Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 f) Ef LV telur að félag bregðist ekki við ábend- ingum eða athugasemdum sjóðsins með ásættanlegum hætti mun hann gera grein fyrir afstöðu sinni á hluthafafundum eða eftir at- vikum með öðrum hætti. g) LV beitir ekki áhrifum sínum beint gagnvart þeim stjórnarmanni sem sjóðurinn kann að styðja í krafti eignarhalds sjóðsins. Sjóðurinn áskilur sér þó rétt til að kynna viðkomandi stjórnarmanni og eftir atvikum öðrum stjórn- armönnum afstöðu sína til stjórnarhátta og annarra atriða sem varða þróun og viðgang félagsins. h) LV kemur sem hluthafi ekki að einstökum rekstrarákvörðunum eða stefnumótandi ákvörðunum stjórnar félags, nema eftir eðli máls á vettvangi hluthafafundar. i) Í félögum þar sem til staðar er öflugur kjöl- festufjárfestir, eða hópur fjárfesta sem móta sameiginlega afstöðu til stefnumótunar og rekstrar félags, leggur LV áherslu á að til grundvallar stefnumarkandi ákvörðunum og rekstrarákvörðunum sé gætt eðlilegra hags- muna allra hluthafa. Samskipti LV við stjórnir, stjórnendur og aðra hluthafa 7. Samskipti við stjórn, stjórnendur og aðra hluthafa félags a) LV telur mikilvægt að sjálfstæði stjórnar- manna í störfum þeirra sé virt sem og þagnar- og trúnaðarskylda sem á þeim hvílir. b) Áhersla er lögð á að gæta að reglum um meðferð innherjaupplýsinga í samskiptum við stjórn og stjórnendur félags. c) LV leggur áherslu á að í samskiptum sé gætt þeirra sjónarmiða sem samkeppnislög og virk samkeppni byggja á. d) LV kynnir hluthafastefnu sína um stjórnar- hætti og eftir atvikum aðrar áherslur varðandi afstöðu LV sem eiganda, fyrir þeim félögum sem hann fjárfestir í. e) Ef tilefni er til á LV bein samskipti við stjórn og/eða forstjóra félags ef það er mat sjóðsins að stefna félagsins eða einstakar ákvarðanir séu í grundvallaratriðum í ósamræmi við hlut- hafastefnu lífeyrissjóðsins. Slík samskipti eru eftir atvikum bréfleg eða á vettvangi formlegra funda. 39

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==