Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Stjórn sjóðsins er skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af stjórn VR, þrír af Samtökum atvinnulífs- ins og einn af Félagi atvinnurekenda. Hvert framan- greindra aðildarsamtaka sjóðsins tilnefndir einn stjórnarmann til vara. VR tilnefnir stjórnarmenn til fjögurra ára í senn en tilnefningartími stjórnarmanna sem tilnefndir eru af Samtökum atvinnulífsins og Fé- lagi atvinnurekenda er tvö ár. Stjórn sjóðsins skipa: Stefán Sveinbjörnsson formaður Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður Árni Stefánsson Bjarni Þór Sigurðsson Guðný Rósa Þorvarðardóttir Guðrún Johnsen Helga Ingólfsdóttir Jón Ólafur Halldórsson Bjarni Þór Sigurðsson, Guðrún Johnsen, Helga Ing- ólfsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson eru tilnefnd af VR, Árni Stefánsson, Jón Ólafur Halldórsson og Guðrún Hafsteinsdóttir eru tilnefnd af Samtökum atvinnu- lífsins og Guðný Rósa Þorvarðardóttir er tilnefnd af Félagi atvinnurekenda. Stjórnin ber ábyrgð á starfsemi sjóðsins samkvæmt ákvæðum laga og samþykktum hans. Meðal þess sem stjórnin fjallar um á fundum sínum eru breytingar á samþykktum, mótun áhættu-, fjárfestingar- og hlut- hafastefnu, eftirlit með fjárfestingum, mótun innra eftirlits, lánareglur, fjárhagsáætlanir og kynningar- mál. Á liðnu ári kom stjórnin nítján sinnum saman til fundar og frá stofnun sjóðsins hafa verið haldnir 1172 stjórnarfundir. Stjórn 40

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==