Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E  ​ Loftskeyti Sigrún Björnsdóttir Loftskeyti er fjórða ljóðabók Sigrúnar Björnsdóttur (f. 1956) en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Næturfæðing (2002), Blóðeyjar (2007) og Höfuðbending (2014). Í Loftskeytum skoðar hún mörk merkingar, dulmálslykla og áhrif skeytasendinga í fortíð og nútíð, áhrif sem verða kannski aldrei skilin til fulls. 55 bls. Blekfélagið, félag meistaranema í ritlist G  ​ Óstöðvandi skilaboð Ásdís Óladóttir Rödd Ásdísar er einstök í ljóðaheiminum. Ljóðin eru í senn frumleg, heit og litrík. 39 bls. Veröld E  ​ Ráf í Reykjavík Kristrún Guðmundsdóttir Ljóðin eru tilbrigði við smásögu Ástu Sigurðardóttur Gatan í rigningu. Í aðalhlutverki er ráfandi götustelpa og í sólskini er hún glöð og þakklát fyrir lífið. Ljóðin eru óræð og lúmsk og reyna að koma á reglu í óreglu. „The femme fatale“ lifir góðu lífi í Reykjavík dagsins í dag og ráfar um götur í leit að festu. 52 bls. Espólín forlag E  ​ Rigmarole and Flies Theodóra Thoroddsen og Jón Thoroddsen Þýð.: Christopher Crocker Rigmarole and Flies er fyrsta enska þýðingin á Þulum Theodóru Thoroddsen og Flugum Jóns Thoroddsen. Ármann Jakobsson ritar formála og Christopher Crocker, þýðandi bókarinnar, inngang. Þulur (1916) Theodóru hafa fyrir löngu fest sig í sessi í íslenskum bókmenntum og menningu. Flugur Jóns komu út árið 1922, ekki löngu fyrir ótímabært andlát hans í Kaupmannahöfn, og er fyrsta útgefna ljóðabókin á íslensku í óbundnu máli. 59 bls. Hin kindin G  ​ Rætur og þang Karlína Friðbjörg Hólm Hér birtist lesendum fyrsta bók Köllu sem hefur fengist við ljóðagerð og myndlist frá unga aldri. Bókinni er skipt í sjö kafla og ljóðin eru fjölbreytt að formi og efnistökum, fjalla meðal annars um árstíðirnar, trú, ást og kærleika, sorg og söknuð og mörg ljóðanna eru með heimspekilegu ívafi. Þá eru í sérstökum kafla ljóð sem helguð eru æskubyggðinni, Seyðisfirði. Myndir af nokkrum málverkum höfundar fylgja ljóðunum. 98 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi D  ​ Látra-Björg Helgi Jónsson Látra–Björg var kraftaskáld, sjómaður, fökkukona – goðsögn í lifanda líf og ráðgáta eftir að hún lést á vergangi í Móðuharðindunum. Samtíðarmenn hennar óttuðust hana. Með kvæðum sínum var hún sögð geta futt til fjöll, laðað að sér fsk og deytt menn eða fært þeim gæfu. Í þessari bók eru saman komin öll helstu kvæði Látra–Bjargar og um leið skýringar Helga Jónssonar frá Þverá í Dalsmynni og samantekt hans á æviferli hennar.Í sérstökum viðauka er svo að fnna Látrabréfð, eina varðveitta prósatextinn eftir Látra–Björgu, sagður hafa fundist á skemmuvegg á Látrum árið 1740. 128 bls. Bókaútgáfan Hólar G  ​ Les birki Kari Ósk Grétudóttir Les birki er fyrsta ljóðabók Kari sem áður hefur sent frá sér leikritið Karma fyrir fugla ásamt Kristínu Eiríksdóttur. þegar gagnkrafturinn togar í þig / þá er röddin reipi / og í byrjun sumars / lesum við birki / fyllum koddaverin / safaríkum laufum 48 bls. Partus forlag D  ​ Ljóð 2010–2015 Þórdís Gísladóttir Formáli: Úlfhildur Dagsdóttir Ljóð 2010–2015 hefur að geyma þrjár fyrstu ljóðabækur Þórdísar Gísladóttur, sem hafa lengi verið ófáanlegar. Þetta eru bækurnar Leyndarmál annarra (2010) sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, Velúr (2014) sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Tilfinningarök (2015). Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur ritar formála. 176 bls. Benedikt bókaútgáfa D  ​ Ljóð og Ljóð Sigurður Guðmundsson Ljóð og Ljóð er heildarsafn ljóða Sigurðar Guðmundssonar. Ljóðin birtust upphaflega í ýmsum ritum og spanna um hálfrar aldar tímabil, þau nýjustu nú frumbirt. Ljóð Sigurðar bera höfundi sínum skýrt vitni. Lesandinn er leiddur að hugmyndum og kenndum sem hann man ekki eftir að hafa kynnst fyrr. Ljóðin kveikja á perum og lokka lesandann með sér í andlegt fútt. 152 bls. Crymogea D  ​ Ljóðasafn Kristín Ómarsdóttir Þetta safn geymir fyrstu átta ljóðabækur Kristínar Ómarsdóttur sem flestar hafa verið ófáanlegar um margra ára skeið. Bækurnar í safninu komu fyrst út á árunum 1987–2017 og hafa tryggt Kristínu stöðu meðal virtustu skálda þjóðarinnar. Höfundur ritar eftirmála. 464 bls. Partus forlag 47 Ljóð og leikrit

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==