Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G  ​ Hugurinn einatt hleypur minn Kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur – Skáld- Guðnýjar - Guðný Árnadóttir Bókin geymir kvæði eftir austfirska skáldkonu sem fædd var fyrir 200 árum. Hún hafði það álit meðal samferðamanna sinna að hún hlaut heitið Skáld- Guðný. Lítið hefur áður birst af skáldskap hennar en hann varðveittist í handriti úr Hornafirði og hjá afkomendum hennar í Lóni en þar bjó hún síðustu ár sín. Ítarleg ritgerð um kveðskap hennar og æviferil eftir Helga Hallgrímsson og Rósu Þorsteinsdóttur fylgir kvæðunum. 180 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi E  ​ Innfirðir Tapio Koivukari Finnski verðlaunahöfundurinn Tapio Koivukari er löngu orðinn landsþekktur fyrir skáldsögur sínar. Hann bjó á Ísafirði í mörg ár og hefur þýtt fjölda íslenskra skáldverka yfir á finnsku. Ljóðabókin Innfirðir er fyrsta bókin sem Tapio skrifar á íslensku. Hér fjallar hann um kynni sín af Vestfjörðum og Íslandi ásamt ferðum um aðra heimshluta uns hann staðnæmist í heimahögum á vesturströnd Finnlands. Í bókarlok ferðumst við síðan með skáldinu um innfirði hugans. 128 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G  ​ Innræti Arndís Þórarinsdóttir Margræð og ísmeygileg ljóð um þau ólíku hlutverk sem kona gegnir í lífinu og bregða í senn ljósi á hversdaginn og snúa upp á hann. Arndís Þórarinsdóttir, sem kunn er fyrir barnabækur sínar, hlaut sérstaka viðurkenningu í samkeppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör 2019. „Innræti er dásamleg ljóðabók – uppfull af ást, húmor, ótta og smá kvíða. Ég get ómögulega mælt nógsamlega með henni.“ Katrín Lilja/Lestrarklefinn. 58 bls. Forlagið – Mál og menning E  ​ Jarðvegur Rebekka Sif Stefánsdóttir Jarðvegur er fyrsta ljóðabók Rebekku Sifjar (f. 1992). Verkið er samfelld frásögn þar sem tekist er á við erfið málefni, sorg, missi og sársauka. Áður hafa sögur eftir hana birst í smásagnasafninu Möndulhalla og öðrum safnritum Blekfjelagsins en Rebekka starfar einnig sem söngkona og lagahöfundur. 70 bls. Blekfélagið, félag meistaranema í ritlist G  ​ Kyrralífsmyndir Linda Vilhjálmsdóttir Kyrralífsmyndir Lindu Vilhjálmsdóttur eru ljóð ort í kófinu sem lagðist yfir samfélagið á útmánuðum 2020, þegar allt breyttist skyndilega: Kunnuglegir hlutir urðu framandi, eðlileg samskipti lögðust nánast af og óttinn náði undirtökum. Ljóð Lindu eru meitlaðar svipmyndir úr þessu sérkennilega andrúmslofti og ljósmyndir hennar magna áhrifin enn frekar. 60 bls. Forlagið – Mál og menning G  ​ Havana María Ramos Ljóðmælanda dreymir um að losna undan þyngdarafli fjölskyldunnar og feta sinn eigin veg. En leyndarmál erfast mann fram af manni líkt og búslóðir. Það ósagða bergmálar innan veggja bókarinnar á meðan ljóðmælandi leitar svara og mögulegri leið út og burt – ef slíkur staður er yfir höfuð til. 72 bls. Partus forlag E  ​ Heimaslátrun Davíð Hörgdal Stefánsson Heimaslátrun er fjórða ljóðabók Davíðs og sú fyrsta í 17 ár. Bókin hefst á samnefndum ljóðabálki um samfélag og slátrunaraðferðir, en í síðari hlutanum eru gömul ljóð og ný undir heitinu Vögguvísur og krepptir hnefar. ég hugsa og það er hættulegt ég borða og hlæ til að þurfa ekki að hugsa til að geta borðað holdið kálfshöfuð er ansi þungt í maga 98 bls. Nykur E  ​ helgustur Garibaldi helgustur fjallar um ævi manns sem lendir á glapstigum sem barn og er sendur í sveit á nokkra bæi þar sem margvíslegt ofbeldi er allsráðandi. Kynferðisofbeldið brenglar hugmyndir hans um tengsl kynjanna og lífið almennt eru allbrenglaðar. 104 bls. LEÓ Bókaútgáfa E  ​ Hermdu mér – naflaskoðunarkveðskapur Ragnar H. Blöndal Hér segir af barni sem notaði ímyndunaraflið til að komast annað slagið inn í heim sem því þótti betri en sá sem boðið var upp á. Hér segir ennfremur af upplifunum manns í tveimur heimum: Öðrum sem á sér rætur í kvikmyndum og skáldsögum en hinum af holdi og blóði. Brennt barn verður áfram brennt barn þótt það eldist. 74 bls. Hringaná ehf. G  ​ Hetjusögur Kristín Svava Tómasdóttir Ljóðin í bókinni eru ort upp úr ritinu Íslenskar ljósmæður I-III sem séra Sveinn Víkingur bjó til prentunar og kom út hjá Kvöldvökuútgáfunni á Akureyri 1962–1964. Þar eru prentaðir æviþættir og endurminningar 100 ljósmæðra. Hetjusögur er fjórða ljóðabók Kristínar Svövu sem er sagnfræðingur, fædd í Reykjavík árið 1985. 114 bls. Benedikt bókaútgáfa 46 Ljóð og leikrit

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==