Bændaferðir 2020

80 Ferðalag til Perú er mikið ævintýri en í þessu framandi landi blandast saman á heillandi hátt hin forna Inkamenning landsins, litskrúðugir frumbyggjar og minjar frá nýlendutíma Spánverja. Glæsileiki nýlenduborganna endurspeglar ríkidæmi þess tíma og sýnir hversu stóran þátt það tímabil átti í sögu landsins. Ferðin hefst í höfuðborginni Lima sem geymir margar fornar gersemar í bland við praktískan byggingarstíl nútímans. Þaðan höldum við til Cusco , hinnar fornu höfuðborgar Inkaveldisins , en hún var miðpunkturinn í ríki Inkanna sem náði yfir stóran hluta Suður-Ameríku. Hér kynnumst við lífinu í fjöllunum, ferðumst um hinn Heilaga dal , skoðummerkar minjar og upplifum að sjálfsögðu frægasta áfangastað Perú, týndu borgina Machu Picchu , í stórbrotnu landslagi Andesfjallanna. Við heimsækjum Puno við Titicaca vatn en öldum saman bjuggu ólíkir ættbálkar víðs vegar við þetta mikla vatn. Við munum sigla út til fljótandi Uros- eyjanna , en þar býr fámennur hópur svonefndra Uros indjána. Einnig munu íbúar Aymara samfélagsins taka á móti okkur á eyjunni merkilegu Taquile . Á Inkaslóðum í Perú 19. september - 4. október Fararstjórn: Eyrún Ingadóttir Sérferðir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==