Fréttablað Eflingar 2. tbl. 2019

23 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Fyrirlestrar Konur taka af skarið! Það var margt um manninn í húsakynnum Eflingar laugardaginn 16. febrúar þar sem félagskonur tóku þátt í námskeiðinu Konur taka af skarið! sem AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa, Starfsgreinasambandið og JCI Sproti stóðu fyrir. Þétt og mikil dagskrá var á námskeiðinu sem er hugsað sem samræðuvettvangur með fyrirlestrum um ákveðin málefni og virkum samræðum þátttakenda og fyrirlesara. Dagskráin hófst á því að Hugrún R. Hjalta- dóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu, hélt erindi um kynjakerfið undir yfirskriftinni Að bjóða kynjakerfinu birginn . Næst fjallaði Drífa Snædal, forseti ASÍ, um stöðu verkalýðsbar- áttunnar og lýsti uppbyggingu verkalýðsfé- laganna. Viktor Ómarsson, hjá JCI Sprota, sá um leiðtogaþjálfun og fjallaði um hvernig er hægt að hafa áhrif og koma sínu á framfæri. Síðasti hluti námskeiðsins var í höndum Drífu Snædal sem ræddi við þátttakendur um sína reynslu af því að vera kona og að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnið fékk styrk úr Jafnréttissjóði Íslands og er markmið þess að hvetja konur til þátt- töku og áhrifa innan verkalýðshreyfingar- innar. Námskeiðið á laugardaginn er eitt af mörgum sem haldin hafa verið víða um land. Námskeiðin eru opin öllum konum, sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum Sveitarfélaganna, þeim að kostnaðarlausu. Drífa Snædal hélt erindi og sagði frá reynslu sinni af því að vera kona innan verkalýðshreyfingarinnar Góð þáttaka var á fundinum Konur í stöðugri sókn á öllum sviðum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==