólinn við Skólamörk verði um 550-600 barna skóli og miðað við áfram­ haldandi fjölgun þá mun því marki verða náð á næsta áratug. Þá þarf að huga að nýjum grunn­ skóla með tilheyrandi stoðþjónustu sem slíkri stofnun tilheyrir. Það er mikil ásókn í byggingalóðir í Hvera­ gerði og fjölmargir sem bæði vilja byggja hér en einnig og sem betur fer eru mjög margir sem hér vilja búa. Ekkert bendir til annars en að slíkt verði raunin áfram. Hveragerði er sveitarfélag sem á framtíðina fyrir sér. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið, út­ flutningshöfn og fegurstu náttúruperlur Suður­ lands gera bæinn að eftirsóknarverðum kosti hvort sem er fyrir atvinnulíf eða íbúðabyggð. En það er vandi að vaxa og mikilvægt að við slíkar aðstæður sé hugað að öllum þeim þáttum sem gera samfélagið okkar enn betra á morgun en það er í dag. D-listinn í Hvera­ gerði hefur sýnt að okkur er treystandi til góðra verka - við vonum að sú verði reyndin áfram. Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri Hugvekja á jólum Það er margt skrýtið í guðspjöllunum. Fyrir ein jólin þegar næst yngsti sonur minn, þá 4 ára skildi ekki alveg öll þessi skrýtnu orð, þá sagði hann við mig alveg heilagur í framan og uppnumin yfir töfraljóma jólaguðspjallsins, ”mamma, þú manst hvað vitringarnir gáfu Jesúbarninu: Gull, eitthvað í krukku og Reykja­ nesbæ!“Það er nú ekki nema von að lítill haus nái ekki alveg þessum erfiðu orðum gull, reykelsi og myrra. Og það minnir mig á dreng­ inn sem var hjá mér í sunnudagaskólanum og við fórum saman með faðirvorið öll, og ég horfði á hann þar sem hann bað innilega og sagði ”það er vor, fúsi er á himnum”, en það var augljóst að það var blússandi samband, hann og Guð voru í djúpu samtali og stundin var alveg heilög. Svona er það nefnilega með sumt í lífinu, við skiljum það ekki til fulls en skynjum áhrif þess, töfrana og hið heilaga. Þannig er það líka með jólin. Við skiljum e.t.v. ekki til fulls jólasöguna eða hvað það er sem jólin gera við okkur, hvernig þau hreyfa við okkur jafnvel þótt við séum orðin að heita má fullorðin en við finnum áhrif þeirra í hjarta okkar. Það mikilvægasta í lífinu skiljum við nefnilega með hjartanu. Allt það sem veitir okkur raunverulega hamingju og gefur lífi okkar merkingu munum við aldrei meðtaka til fulls með skynsemina eina að vopni. Við vitum það líka að það mikilvægasta í lífinu og hamingjan sjálf er brothætt og að allt getur gerst. Ekkert er sjálfgefið. Við vitum það öll líka að það dýrmætasta og mikilvægasta í lífinu er eitthvað sem við ráðum ekki að öllu leyti yfir sjálf, heilsa okkar, aðstæður í fjölskyldum okkar og á heimilum, tengsl okkar við fólkið sem við elskum og hvort við fáum að hafa þau hjá okkur eða ekki, sorgin gleymir engum eins og sagt er. Það er ekkert sjálfgefið að fá að njóta jólanna og halda þau hátíðleg með þeim sem við elskum og einmitt þess vegna er mikilvægt að temja sér þakklæti. Og það má segja um jólin að þau eru þakkar­ gjörðarhátíð. Þau eru hátíðin sem gefa okkur tækifæri til þess að segja við fólkið okkar sem við elskum og höfum í kringum okkur: takk fyrir að vera hluti af lífi mínu. Takk fyrir að gefa mér tækifæri til að verða betri manneskja, af því það er það sem góð náin tengsl gera fyrir okkur, þau gera okkur að betri manneskjum. Og athugum að þetta segjum við með miklu skýrari hætti með því að gefa nærveru, um­ hyggju og góðar samverstundir heldur en dýrar gjafir. Um leið og jólin eru þakkargjörðarhátíð eru jólin líka hátíð sem segir okkur satt um líf okkar. Það er einhvern veginn þannig. Þegar allt er í lagi í lífi okkar, eins langt og það nær, þá finnum við það á jólunum og fyllumst von­ andi þakklæti. Og þegar eitthvað vantar, þegar eitthvað er að, þá finnum við það líka svo sterkt á jólunum. Það er eitt af því sem aðventan og jólin gera við okkur, þau opna hjarta okkar, og jafnvel líka þau hólf sem við viljum ekkert sérstaklega hafa með að gera, þau sem geyma sára reynslu af t.d. missi og áföllum. Þegar við syrgjum og söknum, þar sem búið er við kröpp kjör, þar sem glímt er við veikindi eða þar sem gæði náinna tengsla eru af skornum skammti, þá verður þetta allt meira áberandi um jólin, ýmislegt sem við kannski getum leitt hjá okkur í annan tíma. Leiðum hugannn snöggvast að því, dettur okkur e.t.v. einhver í hug í okkar nærum­ hverfi sem e.t.v. kvíðir jólunum af einhverri ástæðu og við getum e.t.v. sýnt umhyggju í orði eða verki? Og jólin koma, hverjar sem aðstæður okkar eru. Hvort sem við höfum þetta á hreinu með gull reykelsi og myrru eða erum uppfull af bulli, ergelsi og pirru, þá skulum við leitast við að taka á móti jólunum þakklátum huga og opnum huga. Minnug þess að til þess að halda jólin er ekkert sem við þurfum að gera, heldur bara vera. Af því að jólin hafa þann tilgang einan að segja þér sannleikann um þig, mikilvægustu fréttir sem þú munt nokkurn tímann heyra: að þú ert elskað barn Guðs sem heldur þér í faðmi sér alla daga lífs þíns. Guð gefi þér og þínum gleðilega jólahátíð. Ninna Sif Svavarsdóttir Sóknarprestur Hveragerðisprestakalls

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==