Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Árið 2020 var um margt mjög sérstakt í starfi Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna. Fyrst má nefna þá miklu áskorun sem við stóðum frammi fyrir í upphafi ársins að fylgja eftir einu besta ári í sögu sjóðsins, 2019, og það verkefni fylgdi okkur út árið. Það verður að segjast eins og er að ekki leit alltaf vel út með að það gæti tekist, en eins og fram kemur í þessari árs- skýrslu varð sú engu að síður raunin, 2020 endaði með að verða í hópi bestu rekstraráranna. Í ársbyrjun dró þó strax blikur á loft þegar fregnir fóru að berast af skæðri veiru sem vart hefði orðið, fyrst í Asíu en ekki leið á löngu þar til hún hafði numið land í Evrópu og loks öllum heiminum. Skæður heimsfaraldur var orðinn staðreynd á fyrsta fjórðungi ársins. Við slíkar aðstæður eru miklar líkur á alls- kyns áföllum í þjóðlífinu, ekki síst á eignamörkuðum eins og lífeyrissjóðurinn starfar á. Það jók enn á þá ógn sem stafaði af faraldrinum að áhrifin voru um allan heiminn, ekki bundin við okkar land eða heims- hluta, enda kom það á daginn að mikill samdráttur varð í efnahagslífi flestra landa, kannski ekki síst hér á landi þar sem landsframleiðslan hvílir að svo stórum hluta á einni viðkvæmustu atvinnugreininni við slíkar aðstæður: Ferðaþjónustunni. Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir COVID 19 heimsfaraldur og áhrif hans hér á landi tókst okkur að stýra lífeyrissjóðnum ótrúlega farsællega í gegnum það ástand. Kostir mikillar dreifingar eignasafna komu vel í ljós. Þegar upp var staðið hafði lífeyrissjóðurinn ávaxtast vel í árslok, ekki aðeins á mælikvarða eins árs, heldur og ekki síður til langs tíma. Þannig var 20 ára meðaltals raunávöxtun sjóðsins á ári 4,5% sem er vel yfir þeim viðmiðum sem sett eru um útreikning tryggingafræðilegrar stöðu sjóðsins. Íslendingar standa einmitt nú frammi fyrir því að laga verður lífeyriskerfið að hækkandi aldri þjóðarinnar, sem nánar má lesa um hér í þessari ársskýrslu. Hækkandi meðalaldur, það er lengri lífslíkur við fæðingu, er þróun sem hefur orðið á mörgum undan- förnum áratugum og leiðir til þess að lífeyrissjóðir þurfa að greiða sjóðfélögum sínum lífeyri mun lengur en gert var ráð fyrir við stofnun lífeyriskerfisins. Á næstu misserum er þess vegna óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða svo sjóðirnir geti staðið við skuld- bindingar sínar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna býr svo vel eftir góð undanfarin ár, að eignastaðan er það góð að til er inneign fyrir hluta þeirra aðgerða sem grípa verður til. Það skýrist vonandi sem fyrst hvað gert verður en vænta má þess að þær aðgerðir verði samræmdar fyrir alla sjóði á almennum vinnumarkaði. Þetta má sjá af tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins, sem er jákvæð um 10,9%. Það þýðir að sjóðurinn er afskaplega vel búinn undir að mæta þeim áskorunum sem óhjákvæmilega fylgja hækkandi aldri sjóðfélaga. Hvaða aðgerða gripið verður til og hvenær kemur í ljós þegar tryggingafræðingur sjóðsins metur stöð- una, en víst er að vegna sterkrar stöðu sjóðsins verða þær mildari en ella. Lífeyrissjóður er í eðli sínu hægfara en skriðþung eining, snöggar breytingar eru ekki einkenni á starf- semi hans. Þó verða breytingar og þegar litið er til baka um nokkur ár virðast þær hafa gerst nokkuð fljótt. Hér má helst nefna það hve sjálfbærni er með vaxandi þunga og hraða að öðlast veigamikinn sess í öllu starfi sjóðsins. Tekin hafa verið stór og afgerandi skref til að innleiða svonefnd UFS viðmið (Umhverfismál – Félagsmál – Stjórnarhættir) í allt starf sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn gerir kröfu um að fyrirtæki sem hann fjárfestir í fylgi lögum og reglum sem gilda um starfsemi þeirra og virði þannig laga- reglur og viðmið um siðferði, séu meðvituð um þátt þess á umhverfið og sporni við hvers kyns spill- ingu. Við mat á fjárfestingakostum hjá sjóðnum hefur verið lögð aukin áhersla á greiningu á umhverfis-, félags- og stjórnháttum en ljóst er að ein stærsta áskorun komandi ára snýr að umhverfismálum. Ef fyrirtæki sem fjárfest er í taka þessi mál ekki alvar- lega getur farið illa fyrir fjárfestingu á stuttum tíma. Í raun má segja að það að taka tillit til fleiri þátta en fjárhagslegra við fjárfestingar sé í raun hluti af góðri áhættustýringu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur stigið ákveðin skref í kröfum til fjárfestinga varðandi umhverfismál, félagsmál og stjórnhætti og reikna má með að þær kröfur muni aukast á næstu árum. 2020 var gott ár, en krefjandi tímar eru framundan þar sem vextir eru í sögulegu lágmarki nánast um allan heim sem getur leitt til þess að stærri hluti af eignum sjóðsins þarf að vera í áhættusamari eigna- flokkum til að viðunandi ávöxtun náist. Eins er glím- unni við heimsfaraldurinn ekki lokið. Að því sögðu þakka ég fyrir hönd stjórnar sjóð- félögum samfylgdina á árinu og starfsfólki sjóðsins fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf. Stefán Sveinbjörnsson Stjórnarformaður Ávarp stjórnarformanns 3

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==