Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Vala víkingur og Miðgarðsormurinn Kristján Már Gunnarsson Myndskr.: Sól Hilmarsdóttir Vala víkingur ferðast um Goðheima ásamt skipi sínu, Breka dreka í ævintýraleit. Nú eru þau að leita að flugfiskum en skyndilega rekast þau á eitthvað stórt og ægilegt. Hvað ætli þau hafi fundið? Og er þetta þrumuguðinn Þór, syndandi svo langt frá landi? 52 bls. Drápa D  ​ Verstu kennarar í heimi DavidWalliams Þýð.: Guðni Kolbeinsson Ef þú kannast við Verstu börn í heimi skaltu búa þig undir dálítið miklu, miklu verra … VERSTU KENNARA Í HEIMI! Hér er sagt frá ótta herra Knúts, ógnarþríhjóli fröken Ógnar, doktor Ofsa og stól þúsund prumpa, ógnarsal frú Sléttu, og hryllingssöguni um hjónin Turtil og Dúfu & tárahafið. Ég varaði þig við! Hér er David Walliams upp á sitt besta. 308 bls. Bókafélagið E  ​ Villinorn Villinorn 4. Blóðkindin Villinorn 5. Fjandablóð Lene Kaaberbøl Þýð.: Jón St. Kristjánsson Fjórða og fimmta bókin í danska bókaflokknum Villinorn um Klöru og baráttu hennar við ill öfl í villtri náttúrunni eftir danska verðlaunahöfundinn Lene Kaaberbøl. Villinornarbækurnar hafa komið út á 17 tungumálum. 182/176 bls. Angústúra E  ​ Þín eigin saga Knúsípons Risaeðlur Ævar Þór Benediktsson Myndir: Evana Kisa Litríkar og spennandi bækur þar sem ÞÚ ræður hvað gerist! Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur – það eru mörg mismunandi sögulok! Tvær nýjar bækur í vinsælum bókaflokki fyrir byrjendur í lestri. 64 bls. Forlagið – Mál og menning D ​ F ​ C  ​ Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson Myndir: Evana Kisa Lesari: Ævar Þór Benediktsson Sjöunda bókin í einum vinsælasta bókaflokki síðari ára. Hér ert þú söguhetjan og stjórnar ferðinni. Þér er boðið um borð í kafbát þar sem þrír stórskrítnir skipstjórar ráða ríkjum. Á leið ykkar um undirdjúpin leitið þið að sokknum fjársjóði, kannið hinn banvæna Bermúdaþríhyrning og eltið uppi heimsins stærsta sjávarskrímsli. Ný og spennandi bók eftir margfaldan verðlaunahöfund. 336 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Tinna Trítlimús Háskabrunnurinn Aðalsteinn Stefánsson Tinna og Koli taka sér ferð á hendur á hættulegar slóðir. Kobbi kanínupabbi hafði haldið í leiðangur en ekki skilað sér til baka. Tinna og Koli bjóðast til að fara að leita að honum þótt hættur leynist á hverju strái og margar hindranir verði á vegi þeirra … 82 bls. Óðinsauga útgáfa D  ​ Tommi Klúður Mistök voru gerð Stephan Pastis Tommi rekur einkaspæjarafyrirtækið Algert Klúður með viðskiptafélaga sínum. Hann er, að eigin sögn, stofnandi, forstjóri og framkvæmdastjóri bestu spæjarastofu í bænum – já sennilega á öllu landinu! 320 bls. Edda útgáfa D ​ F  ​ Ferðin á heimsenda Týnda barnið Sigrún Elíasdóttir Myndir: Sigmundur Breiðfjörð Húgó og Alex ætla sér að finna vorið þótt stundum gangi allt á afturfótunum. Nú eru þau á nýjum slóðum og kynnast meðal annars gömlum karli með unglingaveiki, risaskordýrum og dularfullri konu sem býr yfir leyndarmáli úr fortíð Húgós. Þessi bráðfyndna fantasía fyrir 8–12 ára lesendur er framhald bókarinnar Leitin að vorinu sem kom út í fyrra. 188 bls. Forlagið – JPV útgáfa F ​ C  ​ Sögur fyrir svefninn 1-8 Eva Rún Þorgeirsdóttir Lesari: Salka Sól Eyfeld Sögur fyrir svefninn eru hrífandi ævintýri sem hjálpa börnum að finna ró fyrir svefninn með aðstoð ímyndunaraflsins. Rithöfundurinn Eva Rún Þorgeirsdóttir hefur margra ára reynslu af því að kenna börnum jóga, slökun og hugleiðslu og þaðan sækir hún innblástur fyrir sögurnar. Sögurnar leiða unga hlustendur inn í inn í jákvæðan og uppbyggilegan ævintýraheim – og þaðan inn í draumalandið. Salka Sól gæðir sögurnar lífi með einsökum lestri sínum. H 4:50 klst. Storytel 21 Barnabækur  SKÁLDVERK

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==