Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

10 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Verkföll Verkfallsaðgerðir Eflingar vöktu athygli og skópu þrýsting Þann 3. apríl var undirritaður nýr kjarasamningur við Samtök atvinnu- lífsins. Aðdragandi þessa samnings er langur en viðræður stóðu sl. mánuð. Þann 21. febrúar var viðræðum slitið og boðað til verkfalla sem hafa sett sterkan svip á baráttuna sl. mánuð. Fréttablað Eflingar ákvað að fara yfir atburðarás baráttunnar í aðdraganda nýrra kjara- samninga. Verkföll Sagan sýnir að viðræður duga oft ekki einar og sér þegar kemur að kjarasamningsgerð. Margoft hefur reynst nauðsynlegt fyrir verka- og láglaunafólk að grípa til verkfallsvopnsins til að ná fram kröfum sínum. Mikilvægt er á tímum átaka á vinnumarkaði eins og verið hafa að rifja upp að margar af helstu kjarabótum vinnandi fólks á Íslandi hafa náðst í gegn fyrir tilstuðlan verkfalla. Launahækkanir, takmarkanir á lengd vinnutímans, orlofsréttur og ýmis önnur réttindi sem í dag teljast grundvallarréttindi vinnandi fólks. Þessi réttindi verða hvorki til af sjálfu sér né fyrir tilstuðlan atvinnurekenda. Þau eru afrakstur sleitu- lausrar baráttu og samstöðu verka- og láglaunafólks og um þau þarf að standa vörð. Verkföll eru gríðarlega mikilvægt og beitt vopn í baráttu lágtekjuhópa fyrir bættum kjörum. Rétturinn til verkfallsaðgerða er í dag lögvarinn og einn af hornsteinum íslenskrar vinnumarkaðslöggjafar. Verkfall hótelþerna Ákveðið var að hefja verkfallsaðgerðir hjá hótelþernum á alþjóðleg- um baráttudegi kvenna 8. mars. Þessi dagsetning var engin tilviljun heldur táknræn aðgerð þar sem konur sem búa við lægstu launin og ekki haft rödd í samfélaginu lögðu niður störf og sameinuðust í baráttu sinni fyrir betri kjörum og virðingu. Verkfallsboðið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða, eða 89%. Slík kosning segir auðvitað sína sögu. Félagsmenn eru orðnir langþreyttir á stöðu sinni og tilbúnir að grípa til aðgerða. Þann 8. mars lögðu hótelþernur niður störf og fjölmenntu ásamt stuðningsmönnum í Gamla bíó þar sem við tók dagskrá, ávörp, tónlistaratriði og baráttufundur. Efnt var til samstöðufundar á Lækjartorgi þar sem flutt voru ávörp og samstaða sýnd með hótelþernum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==