Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 leiðbeiningar um stjórnarhætti. Eðlilegt er að stefnan nái til launa og annarra starfskjara for- stjóra, framkvæmdastjóra, eftir atvikum ann- arra æðstu stjórnenda og stjórnarmanna þess. d) Lögð er áhersla á að starfskjarastefna og for- sendur hennar séu kynntar fyrir hluthöfum tímanlega fyrir aðalfund þannig að hluthafar geti tekið upplýsta afstöðu til stefnunnar. e) Ef kjör byggja að einhverju leyti á breytilegum greiðslum skulu þær byggja á efnislegu mati stjórnar/starfskjaranefndar og hafa skýran rekstrarlegan tilgang. LV leggur í þessu sam- bandi áherslu á að ef starfskjör eru árangurs- tengd í formi kaupauka (breytileg kjör, annað en föst laun), sé þess gætt að bein tengsl séu á milli langtímamarkmiða félagsins í þágu hluthafa annars vegar og þeirra stjórnenda sem njóta breytilegra kjara hins vegar. Réttur til árangurstengdra launa byggi á viðmiðum til lengri tíma og sé með þeim hætti að sem minnst hætta sé á að sértækir hagsmunir eða skammtímasjónarmið hafi áhrif á þau kjör. 6. Áherslur varðandi hlutverk stjórnar félags a) LV leggur áherslu á að stjórn starfi í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti og setji sér starfsreglur sem hún yfirfer reglulega. b) LV telur mikilvægt að stjórn útlisti í reglum félags með hvaða hætti verkaskiptingu stjórnar og forstjóra er háttað og skilgreini valdheimildir hans, m.a. með hliðsjón af reglum félagaréttar. c) LV telur mikilvægt að stjórn hafi ætíð lang- tímahagsmuni félagsins að leiðarljósi í ákvarðanatöku sinni. d) LV telur mikilvægt að stjórn taki virkan þátt í stefnumótun félags og stuðli að virku innra eftirliti og áhættustjórnun. e) LV telur mikilvægt að stjórn meti eigin störf árlega með árangursmati ásamt því að meta störf forstjóra og undirnefnda stjórnar. f) LV væntir þess, ef við á, að undirnefndum stjórnar séu settar starfsreglur sem stjórn samþykkir og að stjórn sé haldið upplýstri um störf undirnefnda. g) LV væntir þess að stjórn sjái til þess að félagið birti fullnægjandi upplýsingar um stjórnar- hætti sína. h) Með hliðsjón af hagsmunum hluthafa leggur LV áherslu á að stjórn tryggi sem best að félag sinni upplýsingagjöf til markaðarins í samræmi við lög og innlend og erlend viðmið (e. best praxis). Með því er stuðlað að því að fá betri kjör á fjármögnun félagsins sem styður við samkeppnisstöðu þess og rekstur og þar með langtímahagsmuni haghafa félagsins. c) Áhersla er lögð á að meirihluti stjórnarmanna sé óháður stjórnendum félagsins og að meiri- hluti þeirra sé óháður félaginu. Við mat á óhæði gagnvart félaginu er litið til viðmiða sem settar eru fram í leiðbeiningum um stjórnarhætti 1 . d) LV styður fyrirkomulag sem byggir á því að stjórnarmenn séu kosnir beinni kosningu á hluthafafundi. e) LV styður fyrirkomulag sem tryggir að stjórn- armenn séu kosnir árlega. f) LV telur æskilegt að kosning til stjórnar fari að jafnaði fram á grundvelli almennra reglna hlutafélagalaga, þ.e. með meirihlutakosningu, eða öðrum þeim hætti sem mælt er fyrir um í samþykktum viðkomandi félags. LV áskilur sér þó rétt til að krefjast margfeldiskosningar einn sér eða ásamt öðrum hluthöfum ef sjóðurinn telur að ekki sé tekið eðlilegt tillit til sjónar- miða hans varðandi fyrirhugað stjórnarkjör. g) LV leggur áherslu á að fjöldi stjórnarmanna sé hæfilegur með hliðsjón af eðli félags og um- fangi rekstrar þess. h) Ef tilnefningarnefnd félags kemur að gerð tillagna um samsetningu stjórnar leggur LV áherslu á eftirfarandi atriði auk þeirra atriða sem koma fram í hluthafastefnu þessari, m.a. 3. og 4. gr.: i) að eignarhlutur og atkvæðavægi hluthafa endurspeglist með eðlilegum hætti í sam- setningu stjórnar félags ii) að skipan og starf tilnefningarnefndar takið mið af gildandi leiðbeiningum um stjórnar- hætti fyrirtækja 2 , meðal annars varðandi óhæði, verklag og að kosið skuli um til- löguna á hluthafafundi a) að einstaka hluthafar eða hópur hluthafa gæti þess að hafa hvorki með beinum eða óbeinum hætti áhrif á störf nefndarinnar umfram það sem leiðir með eðlilegum hætti af vægi eignar- hlutar í viðkomandi félagi. 5. Stjórnarlaun og starfskjarastefna a) Við ákvörðun um endurgjald fyrir stjórnarsetu skal taka eðlilegt tillit til umfangs og eðlis rekstrar, ábyrgðar og vinnuframlags. b) Upplýsingar um starfskjarastefnu og fram- kvæmd hennar skulu vera fjárfestum vel að- gengilegar. c) Starfskjarastefna er á ábyrgð stjórnar félags. Hún skal sett í samræmi við ákvæði laga og 1 Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins – Nú 5. útgáfa. 2 Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum at- vinnulífsins – Nú 5. útgáfa. 38

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==