Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

9 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjarasamningar Breið sátt um nýjan kjarasamning Efling ásamt öðrum aðildarfélögum SGS undirritaði nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann 3. apríl sl. Samningurinn felur í sér sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks. Launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana, annars vegar á kauptaxta og hins vegar almenn hækkun á mánaðar- Ánægjulegar breytingar hjá Sjúkrasjóði Styrkur vegna viðtalsmeðferðar hækkar Frá og með 1. apríl 2019 hækkar styrkur vegna viðtalsmeðferðar úr 6.000 kr. fyrir skiptið í 10.000 kr. og hlutfall styrks hækkar úr 50% í 75%. Hér er um að ræða mikil- væga fyrirbyggjandi aðgerð enda geðsjúkdómar meðal algengustu orsaka óvinnu- færni hjá þeim sem fá dagpeninga úr sjóðnum. Réttur til dagpeninga vegna meðferðar lengist Á fundi stjórnar Sjúkrasjóðs í mars var samþykkt að lengja dagpeningarétt félags- manna sem eru frá vinnu vegna áfengis- eða fíknimeðferðar úr 42 dögum í 90 daga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta er gert til að koma til móts við mismun- andi meðferðarþörf einstaklinga sem eiga við áfengis- og fíknivandamál að stríða. Trúnaðarlæknir ráðinn til sjóðsins Í mars 2019 var gengið frá samkomulagi við Daða Jónsson endurhæfingarlækni um að taka að sér hlutverk trúnaðarlæknis Sjúkra- sjóðs. Markmið með samningnum er að styrkja læknisfræðilega hlið ráðgjafar og þjónustu Sjúkrasjóðs og stuðla að markvissum vinnubrögðum. laun fyrir dagvinnu. Samninginn sjálfan ásamt nánari útlistun á honum má finna á heimasíðu Eflingar www.efling.is Atkvæðagreiðsla um samninginn er rafræn og lauk þriðjudaginn 23. apríl. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar munu því liggja fyrir rétt áður en blaðið berst til félagsmanna. Ekki er búið að semja fyrir starfsfólk á opinbera vinnumarkaðnum, þeim sem vinna hjá ríkinu, hjúkrunarheimilum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitar- félögum. Samningar þar urðu lausir um mánaðamótin mars/apríl og eru kjaraviðræður í gangi. Fréttir af gangi viðræðna verða settar inn á heimasíðu Eflingar www.efling.is þegar við á.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==