Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Útkall á ögurstundu Óttar Sveinsson Mánuði eftir að Gjafar VE 300 flytur 430 manns frá Heimaey við upphaf eldgossins strandar hann í foráttubrimi við Grindavík. Áhöfnin berst upp á líf og dauða. Áratug síðar lendir eigandi bátsins og 14 manna áhöfn hans á Sæbjörgu VE 56 aftur í stórkostlegri lífshættu þegar báturinn strandar á Hornafirði. Útkallsbækurnar hafa nú í 27 ár verið eitt vinsælasta lesefni Íslendinga. 240 bls. Útkall ehf. G  ​ Vá! Ritgerðir um fagurfræði náttúrunnar Guðbjörg R. Jóhannesdóttir Hvers vegna segjum við: „Vá!“ frammi fyrir ægifögru landslagi? Hvað meinum við með því? Hvernig getum við rætt um slíka upplifun og þar með rökstutt verndun náttúrufegurðar? Í ritgerðunum í þessari bók er leitast við að svara þessum spurningum með greiningu á þeim upplifunum, hugtökum og orðræðu sem vekja þær. 180 bls. Háskólaútgáfan D  ​ Vegahandbókin Steindór Steindórsson Vegahandbókin er lykillinn að landinu og því frábær jólagjöf. Í máli, myndum og með kortum vísar bókin til vegar. Gildir þá einu hvort staðirnir koma fyrir í fornsögum, þjóðsögum eða sögu síðustu áratuga, sagan er rakin og sérkennum lýst. Bókin er líka í snjalltækjaútgáfu (Appi).Í henni er að finna alla þá staði sem eru í bókinni ásamt þúsundum þjónustuaðila um allt land.Ítarleg kort eru í bókinni af öllu vegkerfi landsins. Þá er í henni ítarlegur hálendiskafli og sérstök 24 síðan kortabók og fleira og fleira. 608 bls. Útkall ehf. A  ​ Verkefnastjórnun og verkfærið MS Project Eðvald Möller Verkefnastjórnun snýst um tíma- og kostnaðarstýringu, breytingastjórnun, fjármálastjórnun og mannauðsstjórnun. Verkefnastjóri þarf að vera gæddur ákveðnum kostum, ekki síst sterkum leiðtogahæfileikum, og geta náð fram því besta í fólki. Þessi bók hjálpar þér að verða betri verkefnastjóri og ná markmiðum þínum. Með því að lesa hana og leysa þau verkefni sem þar er að finna eykst skilningur þinn á faginu og færni í að nýta þér verkfæri verkefnastjórnunar. 298 bls. Háskólaútgáfan D  ​ Vestmannaeyjar Af fólki og fuglum og ýmsu fleiru Sigurgeir Jónsson Hér fjallar Sigurgeir um æskuslóðir sínar í byggðinni fyrir ofan hraun í Vestmannaeyjum og fólkið sem þar bjó, s.s. kynni sín af sérstæðum persónum eins og séra Halldóri Kolbeins, Nýju í Suðurgarði og Munda í Draumbæ. Eiinnig fjallar hann um eftirminnilega félaga á lífsleiðnni, t.d. Bjarnhéðin Elíasson, Sævar í Gröf, ÁSa í Bæ og Guðmund kantor. Óvenjulegt brúðkaupsferðalag þeirra hjóna, Sigurgeirs og Katrínar, ber á góma og jólahald á Kleppi, þar sem hann starfaði á námsárum sínum. Er þá fátt nefnt 250 bls. Bókaútgáfan Hólar G  ​ Tröllasaga tuttugustu aldarinnar Arthur R. Butz Fyrir tæpri hálfri öld, 1972, tók höfundur þessarar bókar, bandarískur háskólaprófessor í rafmagnsverkfræði og mikill áhugamaður um sögu seinni heimsstyrjaldarinnar, að velta fyrir sér: En hvað með þessa „Helför“? Heilar 6 milljónir manna myrtar á grimmilegan hátt í „gasklefum“…, er þetta nú ekki dálítið orðum aukið? Með vísindalegum vinnubrögðum hefst Arthur Butz handa við að rekja sig eftir atburðarás stríðsáranna en vísar jafnframt skjalafalsi, áróðri, ýkju- og skröksögummiskunnarlaust á bug og kemst loks að rökréttri niðurstöðu sinni í bókarlok. 556 bls. Betaíota G  ​ Tvímælis Heimspeki menntunar og skólakerfi nútímans Atli Harðarson Til hvers eru skólar? Geta yfirvöld stjórnað þeim? Bætir aukin skólaganga efnahagsleg kjör okkar? Gerir hún okkur að betri mönnum? Í þessari bók eru færð rök fyrir því að hugsunarleysi um spurningar sem þessar ali af sér afglöp í stjórn og uppbyggingu skólastarfs. 174 bls. Háskólaútgáfan E C Hljóðbók frá Storytel  ​ Undir yfirborðinu Norska laxeldisævintýrið – lærdómur fyrir Íslendinga? Kjersti Sandvik Þýð.: Magnús Þór Hafsteinsson Norsk stórfyrirtæki hasla sér nú völl í laxeldi á Íslandi og beita sömu eldisaðferðum hér og í Noregi. Í þessari bók segir norski blaðamaðurinn Kjersti Sandvik sögu norska laxeldisævintýrisins og lýsir kostum þess og göllum. Þetta er bók sem enginn áhugamaður um þjóðfélagsmál, atvinnulíf og hreina íslenska náttúru getur látið fram hjá sér fara. 398 bls. / H 8:31 klst. Ugla D  ​ Uppreisn Jóns Arasonar Ásgeir Jónsson Jón Arason hóf vopnaða uppreisn gegn Dönum 1548 með stuðningi Hamborgarmanna. Dr. Ásgeir Jónsson fer hér yfir ævintýralegt lífshlaup Jóns biskups og setur uppreisn hans í samhengi við átök Þjóðverja og Dana á þessum tíma. Hver hefðu örlög Íslands orðið hefði Jón sigrað eða samið við konung? Vildi hann koma landinu undir Þýskalandskeisara. Hvað kostuðu siðaskiptin Ísland? 144 bls. Almenna bókafélagið D  ​ Úr hugarheimi séra Matthíasar Gunnar Kristjánsson Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson setti ríkan svip á samtíma sinn. Matthías fylgdist vel með hugmyndafræðilegum hræringum erlendis. Í þessari fróðlegu bók er fjallað um áhrifavalda Matthíasar og staðnæmst m.a. við hina gróskumiklu hreyfingu guðfræðinga og bókmenntamanna á austurströnd Bandaríkjanna sem þekkt er undir heitinu „transendentalismi“. 300 bls. Ugla 70 Fræði og bækur almenns efnis

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==