Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Stefna LV varðandi ábyrgar fjárfestingar Ábyrgar fjárfestingar eru mikilvægur þáttur í stefnu LV um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. Áhersla er lögð á vandaðan undirbúning fjárfestingarákvarð- ana og val á samstarfs- og þjónustuaðilum. Þá er lögð áhersla á að veita útgefendum verðbréfa sem fjárfest er í uppbyggilegt aðhald. Gildandi stefna um ábyrgar fjárfestingar kemur nú aðallega fram í fjár- festingarstefnu, hluthafastefnu og áhættustefnu. Stefnt er að því að gefa út heildstæða sjálfstæða stefnu um ábyrgar fjárfestingar vorið 2021, sem verður aðgengileg á vefsíðu sjóðsins. LV hefur verið aðili að UN-PRI frá árinu 2006. Það felur meðal annars í sé að sjóðurinn leggur áherslu á þessi sex grunnviðmið UN-PRI: 1. Fjárfestingarferlið – Taka tillit til UFS þátta í greiningu fjárfestingakosta og við ákvarðanatöku 2. Virkur eigandi – Vera virkur eigandi og taki tillit til UFS þátta í eigendastefnu 3. Upplýsingagjöf útgefanda – Kalla eftir viðeigandi upplýsingum um UFS málefni útgefenda þeirra verðbréfa sem er fjárfest í 4. Samtal við samstarfsaðila – Vinna samhent með öðrum aðilum á fjármálamarkaði að innleiðingu þessara grunnviðmiða 5. Samvinna – Vinna saman að því að bæta árangur og áhrif UN-PRI viðmiða 6. Upplýsingagjöf aðila að UN-PRI – Regluleg upp- lýsingagjöf varðandi innleiðingu og framkvæmd á grunnviðmiðum UN-PRI 11 Ábyrgar fjárfestingar Um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar Með ábyrgum fjárfestingum er hér vísað til þess að samþætta mat á umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (gjarnan skammstafað UFS) í fjárfestingarferlið, við umsýslu eignasafns og framkvæmd eigendastefnu. LV lítur meðal annars til aðferðafræði PRI í þessum efnum. Þannig er með ábyrgum fjárfestingum lögð áhersla á að útgefendur hagi stefnumótun, rekstri og tekjuöflun með þeim hætti að starfsemin sé sem mest sjálfbær. Sjálfbær í þeim skilningi að hún sé umhverfislega sjálfbær, virði þau félagslegu grunngildi sem flestir eru sammála um og sé efnahagslega sjálfbær. Hér er stundum vísað til þess að horft sé til fólks, jarðar og hagnaðar eða „People – Profit – Planet (Triple Bottom Line TBL)“ á ensku. Við greiningu á þeim þáttum er svo m.a. byggt á greiningu mikilvægra þátta sem varða UFS. Aðferðafræðin er skammstöfuð UFS fyrir Umhverfi – Félagslegir þættir – Stjórnar- hættir eða á ensku ESG fyrir Environmental – Social – Governance. UFS greining styður og er til viðbótar við hefðbundna fjármálalega greiningu og aðferðafræði við uppbygg- ingu eignasafna. Þar er m.a. litið til viðmiða í UFS leiðbeiningum Nasdaq, útgefnum í febrúar 2020. Á árinu 2021 mun líka vera horft til greiningar og flokkunar MSCI í tengslum við innleiðingu á grein- ingarkerfi sem styður við mat á sjálfbærum fjár- festingarkostum. 67

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==