Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Nafnávöxtun sameignardeildar á árinu 2020 var 14,8% sem samsvarar 11,0% raunávöxtun. Hrein ávöxtun, það er þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá fjárfestingatekjum, var 14,7% sem samsvarar 10,8% hreinni raunávöxtun. Hrein árleg raunávöxtun síðustu fimm ára var 6,2%, 6,7% síðustu 10 ár, 4,5% síðustu 20 ár og 5,4% síðustu 30 árin. Eins og áður hefur verið vikið að var ávöxtun 2020 góð þó árið í heild hafi verið sveiflukennt, ekki síst fyrri hluta þess þegar áhrif COVID-19 fór að gæta. Þegar upp var staðið höfðu þó allir eignaflokkar hækkað auk þess sem veiking ISK hafði jákvæð áhrif á ávöxtun erlendra eigna. Allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri ávöxtun í sameignardeild. Hlutabréf skiluðu um 78% af heildarávöxtun ársins líkt og fram kemur á eftirfarandi mynd er sýnir ávöxtunarframlag eignaflokka á árinu 2020. Líkt og fram kemur í fjárfestingarstefnu LV, sem aðgengileg er á vef sjóðsins, er ávöxtun eignasafna borin saman við viðmiðunarvísitölur er mæla ávöxtun þeirra markaða er vísitölurnar taka til. Í tilfelli innlendra skuldabréfa sameignardeildar eru viðmiðunarvísitölur þó ekki samanburðarhæfar enda eru um 79% innlendrar skuldabréfa- eignar LV færð á kaupávöxtunarkröfu í árslok. Slíkar eignir taka ekki mið af markaðsaðstæðum hverju sinni og því hefur hærra eða lægra vaxtastig ekki áhrif líkt og raunin er með skuldabréf sem færð eru á gangvirði. Aðrir eignaflokkar eru samanburðarhæfir og er árangur helstu eignaflokka ársins 2020 eftirfarandi: Eins og fram kemur í skýringu 10 í ársreikningi á bls. 99 er munurinn á gangvirði og kaupávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa, sem nú eru færð á kaupávöxtunarkröfu, um 33,0 milljarðar króna í árslok 2020 samanborið við 31,7 milljarða króna í árslok 2019. Fjármunatekjur ársins hefðu því verið 1,3 milljarði hærri en ársreikningur segir til um, væru skuldabréfin færð á gangvirði, og hrein raunávöxtun hefði verið 11,0% í stað 10,8% eins og fram kemur í skýringu 24 í ársreikningi á bls. 119. Langtíma raunávöxtun Lífeyrissjóðurinn er langtímafjárfestir sem gefur honum tækifæri til að horfa til langs tíma við val á fjárfestinga- kostum. Reynslan hefur sýnt að á löngum tíma er þeim umbunað með hærri langtímaávöxtun sem eru tilbúnir að taka á sig verðsveiflur. Raunávöxtun síðustu 20 ára Eignaflokkur Viðmiðunarvísitala Ávöxtun sameignardeildar Ávöxtun viðmiðunarvísitölu 4. Innlend hlutabréf OMX Iceland all-share GI 21,9% 25,9% Þar af skráð hlutabréf OMX Iceland all-share GI 25,7% 25,9% 6. Erlend hlutabréf MSCI Daily Total Return Net World í ISK 22,9% 21,8% Þar af skráð hlutabréf og hlutabréfasjóðir MSCI Daily Total Return Net World í ISK 23,9% 21,8% Raunávöxtun 2020 2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 Hrein raunávöxtun 10,8% 15,6% 1,0% 5,7% -1,2% 10,2% 8,7% 6,3% 8,5% 2,8% Fimm ára meðalávöxtun 6,2% 6,1% 4,8% 5,9% 6,4% 7,3% 5,9% 4,4% -2,4% -3,8% Tíu ára meðalávöxtun 6,7% 6,0% 4,6% 1,7% 1,2% 2,5% 3,1% 3,4% 3,9% 2,8% Tuttugu ára meðalávöxtun 4,5% 4,1% 3,9% 4,2% 4,4% 4,9% 4,7% 4,6% 4,6% 4,5% Þrjátíu ára meðalávöxtun 5,4% 5,2% 4,9% 5,0% 4,9% 5,1% 4,9% 4,7% 4,2% 4,0% Afkoma sameignardeildar Meðaltal s.l. 20 ára 4,5% -20% -15% -10% -5% 0% 5% 10% 15% 01 02 03 04 05 06 07 08 10 09 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 1. Ríkisskuldabréf 3. Önnur skuldbréf 4. Innlend hlutafé 5. Innlent laust fé 6. Erlend hlutafé 7. Aðrar erlendar eignir 8. Samtals 2. Verðbréf og fasteignategnd verðbréf 1,3% 1,3% 0,3% 3,4% 0,0% 8,2% 0,3% 14,8% 4

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==