Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 kvæmd ábyrgra fjárfestinga meðal annars á aðkomu stjórnar, framkvæmdastjóra, eignastýringar, lög- fræðisviðs, áhættustýringar sem og upplýsinga- og kynningarfulltrúa. Þá er aukin áhersla á upplýsinga- gjöf innan sjóðsins sem og til sjóðfélaga, markaðsað- ila og annarra haghafa. Lykilstefnur og reglur LV varðandi ábyrgar fjárfest- ingar eru: • Fjárfestingarstefna • Hluthafastefna • Áhættustefna og áhættustýringarstefna • Siða- og samskiptareglur • Reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka • Reglur um viðskipti stjórnarmanna og starfs- manna LV með fjármálagerninga • Starfsreglur stjórnar og framkvæmdastjóra Áherslur ársins 2021 Á árinu 2021 er stefnt að því að fara yfir hluthafa- stefnu LV (þróa yfir í eigendastefnu), siða- og sam- skiptareglur og reglur um uppljóstrara. Þá er miðað við að gefa út eftirfarandi stefnur á árinu: • Sjálfstæða stefnu um ábyrgrar fjárfestingar • Stefnu um útilokun á fjárfestingarkostum í eignasöfnum sjóðsins • Samkeppnisréttarstefnu • Uppfæra reglur um varnir gegn mútum og spill- ingu Þessi vinna er liður í þróun og vaxandi áherslu á ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar sem eru mikil- vægur þáttur í starfsemi lífeyrissjóðsins. Eignasafn sjóðsins verður greint áfram m.t.t. sjálf- bærni og ábyrgra fjárfestinga. Þá mun LV áfram fylgjast með stefnum og straumum á þessu sviði, byggja upp þekkingu og reynslu. Hann mun líka halda áfram að eiga virk samskipti við eignastýringaraðila, útgefendur verðbréfa og aðra haghafa. Hingað til hefur verið áhersla á UFS greiningu við mat á fjárfestingarkostum. Þar má nefna innlenda og er- lenda sjóði, skráð innlend hlutabréf og græn skulda- bréf. Nú er unnið að því að formgera þá aðferðafræði og víkka hana, meðal annars varðandi fjárfestingar í fyrirtækjaskuldabréfum, erlendum hlutabréfafjár- festingum og skuldabréfum opinberra aðila. Áherslur LV varðandi ábyrgar fjárfestingar Undanfarin misseri hefur LV lagt aukna áherslu á að byggja upp þekkingu á ábyrgum fjárfestingum innan sjóðsins og í samstarfi við ýmsa samstarfsaðila og útgefendur verðbréfa. Í þessu sambandi er líka unnið að því að greina eignasafnið nánar. Meðal áherslu- verkefna á árinu 2020 var: • Greining þjónustu innlendra aðila á sviði sjálf- bærra fjárfestinga, UFS og upplýsingagjafar. • Við mat á fjárfestingarkostum hefur verið lögð aukin áhersla á UFS greiningu. Þar má nefna innlenda og erlenda sjóði, skráð innlend hluta- bréf og græn skuldabréf. Í þeirri vegferð og for- gangsröðun er m.a. litið til þátta sem hafa mest áhrif á sjálfbærni í rekstri útgefenda verðbréfa (mikilvægisviðmið). • Val á þjónustufyrirtæki við greiningu UFS þátta í erlendum eignasöfnum LV og í hluta af inn- lendum eignasöfnum. Sjóðurinn mun nýta sér þjónustu MSCI sem býður upp á umfangsmikil gagnasöfn um umhverfis-, samfélagslegt- og félagslegt fótspor fyrirtækja og annarra út- gefanda verðbréfa. • Námskeið og fræðsla starfsmanna til að byggja upp þekkingu á sjálfbærni og ábyrgum fjár- festingum sem og að styðja við menningu sem varðar sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar. • Greiningarvinna innanhús og í samstarfi við utanaðkomandi aðila til að styðja áframhaldandi þróun á stefnu um ábyrgar fjárfestingar. • Stofnun stýrihóps stjórnenda sem koma að stefnumótun og innleiðingu á stefnu um ábyrgar fjárfestingar LV. Hópinn skipa framkvæmda- stjóri, forstöðumaður eignastýringar, áhættu- stjóri og yfirlögfræðingur. Samstarf Liður í samfélagslegri ábyrgð LV er að taka þátt í umræðum um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni í tengslum við fjárfestingar og eigendastefnu. Það er meðal annars gert með þátttöku í starfi og umræðu á vettvangi samtaka eins og Landssamtaka lífeyris- sjóða, Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og IcelandSif sem hefur það hlutverk að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræður um þær. Þá leggur LV áherslu á góð samskipti varðandi þessi mál við aðila á fjármálamarkaði, fyrirtæki sem útgefendur verðbréfa (hlutabréfa og skuldabréfa), opinbera aðila, eftirlitsstofnanir, fjölmiðla og sjóðfélaga. Í innra starfi er lögð áhersla á að vinna mál tengd samfélagsábyrgð og sjálfbærni á sem breiðustum grunni og með virkri að komu sem flestra sviða starfsmanna og stjórnar. Það á líka við um ábyrgar fjárfestingar. Þannig byggir stefnumótun og fram- 68

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==