Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Prjónað á mig og mína Lene Holme Samsøe Þýð.: Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir Fjölbreyttar og fallegar prjónaflíkur fyrir konur og 1–12 ára krakka. Í bókinni eru 40 uppskriftir, m.a. af sléttprjónuðum peysum og peysum með laufamunstri og lögð er áhersla á að frágangurinn taki sem minnstan tíma. Áður hafa komið út bækurnar Prjónað af ást og Prjónastund eftir sama höfund og notið mikilla vinsælda hér á landi. 193 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell D  ​ Sá stóri, sá missti og sá landaði Sigurður Héðinn Myndir: Sigurður Héðinn Myndskr.: Sól Hilmarsdóttir Bók fyrir allt áhugafólk um laxveiði, bæði byrjendur og lengra komna. Sigurður Héðinn, hinn landsþekkti veiðimaður, fer nákvæmlega yfir hvernig stórlaxinn tekur fluguna og skoðar líka veiðitækni og veiðigræjur. Að sjálfsögðu fylgja fjölmargar veiðisögur auk þess sem í bókinni er stórglæsilegur flugukafli, með bæði uppskriftum og myndum. 146 bls. Drápa G F  ​ Strandvegagangan: Ferðabók Jóns Eggerts og Sigfúsar Jón Guðmundsson og Sigfús Austfjörð Sumrin 2005 og 2006 gekk Jón Eggert Guðmundsson Strandvegahringinn í kringum ísland alls 3446 km hring sem er lengsti hringur sem hægt er að fara á þjóðvegum merktum frá vegagerð ríkissins. Þetta hefur aldrey verið gert áður. Þetta er ferðasaga skrifuð af Sigfúsi Austfjörð sem var bílstjóri Jóns. 162 bls. Jón Eggert Guðmundsson G  ​ UNA prjónabók hlýtt og mjúkt fyrir börn, fullorðna og hunda Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Þessi undurfagra prjónabók er samstarfsverkefni vinkvennanna Sjafnar og Sölku Sólar. Sjöfn hefur prjónað allt sitt líf en Salka tók fyrst upp prjónana fyrir um ári. Þær ákváðu að prjóna saman eina flík, sem varð að heilli línu – sem varð svo að þessari fallegu bók. Einkar hentug fyrir algjöra byrjendur en reynsluprjónarar verða ekki sviknir, ónei! 160 bls. Sögur útgáfa G  ​ Þjálffræði Asbjørn Gjerset, Per Holmstad, Truls Raastad, Kjell Haugen og Rune Giske Þýð.: Anna Dóra Antonsdóttir Bókin fjallar um ýmsar hliðar líkamsþjálfunar og er undirstöðurit í íþróttafræðum. Hún er ætluð fyrir nám á íþróttabrautum framhaldsskóla og sem kennsluefni í þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar. Hún er unnin í nánu samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. 589 bls. IÐNÚ útgáfa D  ​ Íslensk knattspyrna 2020 Víðir Sigurðsson Ómissandi bók í safn alls knattspyrnuáhugafólks. Allt frá árinu 1981 hefur Víðir Sigurðsson haldið úti gríðarlegri heimildavinnu um íslenska knattspyrnu. Sú vinna hefur nú skilað sér í 40 bókum á 40 árum og er ljóst að þetta stórkostlega afrek Víðis á sér enga hliðstæðu. Hér má finna allt um íslenska knattspyrnu árið 2020, auk fjölda glæsilegra ljósmynda. 272 bls. Sögur útgáfa D  ​ Íslenskir vettlingar 25 nýjar útfærslur á gömlummynstrum Guðrún Hannele Henttinen Myndir: Gígja Einarsdóttir Uppskriftirnar í þessari bók eru nýjar útfærslur á vettlingum frá 19. og 20. öld sem varðveittir eru á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Áhersla er lögð á að hafa úrvalið fjölbreytt, bæði í mynsturgerð og prjóntækni, svo hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Bókin er einnig fáanleg í enskri þýðingu. 272 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell D  ​ Liverpool Flottasti klúbbur í heimi Illugi Jökulsson Liverpool hafði ekki unnið meistaratitilinn í 30 ár. Aðdáendur voru orðnir vonlitlir en þá kom Þjóðverjinn Jürgen Klopp til skjalanna og setti á nokkrum árum saman eitt öflugasta fótboltalið sögunnar. Hér segir frá öllum stjörnunum sem tóku þátt í hinni mögnuðu sigurgöngu og jafnframt gömlum hetjum. Liverpool er sannarlega „meira en bara fótboltalið“. 64 bls. Sögur útgáfa D I  ​ Órigamí – Japönsk pappírslist 100 skrautblöð og 5 formgerðir Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Í bókinni eru 100 blöð sem auðvelt er að losa og brjóta saman í fíngerð órigamí pappírslíkön. Einfaldar leiðbeiningar með skýringarmyndum sýna hvernig hægt er að breyta þessum litríku og skrautlegu blöðum í falleg listaverk. Góð afþreying fyrir alla. 102 bls. Setberg G  ​ Prjónadagbókin mín Bylgja Borgþórsdóttir og Esther Ösp Gunnarsdóttir Prjónadagbókin mín er persónuleg og falleg prjónaminningabók. Í bókina getur þú skráð þín prjónaverk á skemmtilegan hátt og búið til fallega og hagnýta skráningu á þeirri miklu vinnu og ást sem lögð er í hvert verk. 124 bls. Gjallarhorn 73 Útivist, tómstundir og íþróttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==