Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E ​ F  ​ Tvö líf Lydiu Bird Josie Silver Þýð.: Herdís Hübner Lydia og Freddie hafa verið óaðskiljanleg og ástfangin frá unglingsárum en á 28 ára afmælisdegi Lydiu lendir Freddie í slysi og deyr. Áfallið er ólýsanlegt og eina huggun Lydiu er að í svefni hittir hún Freddie og allt er sem fyrr – en í vöku þarf hún að takast á við sorgina og nýjar aðstæður. Heillandi og rómantísk saga um krossgötur lífsins, erfiðleika, ást og hamingjuleit. 480 bls. Forlagið – JPV útgáfa C  ​ Uglan drepur bara á nóttunni Samuel Bjørk Lesari: Íris Tanja Flygenring Unglingsstúlka sem hefur strokið frá upptökuheimili finnst látin úti í skógi; nakin, umkringd fjöðrum og með hvíta lilju í munni. Engu er líkara en hún hafi verið myrt í trúarlegri athöfn. Holger Munch, lögregluforingi er kallaður út úr barnaafmæli á staðinn og sér strax að til að leysa þessa gátu þarf hann að kalla saman sitt gamla rannsóknateymi. H 12:00 klst. Storytel E  ​ Uppljómun í eðalplómutrénu Shokoofeh Azar Þýð.: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Persneskt töfraraunsæi. Fjölskylda Bahar flýr Teheran í kjölfar ofsókna í byltingunni árið 1979 og sest að fyrir utan afskekkt þorp í von um að geta lifað í friði. Enginn fær þó komist undan brjálæðinu sem ríður yfir landið og snertir bæði lifandi og látna, aldna og unga. Mögnuð írönsk saga um mátt ímyndunaraflsins gagnvart grimmd og miskunnarleysi. 336 bls. Angústúra E ​ F  ​ Uppskriftabók föður míns Jacky Durand Þýð.: Ólöf Pétursdóttir Julien elst upp á litlu veitingahúsi í franskri sveit. Töfraheimur eldhússins heillar hann og hann þráir ekkert heitar en að feta í fótspor listakokksins pabba síns. En faðirinn, sem burðast með sára reynslu úr fortíðinni, hefur aðrar og háleitari hugmyndir um framtíð sonarins. Ljúfsár og hjartnæm þroskasaga full af unaðslegri matargerð. 203 bls. Forlagið – JPV útgáfa E  ​ Úlfakreppa B.A. Paris Þýð.: Ingunn Snædal Livia er að verða fertug og fyrir dyrum stendur veislan sem hana hefur alltaf dreymt, til að bæta upp fyrir brúðkaupsveisluna sem aldrei varð. Hún er þó með leyndarmál sem hún þarf að segja Adam, en vill bíða fram yfir veisluna. Adam er líka með leyndarmál sem getur varla beðið. Segja frá / ekki segja frá? 336 bls. Drápa G  ​ Sunnudagsmatur og fleiri sögur Rómafólks Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Ritstj.: Sofiya Zahova, Ásdís R. Magnúsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir Bókmenntir Rómafólks og Sígauna eru nátengdar munnmælahefð og endurminningum og eru nánast óþekktar hérlendis. Þessi bók hefur að geyma sögur af ýmsu tagi eftir sex rithöfunda frá 20. og 21. öld: Ilonu Ferková, Jovan Nikolic, Jess Smith, Jorge Emilio Nedich, Jorge Nedich og Matéo Maximoff. Fróðlegur inngangur um bókmenntahefð Rómafólks fylgir þýðingunum. 290 bls. Háskólaútgáfan G  ​ Sögur Belkíns Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Aleksander Púshkín Þýð.: Rebekka Þráinsdóttir Ritstj.: Kristín Guðrún Jónsdóttir Sögur Belkíns er fyrsta prósaverkið sem Aleksander Púshkín lauk við. Brugðið er á leik með þekkt stef, s.s. rómantíska hetju, draugasöguna, hugljúfar ástir og óvænt endalok. Sögurnar eru fullar lífsgleði, glettni og umhyggju fyrir sögupersónum og höfðu sumar ófyrirséð áhrif á rússneskar bókmenntir. Inngangur um verkið og þýðingasögu sagnanna fylgir þýðingunni. 160 bls. Háskólaútgáfan D  ​ Sögur frá Sovétríkjunum Þýð.: Áslaug Agnarsdóttir Tuttugasta öldin var ekki síður merkilegt tímabil í sögu rússneskra bókmennta en sú nítjánda. Í þessa bók hefur Áslaug Agnarsdóttir þýtt nítján ólíkar sögur sem gefa fjölbreytta mynd af sovéskum bókmenntum allt frá byrjun aldarinnar og fram til fyrstu áranna eftir að Sovétríkin liðu undir lok. Höfundarnir eru allir í fremstu röð rússneskra rithöfunda og lýsa með ágætum daglegu lífi sovéskra borgara, sorgum þeirra og gleði og draumum um betra líf. 240 bls. Ugla E  ​ Tíkin Pilar Quintana Þýð.: Jón Hallur Stefánsson Damaris þráir það heitast að verða móðir en þrátt fyrir töfradrykki, smyrsl og helgiathafnir geta þau Rogelio ekki eignast barn. Þegar henni býðst að taka að sér tíkarhvolp grípur hún tækifærið feginshendi en tíkin lætur ekki temja sig frekar en náttúran. Áhrifamikil skáldsaga sem gerist í litlu þorpi við kólumbísku Kyrrahafsströndina. 134 bls. Angústúra 42 Skáldverk  ÞÝDD

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==