Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Neihyrningurinn Marc – Uwe Kling Þýð.: Herdís M. Hübner Krúttudúllubossalegur einhyrningur kemur í heiminn í Hjartaskógi. Allir snúast í kringum hann og fóðra stanslaust á sykruðum lukkusmára. En litla krílið hagar sér samt hreint ekki einhyrningslega! Hann segir bara: NEI!. Fjölskylda hans fer því fljótlega að kalla hann NEIhyrning. Mjög fyndin og skemmtileg bók, ein allra vinsælasta barnabókin í Þýskalandi. 40 bls. Bókafélagið D  ​ Nornasaga 2 Nýársnótt Kristín Ragna Gunnarsdóttir Æsispennandi framahald! Katla ætlar að opna galdragátt á nýársnótt til að nornin Heiður komist aftur til Íslands. Í stað þess veldur hún sprengingu og hrindir af stað æsilegri atburðarás. Barrtré spretta upp á methraða, systkini Kötlu hverfa, úlfur sést í Öskjuhlíðinni, tröllskessa við Tjörnina og ógnarlangur ormur í Reykjavíkurhöfn. 240 bls. Bókabeitan D ​ F  ​ Nærbuxnavélmennið Arndís Þórarinsdóttir Myndir: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Gutti er enn innsti koppur í búri í Rumpinum, samfélagsmiðstöðinni í gömlu nærbuxnaverksmiðjunni, en Ólína vinkona hans er orðin aðalstjarnan í íþróttaliði bæjarins. Þess vegna þarf Gutti að glíma við það aleinn þegar vélmennið BlúnduRASS 3000 gengur af göflunum. Sprenghlægilegt framhald á Nærbuxnaverksmiðjunni og Nærbuxnanjósnurunum sem glatt hafa unga sem aldna. 120 bls. Forlagið – Mál og menning D ​ F ​ C  ​ Ofurhetjan Hjalti Halldórsson Gulla dreymir um að verða meira en venjulegur drengur. Með hjálp vinkonu sinnar uppgötvar hann áður óþekktan hæfileika sem breytir lífi hans. Hann setur á sig grímuna og verður Ormstunga, ofurhetja sem berst gegn eineltisseggjum. Hverju er Gulli tilbúinn til að fórna til að ráða að niðurlögum erkióvinarins? Æsispennandi saga um ALVÖRU ofurhetju. 176 bls. Bókabeitan C  ​ Orri óstöðvandi & Orri óstöðvandi – Hefnd glæponanna Bjarni Fritzson Lesari: Vignir Rafn Valþórsson Orri óstöðvandi er ofurhetjuútgáfan af Orra sem hann breytir sér í þegar hann þarf á hugrekki og sjálfstrausti að halda. Bækurnar eru fyndnar, skemmtilegar og sjálfstyrkjandi fyrir krakka á aldrinum 7 til 12 ára. Vignir Rafn glæðir sögurnar lífi. H 5:45 klst. Storytel E  ​ Maríella Mánadís draugalegi naggrísinn Þýð.: Dagbjört Ásgeirsdóttir Maríella Mánadís er rúmlega níu ára stelpu- spæjari. Hún getur leyst hinar dularfyllstu ráðgátur og furðulegustu vandamál. Vinkonur hennar eru líka spæjarar. Slagorð þeirra er: Engin ráðgáta of dularfull,ekkert vandamál of flókið. Þegar draugalegir glóandi naggrísar fara að sjást út um alla Vatnavík reyna vinkonurnar að komast til botns í málinu. 176 bls. Óðinsauga útgáfa D  ​ Miðbæjarrottan borgarsaga Auður Þórhallsdóttir Rannveig er lattelepjandi miðbæjarrotta sem elskar fátt meira en borgarlífið. Þegar Karlotta frænka hennar týnist í Reykjavík, læðist að henni efi um að borgin sé góður staður fyrir rottur. Rannveig leitar aðstoðar hjá styttum bæjarins, sem margar muna tímana tvenna. Auður Þórhallsdóttir er bæði höfundur texta og mynda en þetta er hennar þriðja bók. 40 bls. Skriða bókaútgáfa D  ​ Milljarðastrákurinn DavidWalliams Þýð.: Guðni Kolbeinsson Fyndin og ljúfsár bók úr smiðju metsöluhöfundarins David Walliams. Jói Smálki er ríkasti tólf ára strákur í heimi. Hann á allt sem hugurinn girnist: sinn eigin formúlu-kappakstursbíl, þúsund skópör og jafnvel einkaþjón sem er órangútan. En það er eitt sem hann saknar sárlega: vin … David Walliams fer hér á kostum í frábærlega fyndinni bók. 278 bls. Bókafélagið D  ​ Múmínálfarnir Jól í múmíndal Sögur úr múmíndal Cecilia Davidsson, Alex Haridi og Tove Jansson Myndir: Cecilia Heikkilä og FilippaWidlund Þýð.: Gerður Kristný Sígildar söguperlur fyrir nýja kynslóð múmínálfaaðdáenda. Múmínfjölskyldan siglir út í óvissuna og lendir í stormi, hittir hina rafmögnuðu hattífatta og finnur pípuhatt galdrakarlsins sem veldur miklum usla í múmíndal. Og svo vakna þau af vetrardvala og komast að því að allir eru að undirbúa komu einhvers sem kallar sig Jólin. 98 bls. Forlagið – Mál og menning G  ​ Narfi Narfi – Einhyrningur hafsins Ofurnarfi og Gréta glytta Ben Clanton Þýð.: Bjarki Karlsson Bækurnar um Narfa náhval eru einkar hlýjar og skemmtilegar léttlestrarbækur. Narfi er mjög vinsæll í Kanada en þar hafa bækurnar hlotið margar viðurkenningar. Þá eru þær einkar vinsælar meðal umsjónarmanna skólabókasafna, enda hafa fjölmargir æft sig í að lesa sér til gagns með því að kynnast hinum glaðbeitta og geðþekka Narfa og vinum hans. 64 bls. Bókafélagið 18 Barnabækur  SKÁLDVERK

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==