Fréttablað Eflingar 2. tbl. 2019

6 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Stéttabaráttan Stéttabarátta veitingahúsastarfsfólks í New York Vel sóttur fyrirlestur og námskeið hjá Eflingu Félagssvið Eflingar stóð fyrir opnum fundi 9. febrúar sl. þar sem fjallað var um stéttabaráttu veitingahúsastarfsmanna í New York. Fyrirles- arar voru Kevin Ray, aðgerðasinni á sviði verka- lýðsmála og Marianne Garneau, skipuleggjandi hjá Alþjóðasambandi verkafólks. Kevin og Marianne deildu reynslu sinni af stofnun Stardust Family United, sem er verka- lýðsfélag syngjandi þjóna á heimsþekktum veitingastað, Ellen‘s Stardust Diner, á Times Square í New York. Stardust Family United – SFU var stofnað 2016 og hefur frá stofnun náð fram umstals- verðum launahækkunum, öryggisumbótum sem og ýmsum öðrum bótum á kjörum og vinnuskilyrðum. SUF er verkalýðsfélag sem byggir á þátttökulýðræði þar sem starfsfólkið sjálft tekur ákvarðanir um hvaða mál eru sett í öndvegi og tekst svo á við þau með beinum aðgerðum. Félagið er aðili að Alþjóðasam- bandi verkafólks (IWW) og tilgangur þess er að vernda starfsfólk og bæta kjör þeirra. Stardust Family United var stofnað í kjöl- far þess að nýir aðilar tóku við rekstrinum á Ellen’s Stardust Diner. Þeir hófust þegar handa við að innleiða nýjar og handahófs- kenndar reglur í þeim tilgangi að fæla á brott starfsfólk með áratuga starfsaldur hjá fyrir- tækinu. Nokkrir starfsmenn leituðu þá eftir stuðningi við stofnun samstöðufélags starfs- fólks á vinnustaðnum. Það tókst með svo góðum hætti að frá árinu 2016 hefur SFU náð fram launahækkunum, öryggisumbótum sem og ýmsum öðrum bótum á kjörum og vinnuskilyrðum. Fundinum var streymt á facebooksíðu Eflingar og hægt er að nálgast upptöku af honum þar. Þjálfun í samtöðuverkalýðsbaráttu Sunnudaginn 10. febrúar var félögum í Eflingu síðan boðið að taka þátt í námskeiði þar sem Kevin Ray og Marianne Garneau buðu upp á þjálfun sem er byggð á reynslu þeirra af Stardust United Family. Meðal þess sem þau fóru yfir er hvernig halda á maður á mann fundi með vinnufélögum, hvernig best sé að skipuleggja og fram- kvæma stigvaxandi aðgerðir á vinnustað og hvaða leiðir eru færar til að leysa úr vanda- málum sem falla ekki undir kjarasamning. – Kevin Ray og Marianne Garneau Kevin Ray er lagahöfundur/söngvari og aðgerðasinni á sviði verkalýðsmála. Hann hefur starfað sem syngjandi þjónn hjá Ellen‘s Stardust Diner í New York í nærri 14 ár og er einn stofnenda verka- lýðsfélagsins. Marianne Garneau er með dokt- orsgráðu í stjórnmálaheimspeki frá The New School for Social Research. og er skipuleggjandi hjá Alþjóðasambandi verkafólks.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==