Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Landverðirnir Dagur Lárusson og Úlfar Konráð Svansson Myndskr.: Fannar Gilbertsson Í þessum fyrsta hluta í sögunni um Landverðina eru ofurhetjurnar Atlas og Avion kynntir til sögunnar. Alveg síðan Atlas man eftir sér hefur hann verið gæddur ofurkröftum sem hann hefur notað til þess að hjálpa fólki. Dag einn tekur líf Atlasar óvænta stefnu þegar hann þarf að berjast gegn sterkasta illmenni Íslands, Azar. Í kjölfar bardagans kemst Atlas að leyndarmálum úr fortíðinni og einnig kynnist hann Avion og taka þeir höndum saman og hafa það sem markmið að bjarga Íslandi og þegnum þess. 80 bls. Ljósmynd – útgáfa E ​ C Hljóðbók frá Storytel  ​ Langafi minn Supermann Ólíver Þorsteinsson Myndskr.: Tómas Leó Þorsteinsson Sylvía segir frá atburðaríku sumri þegar hún fékk að fara ein til Ólafsfjarðar og gista í Brekkugötu 9 hjá langömmu sinni og langafa. Sylvía sér langafa sinn í öðru ljósi og góðvilji hans lætur hana sífellt spyrja sig, er langafi minn Supermann? 81 bls. / H 1:04 klst. LEÓ Bókaútgáfa D  ​ Litla snareðlan sem gat Sara Pálsdóttir Litlu snareðluna skortir sjálfstraust. Hún þorir ekki að klifra upp í tré eða synda í vatninu. En með því að æfa sig og sýna hugrekki kemst hún að því að hún getur vel gert allt það sem hinar risaeðlurnar geta. Bók sem bæði er frábær skemmtun en jafnframt hjálpar börnum að yfirstíga ótta og hræðslu. 34 bls. Óðinsauga útgáfa D ​ I  ​ Lotta og börnin í Skarkalagötu Astrid Lindgren Þýð.: Sigrún Árnadóttir Myndir: IlonWikland Þau Lotta, Jónas og Mía María hafa heillað lesendur á öllum aldri áratugum saman og nú eru sögurnar af fjörugu fjölskyldulífi systkinanna í Skarkalagötu loksins fáanlegar á ný. Hér eru tvær bækur saman í einni; Börnin í Skarkalagötu og Lotta flytur að heiman . Einstakar myndir glæða sögurnar ævintýraljóma. 133 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Jólasyrpa 2020 Walt Disney Jólin hefjast með Jólasyrpunni! Fjörug lesning sem kemur öllum í hátíðarskap! 256 bls. Edda útgáfa E  ​ Kalli breytist í grameðlu Sam Copeland Þýð.: Guðni Kolbeinsson Myndir: Sarah Horne Kalli McGuffin er ofurvenjulegur strákur með óvenjulega krafta: Þegar hann verður kvíðinn breytist hann í dýr – sem kemur honum í alls konar klípur. En sem betur fer á Kalli ráðsnjalla vini sem reynast honum vel. Þetta er sjálfstætt framhald sögunnar Kalli breytist í kjúkling sem fékk krakka á aldrinum 6–10 ára til að grenja úr hlátri í fyrra. 295 bls. Forlagið – JPV útgáfa D ​ F ​ C  ​ Kennarinn sem hvarf sporlaust Bergrún Íris Sævarsdóttir Loks er komið að skíðaferðalaginu hjá 6. BÖ og Sara er mjög spennt. Krakkarnir hafa næstum gleymt því þegar kennaranum var rænt fyrr um veturinn enda örugg frá mannræningjanum sem er fastur bak við lás og slá. Nú er allt eins og það á að vera og ekkert getur farið úrskeiðis … eða hvað? Enn og aftur reynir á samtakamátt krakkana. 160 bls. Bókabeitan E  ​ Kisa litla í felum HollyWebb Þýð.: Ívar Gissurarson Myndskr.: SophyWilliams Lísa er flutt heim til ömmu sinnar ásamt pabba sínum og bróður. Án gömlu vinanna er hún ákaflega einmana. Hana langar í kettling, en pabbi hennar hefur sagt henni að amma hennar vilji ekki dýr inn á heimili sitt. Svo gerist það einn daginn að hræddur og hungraður kettlingur flækist til hennar. Lísa felur hann fyrst úti í gróðurhúsi og síðan inni í fataskáp í herberginu sínu – en hve lengi skyldi hún geta falið kettlinginn þar? 128 bls. Nýhöfn D  ​ Mína og Sína Spæjarapæjur Klækjabrögð Walt Disney Mína og Sína lenda í æsilegum eltingarleikjum, skugglegum þjófum, hættulegum njósnaferðum, úthugsuðum klækjabrögðum, átökum við alþjóðleg glæpasamtök og störfum fyrir leyniþjónustu! 222 bls. Edda útgáfa 17 Barnabækur  SKÁLDVERK

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==