Fréttablað Eflingar 2. tbl. 2019

4 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramál Umbótaáætlun í skattamálum Sanngjörn dreifing skattbyrðar Þann 7. febrúar sl. var kynnt á opnum fundi skýrslan Sanngjörn skattbyrði – hvernig leiðrétta má stóru skattatilfærsluna án þess að veikja velferðarkerfið eftir Stefán Ólafsson og Indriða H. Þorláksson. Skýrslan er samin að beiðni Eflingar-stéttar­ félags. Í henni er gerð grein fyrir helstu orsök- um og afleiðingum af þróun skattbyrðar beinna skatta og lagðar fram hugmyndir eða tillögur um hvernig breyta megi skattkerfinu til að bæta stöðu lágtekjufólks. Í skýrslunni er útfærð umbótaáætlun til að ná fram sanngjarnara og skilvirkara skattkerfi á Íslandi en nú er. Láglaunafólk og lífeyris- þegar geta fengið að minnsta kosti um 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði samkvæmt tillögum í skýrslunni og myndu að auki jafna ráðstöfunartekjur milli kynjanna, bæta hag ellilífeyrisþega, öryrkja og ungs fólks á vinnumarkaði. Samkvæmt tillögunum fengju um 90% fram- teljenda skattalækkun, lítil breyting yrði á skattbyrði næstu 5 prósentanna, en tekju- hæstu 5 prósentin fengju hækkaða skattbyrði. Sýndar eru margar leiðir til að fjármagna slík- ar breytingar, bæði með því að nýta núver- andi svigrúm í ríkisfjármálunum og með brýn- um umbótum á skattheimtu og efldu eftirliti með skattaundanskotum og skattvikum. Tekjuskattar 90% skattgreiðenda myndu lækka, en tekjuhæstu 5% borga meira • Auka samræmingu og draga úr undanskotum • Stígandi tekjuskattskerfi fyrir einstaklinga með fjórum til fimm skattþrepum • Hækkun fjármagnstekjuskatts til samræmis við það sem almennt tíðkast á hinum Norðurlöndunum • Breytingu á skattlagningu rekstrahagnaðar til samræmis við skatt á launatekjur • Umbætur á framkvæmd reiknaðs endurgjalds sjálfstætt starfandi aðila og afnám undanþágu fyrir fjármálastarfsemi • Stóreignaskattur með frítekjumarki fyrir eðlilegt verðmæti íbúðarhúsnæðis, sumarhúsa og einkabifreiða til eigin nota • Sanngjörn auðlindagjöld fyrir allar atvinnugreinar sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar • Eflt skatteftirlit og hert eftirfylgni skattrannsókna og dóma Skýrsluna má nálgast á www.efling.is Tillögur skýrslunnar Skýrluhöfundarnir Indriði H. Ólafsson og Stefán Ólafsson Samkvæmt tillögum sem lagðar eru fram í skýrslunni lækka skattar hjá 90% fólks, 5% haldast óbreytt og hjá 5% hækkar skattbyrðin.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==