Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G  ​ Spegilsjónir Guðrún Hannesdóttir Spegilsjónir er ofin af látlausu og meitluðu máli og myndum – vefur þungrar alvöru og sárs gamans. Ljóðheimur Guðrúnar er ósvikinn og knýjandi, en á sama tíma uppfullur af húmor og lífsgleði, og minnir okkur á að staldra við það smáa á meðan við getum. 64 bls. Partus forlag D  ​ Staldraðu við Ólafur F. Magnússon Ljóðabókin og geisladiskurinn „Staldraðu við“ eftir Ólaf F. Magnússon, lækni og fv. borgarstjóra er önnur ljóðabók hans. Í bókinni eru 156 ljóð ort á tímabilinu 2014–2020 og með bókinni fylgir 12 laga geisladiskur, þar af 9 lög sem ekki hafa verið útgefin áður. Ljóðin fjalla um „fegurð og fljóðin,“ „ fjallkonu Íslands og tilveruna alla,“ „mannanna lesti,“ „vináttu, kærleik og dyggð,“ „ljúfmennsku, hamingju og bjartsýni,“ eins og segir í titilljóðinu „Staldraðu við.“ 130 bls. Skrudda D  ​ Stund um stund Jóhann Kristjánsson Stund um stund er þriðja ljóðabók höfundar og samanstendur af tveimur prósum og fimmtíu og tveimur ljóðum. Í bókinni veltir Jóhann fyrir sér tilbrigðum hversdagsins á sinn persónulega hátt. Ljóðin eru skrifuð í hefðbundnu og frjálsu ljóðaformi, ætlað að rjúfa eril hversdagsins og fá lesendur til að staldra við, stund um stund. 79 bls. Xirena ehf G  ​ Takk Gunnar Þorsteinn Halldórsson Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar, afar sérstæð að uppbyggingu og efnistökum. Ljóðin eru af öllu tagi; ort í gamni og alvöru um ýmsar hliðar mannlífs og jarðar; ást og trega, umhverfi og trú. Með hliðsjón af mikilli fjölbreytni í háttum og formi auk ótal vísana til þekktra ljóða og skálda, má segja að bókin sé einskonar óður til íslenskrar ljóðlistar. 79 bls. Kolfreyja ehf. G  ​ Taugaboð á háspennulínu Arndís Lóa Magnúsdóttir Fyrir verkið fékk skáldið Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Ljóðabókin er tvískipt. Fyrri hlutinn segir frá sambandi ómálga barns og eldri manneskju sem er að tapa málinu. Í seinni hlutanum skoðar ljóðmælandi umhverfi sitt og þrár í gegnum vísindalegar skýringar á náttúrinni. Ljóð um tjáningu og einangrun með lifandi myndum og marglaga tengingum sem koma á óvart. 54 bls. Una útgáfuhús E  ​ Röntgensól Kristian Guttesen Röntgensól er tólfta ljóðabók Kristians Guttesen. Hún fjallar um ást, tengsl og rafeindaheila. Áður hefur Kristian gefið út ljóðaúrval og skáldsöguþýðingu en fyrir hana var hann tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2007. Verk Kristians hafa m.a. verið þýdd á ensku og úkraínsku. 83 bls. Bókaútgáfan Deus E  ​ Segðu það steininum Jóhanna Steingrímsdóttir Úrval ljóða Jóhönnu Álfheiðar Steingrímsdóttur (1920–2002), gefið út á aldarafmæli skáldsins. Jóhanna sem var húsfreyja í Aðaldal sendi frá sér 14 bækur, stjórnaði útvarpsþáttum og stóð framarlega í baráttunni gegn virkjunaráformum í Laxá. Ljóðin sem hér birtast eru bundin og óbundin, og efnið af ýmsum toga. Ragnar Ingi Aðalsteinsson segir um kveðskap Jóhönnu: „Bragurinn leikur í höndum hennar, orðgnótt og nákvæmni í orðavali einkenna kvæðin, orðaröðin, sem er oft grundvallaratriði í hefðbundnum ljóðum, vitnar um smekkvísi og virðingu fyrir ljóðahefðinni.“ 88 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G  ​ Skáldaleyfi Sigmundur Ernir Rúnarsson Um þessar mundir eru fjörutíu ár síðan Sigmundur Ernir sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók en þær eru nú orðnar þrettán. Í Skáldaleyfi sýnir hann og sannar að þrátt fyrir að ljóð hans séu nú þroskaðri, dýpri og meitlaðri er alltaf stutt í lífsþyrsta unga ljóðskáldið. 124 bls. Veröld D  ​ Skáldaskil Þorvaldur Gylfason Þríleikur í sex þáttum sem fjallar einkum um samskipti skáldvinanna Einars Benediktssonar og Þorsteins Gíslasonar. Verkið gerist á árunum 1896–1932 og við sögu koma ýmsir þekktir menn frá þessum árum auk þeirra Einars og Þorsteins: Valtýr Guðmundsson, Halldór Laxness, Þorvaldur Pálsson o.fl. Stórskemmtilegt verk sem varpar áhugaverðu ljós á íslenskt samfélag þessara ára. 256 bls. Skrudda G  ​ Sonur grafarans Brynjólfur Þorsteinsson Sonur grafarans á margt óuppgert þegar afturgöngurnar í kirkjugarðinum taka til máls. Í myrku andrúmi ljóðanna leynast óvæntar myndir, leikandi húmor og snjallar persónugervingar. Brynjólfur Þorsteinsson vakti verðskuldaða athygli og fékk góða dóma fyrir fyrstu ljóðabókina sína. Hann fylgir henni eftir með ljóðabálk um eftirlífið og drauga. 74 bls. Una útgáfuhús 48 Ljóð og leikrit

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==