Fréttablað Eflingar 2. tbl. 2019

24 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Jóna Sveinsdóttir ræstingakona mótmælti með eftirminnilegum hætti í Seðlabankanum - segir Jóna Sveinsdóttir kjólameistari og aktívisti með meiru Ræstingastarfið er mitt lán í lífinu Jóna hefur unnið 10 tíma á dag síðustu 20 árin til að draga fram lífið á þeim launum sem henni eru skömmtuð. Hún hefur verið virk í félagsstörfum innan Eflingar og sat í trúnaðarráði til fjölda ára. Jóna er þekkt fyrir að liggja ekki á skoðun- um sínum og eftir að hafa gert langt hlé á félagsstörfum fyrir Eflingu, hitti hún Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, í haust og samþykkti í kjölfarið að taka sæti í samn- inganefnd. Það er mikill fengur fyrir Eflingu að fá Jónu aftur um borð sem virkan félags- mann enda reynslu- og orkubolti mikill, vel að sér og hugmyndarík þegar kemur að báráttu­ aðferðum. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Jóna gerði sér ferð í Seðlabanka Íslands þar sem hún gaf Má Guðmundssyni seðla- bankastjóra gula spjaldið. Fréttabréf Eflingar settist með Jónu yfir fiski og kartöflum rétt áður en hún gekk inn á það sem átti eftir að verða sögulegur samninganefndarfundur. Jóna sagði okkur frá lífinu á lægstu launum, ræstingastarfinu og aktívismanum. Ég er bara sú sem ég er Jóna er ein af þeim sem ekki getur framfleytt sér með dagvinnunni einni saman. Hún vinn- ur tvær vinnur, við saumaskap í dagvinnu og ræstingar í eftirvinnu. Þetta hefur hún gert síðastliðin 20 ár. Hún bendir á að þessi vinnu- tími sé ekkert óvanalegur hjá verkafólki, þetta sé einfaldlega sá veruleiki sem við búum við í dag. Sjálf sé hún reyndar mjög heppin, hún geti tekið sér frí inn á milli vegna þess að hún er einnig sjálfstæður atvinnurekandi; einyrki sem kjólameistari. Það sé þó kvennastétt, kvennafag og kvennalaun. En þrátt fyrir að kaupið sé lágt verður seint sagt að einyrkja- Ljósm. Sigurgyða Þrastardóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==