Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Séreignarsparnaður Í árslok 2020 var séreignarsparnaður LV ávaxtaður í fjórum fjárfestingarleiðum. Ævileiðir I, II og III eru fyrir samninga sem stofnað var til frá og með 1. júlí 2017 og Verðbréfaleið er fyrir samninga sem stofnað var til fyrir 1. júlí 2017. Ævileiðirnar bjóða upp á sveigjanlegra val milli fjárfestingarleiða með tilliti til áhættu og væntrar ávöxtunar sem og sjálfvirkan flutning milli leiða eftir aldri. Flutningur milli fjárfestingarleiða Hægt er að flytja sparnað úr Verðbréfaleið yfir í Ævileiðirnar. Einnig er hægt að flytja sparnað milli Ævileiða. Lífeyrisgreiðslur Lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild námu alls 1.002 milljónum króna en voru 684 milljónir árið 2019. Þar af námu greiðslur vegna tímabundinnar heim- ildar til ráðstöfunar hluta af séreignariðgjöldum inn á höfuðstól íbúðalána 352 milljónum til 958 sjóðfélaga samanborið við 317 milljónir til 944 sjóðfélaga árið 2019. Þá námu greiðslur vegna Covid-19 369 millj- ónum til 573 sjóðfélaga. Inneignir og iðgjöld Inneignir séreignardeilda námu 21.688 milljónum í árslok 2020 en voru 18.060 milljónir árið áður. Alls áttu 49.887 sjóðfélagar inneignir samanborið við 47.350 í árslok 2019. Iðgjöld til séreignardeildar námu 2.100 milljónum á árinu 2020 samanborið við 2.030 milljónir árið 2019. Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán Þeir sem greiða í séreignarsjóð geta nýtt inneign sína skattfrjálst upp að ákveðinni fjárhæð til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Heimildin tók upphaflega gildi 1. júlí 2014, en hefur nú verið framlengd til 30. júní 2021. Þeir sem ekki búa í eigin húsnæði en afla sér þess fyrir 30. júní 2021 eiga rétt á að nota séreignar- sparnaðinn skattfrjálst sem myndast hefur á sama tímabili og að ofan greinir til kaupa á íbúðarhúsnæði. Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð Með lögunum eru sett á fót húsnæðissparnaðarúr- ræði sem tóku gildi 1. júlí 2017. Þeim sem eru að kaupa/byggja sér íbúðarhúsnæði í fyrsta skipti er heimilt annars vegar að nýta uppsafnaðan sér- eignarsparnað frá júlí 2014 til útborgunar á fyrstu íbúðarkaupum og hins vegar að nýta greidd iðgjöld mánaðarlega inn á lán. Ákveðið hámark er á árlegri fjárhæð og getur úttektartímabilið, annað hvort með útborgun og/eða greiðslu inn á lán, staðið samtals í tíu ár samfellt. Séreignardeild í milljónum króna 2020 2019 Breyting % Iðgjöld 2.100 2.030 3 Lífeyrisgreiðslur 1.002 684 46 Inneignir í árslok 21.688 18.060 20 Fjöldi með inneignir 49.887 47.350 5 Um Verðbréfaleið Fjárfestingarstefna Verðbréfaleiðar endurspeglast af fjárfestingarstefnu sameignardeildar lífeyrissjóðsins. Hrein ávöxtun Verðbréfaleiðar á árinu 2020 var 14,7% sem svarar til 10,8% raunávöxtunar. Meðalraun- ávöxtun síðustu fimm ára er 6,2% og síðustu tíu ára 6,7%. Um Ævileiðirnar Fjárfestingarstefna Ævileiða byggir á eignaflokkum sem gera má ráð fyrir að hafi mismikla vænta ávöxtun og áhættu. Til að draga úr áhættu og sveiflum í ávöxtun eignasafna eru þau blönduð og vel dreifð milli eignaflokka. Markmið með mismunandi eignasam- setningu milli Ævileiðanna er að mæta ólíkum þörfum sjóðfélaga, svo sem eftir aldri og áhættuþoli. Við val á fjárfestingarleið er því meðal annars ráðlagt að huga að því hve langt er í útgreiðslu, hver eignastaða sjóð- félagans er og hvert viðhorf sé til áhættu. Ólíkum fjár- festingarstefnum Ævileiða er ætlað að endurspegla þessa þætti, þar sem dregið er úr áhættu eftir því sem nær dregur úttekt sparnaðarins. 19

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==