Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E ​ F ​ C  ​ Andlitslausa konan Jónína Leósdóttir Lesari: Elín Gunnarsdóttir Skelfilegur glæpur er framinn í brúðkaupi sem Eddu á Birkimelnum er boðið í. Rannsókn málsins er snúin en varpar óvænt ljósi á veislu sem forsætisráðherra undirbýr í gamla Þingvallabænum og setur leyndardómsfull áramótaplön barnabarns Eddu líka í uppnám. Fimmta bókin um eftirlaunaþegann Eddu sem leysir flókin sakamál með hyggjuvitið að vopni. 329 bls. Forlagið – Mál og menning D ​ F  ​ Aprílsólarkuldi Elísabet Jökulsdóttir Þegar Elísabet Jökulsdóttir býður lesendum í innra ferðalag gildir miðinn alla leið. Hér er lýst föðurmissi Védísar, skólastúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Reykjavík fær á sig sérstakan blæ með lýsingum í ekta Elísabetarstíl sem hér er djúptær, litaður flæði og frelsi ljóðsins – hvergi skortir skarpskyggni né húmor. 143 bls. Forlagið – JPV útgáfa E ​ I  ​ Atómstöðin Halldór Laxness Atómstöðin er ein af umdeildustu skáldsögum Halldórs Laxness. Í henni segir frá norðanstúlkunni Uglu sem kemur í höfuðstaðinn til að læra á orgel en þar mæta henni tveir ólíkir heimar og ólík lífsgildi takast á. Þroskasaga Uglu er um leið beitt þjóðarsaga; róttæk, kímin og heimspekileg. Útgáfan er með nútímastafsetningu. 187 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell G  ​ Árstíðir Sögur á einföldu máli Karítas Hrundar Pálsdóttir Í stuttum og aðgengilegum sögum er brugðið upp ýmsum hliðum á íslenskum hversdagsleika. Þetta er fyrsta safn frumsaminna sagna ætlað þeim sem tileinka sér íslensku sem annað mál. Textarnir eru fjölbreyttir og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Viðauki fylgir með fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt við kennslu sem og til yndislestrar. 247 bls. Una útgáfuhús D  ​ Birta, ljós og skuggar Unnur Lilja Aradóttir Þegar yngri sonur Birtu flytur að heiman áttar hún sig á að hún er ekki sátt við líf sitt. Þegar hún kynnist Tim finnur hún óvænt trúnaðarvin. Með hjálp Tims finnur hún styrk til að losa sig úr ómögulegum aðstæðum og kemst að því að ekkert er sem sýnist. Á sama tíma og Birta berst við erfið sambandsslit, ofsóknir og átakanleg fjölskyldumál áttar hún sig á því að það sem hún hefur alltaf þráð er nær en hana grunaði. Þetta er saga Birtu, ljóssins sem hún á stundum erfitt með að greina og skugganna sem hún forðast. 276 bls. Hringaná ehf. Skáldverk Íslensk D ​ F  ​ 107 Reykjavík Skemmtisaga fyrir lengra komna Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir Þegar Stefanía Brown-Huntington skilur við breska jarlinn og flytur aftur til Íslands ríður á miklu að vinkvennaklíku Hallgerðar takist að ná henni til sín. Ærslafengin atburðarás um reykvíska samtíð þar sem raunverulegar persónur sem ímyndaðar mæta til leiks í fyndinni og hárbeittri háðsádeilu. 303 bls. Bjartur D  ​ 500 dagar af regni Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson Safn níu smásagna úr íslenskum samtíma þar sem dregin eru fram lykilaugnablik í lífi fólks. Endalok og nýtt upphaf, sakleysi og sekt, bernska og manndómur, raunveruleiki og ímyndun kallast þar á með ýmsum hætti. Bókin hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2020. 126 bls. Dimma E  ​ Aldinmaukið hefur klárast Hræðileg barnasaga Gríma Kamban Fjórir táningar og hundur fara saman í útilegu. Dularfull mál svífa yfir vötnum, draugalestir, njósnarar og grunsamlega ríkir bændur. Sagan er kunnugleg – en táningar eru ekki lengur eins og þeir voru eða voru ef til vill aðeins í bókum. Gríma Kamban er enginn nýgræðingur í skáldskap en kemur nú í fyrsta sinn fram undir því heiti. Sérgrein Grímu er paródían. 87 bls. Hin kindin D  ​ Aldrei nema kona Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Aldrei nema kona er heimildaskáldsaga sem fylgir þremur ættliðum kvenna í Skagafirði á átjándu og nítjándu öld. Með þrautseigju og æðruleysi tekst þeim að komast af þrátt fyrir hart árferði og harðneskjulegt samfélag. Höfundur rekur æviferil langmæðgna sinna og byggir þar á heimildum úr kirkjubókum, manntölum, æviskrám, dómabókum og ýmsum heimildum öðrum. Sögutíminn spannar meira en hundrað ár, frá miðri átjándu öld fram yfir miðja hina nítjándu. 272 bls. Bókaútgáfan Sæmundur 26

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==