Bændaferðir 2020

78 Bændaferðir Haust 13 Þetta er einstaklega ljúf sigling eftir ánni Rhône um rótgróin héruð í Frakklandi, þar sem fara saman glæsilegar byggingar frá liðinni tíð og undurfagurt landslag. Við ökum frá París um Búrgundarhérað í bæinn Beaune sem er gamall virkisbær umvafinn vínökrum. Þaðan liggur leiðin til Lyon þar sem við förum um borð í skipið MS Chamargue sem er sannkallað fljótandi lúxushótel. Næstu daga líðum við um undurfagurt umhverfi og upplifum samspil náttúrufegurðar og glæsibygginga eins og þegar siglt er hjá gömlu, rómversku borginni Valence . Víða er farið í land og ekið um fögur héruð eins og Camargue svæðið , sem er friðlýst vatnasvæði, og þorp og bæi með langa sögu en pílagrímsbærinn Saintes Maries de la Mer er einn slíkur. Eftir dvöl í Arles er siglt til Avignon þar sem við kynnumst þessari fornu borg og skoðumm.a. Palais des Papes og förum að brúnni Pont Saint-Bénézet . Siglum að bænum Châteauneuf-du-Pape og förum þaðan í skoðunarferð um héraðið og ökum því næst um hið magnaða Ardeche gil en á leið okkar njótum við einstaks útsýnis. Siglum norður ána til La Voulte og förum í skoðunarferð um Côtes du Rhône hérað þar sem við skoðum bæinn Tain-l‘Hermitage en hann er í einu merkilegasta vínyrkjuhéraði Frakklands. Stórkostlegri siglingu lýkur í Lyon en þaðan er ekin fögur leið til bæjarins Murten í Sviss. Ferðalok eru svo í Zürich en þaðan er flogið til Íslands. Fljótasigling á Rhône 19. - 26. október Fararstjórn: Þórdís Erla Ágústsdóttir Lönd Frakkland Sviss 8 dagar / 7 nætur 2 nætur Beaune 4 nætur sigling á MS Chamargue 1 nótt Murten

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==