Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E ​ F  ​ Stormboði Maria Adolfsson Þýð.: Ísak Harðarson Karen Eiken Hornby er kölluð til Noorö, nyrstu eyjar Doggerlands, til að stýra rannsókn á voveiflegum dauða aldraðs manns. Þegar annað morð er framið fer hana að gruna að málið tengist ekki bara gömlum ættarerjum, heldur einnig ættingjum hennar sjálfrar …. Maria Adolfsson hefur slegið í gegn með glæpasögum sínum sem gerast á ímynduðum eyjaklasa í Norðursjónum. 430 bls. Forlagið – JPV útgáfa E  ​ Stúlka Edna O’Brien Þýð.: Ari Blöndal Eggertsson Maryam er rænt af Boko-Haram skæruliðum og neydd í hjónaband. Hún upplifir þjáningar og hrylling samfélags karla sem stjórnast af trúarlegu ofbeldi. Hún er bara barn sem þarf að komast af með eigið barn. Þegar heimur hennar virðist stefna beint til heljar opnast henni hlið inn í annan heim sem ekki er mikið skárri, erfiði og hryllingur í óblíðum óbyggðum Norð- austur Nígeríu, í gegnum skóga og auðnir og heim til sín þar sem hennar sködduðu sál er mætt af blindri dómhörku samfélags í afneitun. 172 bls. Hringaná ehf. E ​ F  ​ Stúlkan undir trénu Sara Blædel Þýð.: Ingunn Snædal Í klettasprungu á Borgundarhólmi finnst lík unglingsstúlkunnar Susan Dahlgaard, sem hvarf sporlaust úr skólabúðum á eyjunni fyrir aldarfjórðungi. Sara Blædel er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur samtímans. Bækur hennar um Louise Rick hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. 324 bls. Bjartur E ​ F  ​ Sumarbókin Tove Jansson Þýð.: Ísak Harðarson Sígild bókmenntaperla sem segir frá Soffíu litlu og ömmu hennar og sumardvöl þeirra á smáeyju undan strönd Finnlands. Þessi tæra og látlausa en djúpvitra frásögn af örheimi eyjunnar, af náttúrunni og veðrinu og af heimspekilegum samræðum ömmu og Soffíu hefur heillað lesendur í næstum hálfa öld en fæst nú í fyrsta skipti á íslensku. 160 bls. Forlagið – Mál og menning E  ​ Sjö lygar Elisabeth Kay Þýð.: Ingunn Snædal Þetta byrjaði allt með einni, saklausri lygi. Jane kunni aldrei við manninn hennar Mariu. Hann var svo hávær og plássfrekur, svo fullur af lífi. Sem virðist auðvitað frekar kaldhæðnislegt núna. Ef Jane hefði ekki logið væri eiginmaður bestu vinkonu hennar kannski enn á lífi. Þetta er tækifæri Jane til að segja sannleikann. Spurningin er bara hvort við trúum henni. 384 bls. Drápa E  ​ Skepnur Joyce Carol Oates Þýð.: Ari Blöndal Eggertsson Ef kona elskar kvæntan mann þá á hún um leið í sérstöku, leynilegu og óútskýranlegu sambandi við konuna hans. Á vímuárum áttunda áratugarins verður háskólastúlkan Gillian Brauer ástfangin af ljóðum, af prófessornum Andre Harrow og eiginkonu hans, listakonunni Dorcas. Gillian heillast af bóhemsku líferni þeirra, af afvikna húsinu þeirra og dimmum leyndardómum þess. Gillian Brauer er á þröskuldi helvítis. 114 bls. Hringaná ehf. G  ​ Smásögur heimsins V Evrópa Ritstj.: Jón Karl Helgason, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson Fimmta og síðasta bindið í ritröðinni Smásögur heimsins. Meðal evrópskra höfunda hér má nefna Virginu Woolf, Frans Kafka, James Joyce, Vladimir Nabokov, Italo Calvino, Karen Blixen, Heinrich Böll, Tove Jansson, Lailu Stien, Michel Tournier og Kerstin Thorvall. 310 bls. Bjartur E ​ F  ​ Snerting hins illa Max Seeck Þýð.: Sigurður Karlsson Fyrir Engla Hammúrabís hlaut Seeck Finnsku glæpasagnaverðlaunin. Hér vinna Annika Lehto og Daniel Kuisma aftur saman og nú við að rekja slóð finnska diplómatans Westerlunds. Brátt uppgötva þau að sannleikurinn er enn hræðilegri en nokkurn hefði grunað. 416 bls. Forlagið – JPV útgáfa 41 Skáldverk  ÞÝDD

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==