Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E  ​ Óðal óttans Einar Þorgrímsson Skip strandar í foráttuveðri við hrjóstruga austurströnd Skotlands árið 1906. Rökstuddur grunur er uppi um að glæpur hafi verið framinn. Mörgum áratugum seinna, 1964, hefst önnur æsispennandi atburðarás. Þetta er saga um ógnir og ævintýr, skelfingu og hættur. Þrátt fyrir að sagan sé skrifuð fyrir ungmenni, er hún fyrir alla, sem vilja lesa spennandi sögur. Óðal óttans er fyrsta bókin af fimm í nýrri röð ungmennabóka frá höfundi. 182 bls. Einar Þorgrímsson D  ​ SKAM 2 Julie Andem Þýð.: Erla E. Völudóttir Norsku sjónvarpsþættirnir SKAM vöktu gríðarlega athygli og ganga nú í endurnýjun lífdagana í bókarformi. Þessi bók geymir senur sem aldrei voru teknar upp og samtöl sem voru klippt burt ásamt athugasemdum og hugleiðingum höfundarins, Julie Andem. Þetta er handritið að annarri þáttaröð SKAM, nákvæmlega eins og það var skrifað. 256 bls. Ugla D ​ F ​ C  ​ Skógurinn Hildur Knútsdóttir Lesari: Hildur Knútsdóttir Kría varð vitni að því þegar Gerða amma hennar hvarf sporlaust. Hún hikar því ekki þegar sömu örlög bíða dótturdóttur hennar 79 árum síðar og fórnar sér í hennar stað. Þá fær hún loksins að sjá hvað leynist handan við dularfulla skápinn og svör við spurningum sem hafa ásótt hana áratugum saman. Skógurinn er lokabindi rómaðs þríleiks en fyrri bækurnar, Ljónið og Nornin , fengu fjölda viðurkenninga. 311 bls. Forlagið – JPV útgáfa D ​ F  ​ Vampírur, vesen og annað tilfallandi Rut Guðnadóttir Furðuleg veikindi (nei, ekki Covid-19) breiðast um skólann og Milla, Rakel og Lilja ákveða að gera eitthvað í málunum. En laumulega, því enginn trúir þrettán ára stelpum sem segja að kennarinn þeirra sé vampíra. Ófyrirsjáanleg lögbrot, vinslit og drama flækjast svo fyrir því að sannreyna hvort nokkuð yfirnáttúrulegt sé á kreiki. Bókin hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2020. 287 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell E  ​ Vertu ósýnilegur Flóttasaga Ishmaels Kristín Helga Gunnarsdóttir Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels, vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fyrst út 2017. Hún hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur, Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana. „Skyldulesning fyrir allar manneskjur.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir, Kbl. 235 bls. Bjartur D  ​ Harry Potter og leyniklefinn J. K. Rowling Um sumarið var versti afmælisdagur Harrys Potter og hann gat ekki beðið eftir að komast aftur í Hogwartskóla. En svo fær hann viðvaranir frá einkennilegum húsálfi, Dobby, sem segir að fari hann í skólann muni hræðilegir hlutir gerast. Hin stórbrotnu ævintýri Harrys Potter halda áfram. 315 bls. Bjartur D  ​ Harry Potter og leyniklefinn J. K. Rowling Þessi sígilda bók í einstaklega fallegri og glæsilega myndskreyttri útgáfu. ★★★★★ „Einmitt bók sem upplagt er að gefa börnum á tímum sem þurfa sárlega á skemmtilegum töfraljóma að halda.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Frbl. 259 bls. Bjartur D ​ F  ​ Háspenna lífshætta á Spáni Árni Árnason Systkinin Sóley og Ari eru á leið í langþráð frí til Spánar með foreldrum sínum. En það sem átti að vera þægilegt frí til að hlaða batteríin breytist snarlega þegar skuggalegir menn fara að birtast í kringum þau. Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Friðbergur forseti . 226 bls. Bjartur D ​ F  ​ Huldugáttin Bobbie Peers Þýð.: Ingunn Snædal Hver er þessi dularfulla kona sem reynir að nálgast William? Og hver fjárinn er huldugátt? William og Iscia standa frammi fyrir myrkum öflum og saman leggja þau í hættuför til að komast að hinu sanna. Huldugáttin er önnur bókin umWilliamWenton og er æsispennandi, hugmyndarík og skemmtileg. 247 bls. Bjartur D  ​ Maurildi Hafsfólkið 3 Viveca Sten og Camilla Sten Þýð.: Elín Guðmundsdóttir Maurildi breiða sitt bláa skin yfir hafið og ís myndast með ógnarhraða. Djúpt undir sjávarborðinu skipuleggur sjávardísin hefnd sína – og öllum skerjagarðinum er ógnað … Maurildi er lokabindið í mögnuðum þríleik sem mæðgurnar Camilla og Viveca Sten hafa skrifað um Hafsfólkið. Fyrri bækurnar, Hyldýpið og Sæþokan , fengu frábærar viðtökur íslenskra lesenda. 432 bls. Ugla 25 Ungmennabækur

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==