Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi frá 1760 Hilma Gunnarsdóttir Í þessu vandaða riti er rakin saga lyfjagerðar og lyfsölu hér á landi í tvær og hálfa öld. Bókin er rituð í samstarfi Lyfjafræðingafélags Íslands, Háskóla Íslands og Lyfjafræðisafnsins, og veitir einstaka og oft og tíðum skemmtilega innsýn í fortíðina. Mikill fengur fyrir íslenska lyfjafræðinga og allt áhugafólk um heilbrigðis- og samfélagssögu. 334 bls. Forlagið – Iðunn D  ​ Þökk til þín Áslaug Björt Guðmundardóttir Þakklæti hefur stundum verið kallað uppspretta lífshamingjunnar. Margar leiðir eru færar til að auka tilfinningu þakklætis í daglegu lífi og læra að tjá það í orðum og verki. Í þessari fallegu verkefnabók finnur þú fjölbreyttar þakklætisæfingar og verkefni og getur skráð þína eigin þakklætisbók. Æfingarnar er hægt að iðka einn eða með öðrum, t.d. maka, vinum eða börnum. 143 bls. Áslaug Björt Guðmundardóttir D  ​ Öryggi þjóðar Sigurður E. Guðmundsson Í þessu riti fjallar Sigurður E. Guðmundsson (1932– 2019) um helstu þætti í sögu velferðarmála á Íslandi og nágrannalöndunum 1887–1947. Sigurður starfaði lengst af sem framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Bókin er mikilsvert og fróðlegt framlag til íslenskrar félags- og stjórnmálasögu. 496 bls. Hið íslenska bókmenntafélag D  ​ Íslenskir ræktunarhættir Yrkja vildi eg jörð Bjarni Guðmundsson Í bókinni segir frá íslenskum jarðræktarháttum. Fjallað er um vinnubrögð og verkfæri til ræktunar fóðurs fyrir búfé, sum séríslensk en önnur erlend, löguð að hérlendum aðstæðum. Bjarni Guðmundsson, fv. prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur áður skrifað um þróun landbúnaðarins, má þar nefna Íslenskir sláttuhættir og Íslenskir heyskaparhættir. 397 bls. Hið íslenska bókmenntafélag D  ​ Það sem ég hef lært Anna Lóa Ólafsdóttir Bókin Það sem ég hef lært er fyrsta bók Önnu Lóu Ólafsdóttur. Hún hefur s.l ár skrifað pistla og birt á netsíðu og Facebook undir nafninu Hamingjuhornið. Bókin, sem er bæði innihaldsrík og falleg, er byggð á þessum skrifum hennar en í henni fjallar Anna Lóa fjallar um hamingjuna, sorgina, ástina, sambönd, breytingar, sjálfstraust, kvíða ofl. 178 bls. Anna Lóa Ólafsdóttir D  ​ Þegar heimurinn lokaðist Petsamo-ferð Íslendinga 1940 Davíð Logi Sigurðsson Árið er 1940 og heimurinn er vígvöllur. Víða um lönd eru Íslendingar sem þrá að sigla heim en komast hvergi. Loks samþykkja Þjóðverjar og Bretar að senda megi skip til að sækja Íslendinga í einni ferð. – Þetta er sagan af fólkinu sem lagði í sögulega hættuför og sigldi út á haf þar sem tundurdufl og kafbátar leyndust. 320 bls. Sögur útgáfa G F  ​ Þegar karlar stranda - og leiðin í land Sirrý Arnardóttir Í bókinni er að finna viðtöl við karlmenn á ólíkum aldri og af ýmsu tagi sem eiga það allir sameiginlegt að hafa strandað í lífinu og upplifað verulega vanlíðan. Þeir gátu ekki unnið og voru við það að sökkva. En þeir gripu til aðgerða, fóru að vinna í sínum málum og komust í land. 215 bls. Veröld D  ​ Þjóð gegn sjálfsvígum Sjálfsvígsfræði WilhelmNorðfjörð Árlega eiga sér stað 30-50 sjálfsvíg á Íslandi og að auki reyna margir að svipta sig lífi. Þetta er ástand sem ekki er hægt að una við. Fækkun sjálfsvíga krefst samstöðu þjóðar og fræðslu um málefnið. Um það fjallar þessi bók. Sjálfsvígsatferli, sjálfsvígsaðferðum og áhættuþáttum sjálfsvíga eru gerð skil og fjallað um kenningar, rannsóknir og meðferðarleiðir ásamt tölulegum upplýsingum um sjálfsvíg. Lögð er áhersla á umfjöllun um fyrirbyggjandi aðgerðir. 160 bls. Bókaútgáfan Sæmundur 71 Fræði og bækur almenns efnis

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==