Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Dýrin í skóginum – Litað með vatni! Fræðandi töfralitabók og afþreying um dýrin fyrir listræn börn Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Í þessari fræðandi töfralitabók geturðu framkallað litríkar dýramyndir, aðeins með því að strjúka vatni yfir þær. Þegar þær þorna er hægt að lita þær aftur og aftur. Góð bók fyrir börn frá þriggja ára aldri. 56 bls. Setberg D I  ​ Fánar – Límmiðabók Fræðandi límmiðabók með fánum Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Lærðu að þekkja alla þjóðfána heims með því að líma þá á rétta staði á kortinu. Hér er um fleiri en 190 fána að velja. Góð og fræðandi afþreying fyrir börn á öllum aldri. 24 bls. Setberg G  ​ 101 Austurland Gönguleiðir fyrir alla Skúli Júlíusson Nákvæmar og myndskreyttar lýsingar á skemmtilegum gönguleiðum á Austurlandi sem henta fyrir alla fjölskylduna. Í bókinni eru kort, upplýsingar um hækkun, göngutíma, vegalengd, gps-hnit og allt sem göngufólk þarf að vita áður en lagt er af stað. Skúli Júlíusson hefur starfað sem fjallaleiðsögumaður á Austurlandi frá árinu 2009. 221 bls. Bókstafur D  ​ Hrein karfa Kjartan Atli Kjartansson Lifandi og skemmtileg bók, stútfull af myndum, fyrir allt áhugafólk um körfubolta. NBA-deildinni eru gerð góð skil sem og íslenskum körfubolta. Ungir iðkendur fá ráð frá besta körfuboltafólki þjóðarinnar fyrr og síðar. Kjartan Atli er umsjónarmaður Domino’s körfuboltakvölds sem fékk Edduverðlaunin sem sjónvarpsefni ársins 2019. 160 bls. Sögur útgáfa E  ​ Hvað veistu um fótbolta? Gauti Eiríksson Frábær spurningabók fyrir alla þá sem hafa áhuga á fótbolta. Spurningunum er skipt í þrjá flokka: léttar, miðlungs og erfiðar spurningar. Fjölmargar ljósmyndir prýða bókina. 84 bls. Óðinsauga útgáfa Útivist, tómstundir og íþróttir D I  ​ 100 Drekaskutlur – Brjóttu blað og fljúgðu af stað Einstaklega litrík skutlubók Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Hér færðu tækifæri til að koma þér upp eigin flugflota og senda á loft ógnvekjandi her eldspúandi drekaflauga til árása á óvininn. Þú getur valið um 100 síður sem auðvelt er að losa úr bókinni og brjóta saman í skutlur. Bók fyrir krakka á öllum aldri. 108 bls. Setberg G F  ​ Bandaríkin hjóluð Jón Guðmundsson Frá Janúar til Mars 2020 hjólaði ég þvert yfir Bandaríkin frá Flórida til Californiu. Leið sem er kölluð The Southern Tier. Ég lenti í allskonar ævintýrum á leiðinni. Bókin er með myndum af náttúrunni teknar á leiðinni. 192 bls. Jón Eggert Guðmundsson D  ​ Bókapakki – Leikum og lærum 4 afþreyingarbækur saman í pakka Þýð.: Baldur Snær Ólafsson 4 frábærar bækur til að læra og ná árangri með leik og skemmtilegum verkefnum. Bækurnar sem eru í pakkanum eru eftirfarandi: 100 Drekaskutlur, Frádráttur, Samlagning og Litli ferðafélaginn. Góðar afþreyingarbækur fyrir börn frá fjögurra ára aldri. Setberg D  ​ Bókapakki – Leikum og lærum 4 afþreyingarbækur saman í pakka Þýð.: Baldur Snær Ólafsson 4 frábærar bækur til að læra og ná árangri með leik og skemmtilegum verkefnum. Bækurnar sem eru í pakkanum eru eftirfarandi: Spádómsgoggar, Frádráttur, Samlagning og Litli ferðafélaginn. Góðar afþreyingarbækur fyrir börn frá fjögurra ára aldri. Setberg 72

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==