Bændaferðir 2020

Bók aðu f e r ð i na á baenda f e rd i r. i s 79 Í þessari sérlega spennandi ferð til Rússlands gefst einstakt tækifæri til að skoða það helsta sem þetta stórbrotna land hefur upp á að bjóða. Gist verður allar næturnar um borð í huggulega fljótaskipinu MS N. Chernichevsky og skoðunarferðir farnar frá því. Flogið verður til Helsinki og þaðan áfram til Moskvu. Eftir áhugaverða daga þar siglum við með fljótaskipi áleiðis til St. Pétursborgar. Á leið okkar þangað skoðum við ýmsa áhugaverða og sögufræga staði, s.s. Kizhi eyjuna , Yaroslavl , Goritsy , Uglich og Mandrogi . Við dveljum í Pétursborg í tvo daga og skoðum það merkilegasta sem borgin hefur upp á að bjóða. Saga Rússlands er heill heimur ævintýra og um leið og við skoðum landið fáum við að skyggnast inn í þá forvitnilegu veröld. Sérferðir Sigling frá Moskvu til Pétursborgar 18. - 29. ágúst Fararstjórn: Pétur Óli Pétursson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==