Fréttablað Eflingar 2. tbl. 2019

8 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Fólkið í Eflingu Í Eflingu eru tuttugu og sjö þúsund félagar sem vinna mikilvæg störf í íslensku samfélagi, oft á lágum launum. Störfin eru fjölbreytt og ólík í fyrirtækjum og verksmiðjum sem væru varla starfandi án þeirra. Fólkið í Eflingu stendur við vélarnar, þjónar, skúrar, bónar og annast börnin, sjúka og aldraða. Á vefsíðunni folkid.efling.is er að finna tugi stuttra frásagna fólks- Sögur fólksins í Eflingu ins í Eflingu sem Alda Lóa Leifsdóttir, blaðamaður hefur haft veg og vanda af að safna saman. Sögurnar hafa vakið mikla athygli og eiga sinn þátt í að efla vitund félagsmanna og styðja sókn til bættra kjara og aukins réttlætis í samfélaginu. Félagsmenn eru hvattir til að skoða fleiri sögur á vefnum og dreifa þeim sem víðast. „Ég hætti í skóla 17 ára, lærði hárgreiðslu og var með stofu í nokkur ár. Seinna rak ég veitingastað í Loei, þar sem hægt var að hlusta á lifandi músík. Einn daginn rakst inn maður frá Íslandi sem fékk sér að borða og þarna var hann kominn, tilvonandi eiginmað- ur minn og ég flutti til Íslands með honum. Ég vann á Droplaugarstöðum í smá tíma á kvöldvöktum en það hentaði mér ekki, gamla fólkið minnti mig á foreldra mína sem ég saknaði óbærilega og ég fór alltaf að velta fyrir mér hvað þau væru að gera heima á Thaílandi. Það gekk ekki og ég réði mig hing- að í ræstingadeildina. Ég hef unnið samfleytt við hótelræstingar í 17 ár eða síðan ég kom aftur frá Thaílandi. En árið 1999 á meðan drengurinn minn var að fara í gegnum mestu gelgjuna flutti ég heim til Thaílands í tvö ár. Hann var orðinn ungling- ur og ég sá að þetta gekk ekki, ég var alltaf að vinna og hafði ekki tíma fyrir hann. Þessi vinna er erfið fyrir fjölskyldufólk, þar sem vinnan er oft um helgar, allavega var það erfitt fyrir mig. Börnin eiga frí um helgar og við sem erum í helgarvinnu verðum að neita þeim um samveruna þegar þau hafa tíma og vilja gera eitthvað með okkur. Þetta er allt í lagi vinna, ég væri hætt fyrir löngu ef þetta væri eitthvað slæmt. Ég kem í vinnuna og býð eftir yfirþernunni sem færir mér lista yfir hvaða herbergi við eigum að taka. Stundum er ég skipuð aðstoðaryfir- þerna, þá hef ég eftirlit og lít yfir herbergin og athuga hvort allt sé í lagi. Ég er síðan í sambandi við móttökuna og geng frá herbergj- um eftir þörfum. Þetta er ekki hátt kaup, ég fæ útborgað 280 þúsund af því ég er vaktstjóri. Þegar ég byrj- aði þá var ég með miklu minna en þá varð samt miklu meira úr peningunum. Ég gat farið í Bónus að versla og fór út með fulla poka af vörum.“ Elisa Noophaian Puangpila, herbergisþerna Elisa Noophaian Puangpila Ég hef unnið samfleytt við hótelræstingar í 17 ár Ljósm. Alda Lóa Leifsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==