Fréttablað Eflingar 2. tbl. 2019

7 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramál - eftir Söru B. Öldudóttur Kjör og aðstæður Niðurstöður rannsóknar á kjörum og aðstæð- um erlends verkafólks í greinum ferðaþjón- ustu voru kynntar á fundi Ferðamálastofu þann 8. febrúar sl. Rannsóknina framkvæmdu Íris Hrund Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála [RMF] og Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við Háskóla Íslands sumarið 2018. Rannsóknin byggir að miklu leyti á viðtölum við starfsmenn stéttarfélaga um land allt. M.a. starfsmenn Eflingar sem sinnt hafa vinnu- staðaeftirliti og aðstoðað starfsfólk í ferða- þjónustu vegna vandamála sem upp hafa komið í samskiptum við atvinnurekendur. Efling fagnar rannsóknum á þessum brýna málaflokki en aðstoð við erlent starfsfólk sem starfar í greinum ferðaþjónustu er orðin fyrir- ferðarmikil í starfsemi verkalýðsfélaga. Sú gríðarlega þensla sem einkennt hefur greinina á síðustu árum hefur m.a. haft í för með sér mikla fjölgun rekstrarraðila sem of oft hafa litla þekkingu á eða skortir metnað fyrir starfsmannahaldi. Of mikið ber á neikvæðu viðhorfi til starfsmanna sem einkennist af því að einblínt er á starfsmannamál sem kostnað- arhlið rekstrarins, vanrækslu starfsmanna- og mannauðsmála auk hreinna kjarasamnings- brota. Auk þess er þekkt að erlent starfsfólk er af ýmsum ástæðum í veikari stöðu gagn- vart atvinnurekendum og því útsettara fyrir misbeitingu. Sú staðreynd endurspeglast í því að á árunum 2017 og 2018 rötuðu tvisvar sinnum fleiri mál inn á borð Eflingar vegna erlendra félaga heldur en innlendra. Á kynningunni voru möguleikar gæðavottun- ar, nefndir sem hvati fyrir fyrirtæki að leggja rækt við og hafa sín starfsmannamál í lagi. Meðvitaðir neytendur geta þannig valið að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem koma vel fram við starfsmenn sína. Vakinn er heiti á gæða- og umhverfiskerfi ferða- þjónustunnar á Íslandi og er samfélgsábyrgð nefnd sem hluti þess mats sem liggur vott- uninni til grundvallar. Af nýlegum samskipt- um Eflingar-stéttarfélags við starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja sem hlotið hafa vott- un Vakans er ljóst að vottunin segir lítið um það hvort fyrirtækið sinni þeirri samfélags- ábyrgð sem stendur þeim næst – að bjóða starfsmönnum upp á tilhlýðilegar vinnuað- stæður og virðingu í samskiptum. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu kvarta gjarnan yfir því að of mikið sé rætt um brot gagnvart starfsfólki í greininni og horft fram hjá því sem vel er gert í starfsmannamálum. Staðreyndin er sú að brotin eru of mörg og aðstæðum ábótavant á alltof mörgum starfsstöðvum. Mikil sóknarfæri fyrir ferðaþjónustuna felast í því sem nefnt er ímyndarsköpun og samfé- lagsleg ábyrgð. En þá þurfa forsvarsaðilar ferðaþjónustunnar að taka gagnrýni, hlusta á ábendingar og sýna samstöðu með launþeg- um í greininni og verkalýðsfélögum þeirra við að tryggja viðunandi vinnuaðstæður. Sara B. Öldudóttir erlends verkafólks í ferðaþjónustu Nauðsynlegt er að tryggja viðunnandi aðstæður erlends verkafólks í ferðaþjónustunni Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==