Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

24 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Sjálfboðaliðar Í umræðunni um sjálfboðaliða er því stund- um haldið fram að sjálfboðaliðar geti verið eðlilegur hluti af atvinnulífinu og finnist í flestum eða öllum starfsgreinum. Þetta er alls ekki svo í reynd. Sjálfboðaliðar mega eingöngu vera í störfum sem tengjast mann- úðar- og menningarmálum auk starfa við náttúruvernd með skilyrtum hætti eins og t.d. að endurreisa gamlan bæ út á landi. Almenn skilyrði fyrir því að þau geti flokkast undir sjálfboðaliðastörf, er að þau tengist alls ekki fyrirtækjum í samkeppnisrekstri eða séu hluti af almennum, arðbærum fyrirtækjum sem hafa launamenn í vinnu. Því miður er það svo að það virðist sem vaxandi tilhneiging meðal ákveðins hóps atvinnurekenda að misnota launafólk með því að bjóða því ákveðin kjör í svokölluðum sjálf- boðastörfum að eigin mati sem eru í reynd ekkert annað en launuð störf í fyrirtækjum eða stofnunum á vinnumarkaði. Hverjir mega vera sjálfboðaliðar? Sjálfboðavinna á Íslandi er bönnuð nema í afmörkuðum tilfellum sem snúa að mann- réttinda- og menningarmálum Sjálfboðaliðinn má þó aldrei koma í staðinn fyrir launamann Atvinnurekendur hafa oft á tíðum reynt að glepja fólk, oft erlendis frá, með því að bjóða þeim sjálfboðastörf sem eru ekkert annað en hefðbundin launastörf, mögulega með fæði, gistingu og uppihaldi. Á þá einhvers konar afþreying eða skemmtun að koma til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Fæði og uppihald fyrir vinnuframlag virkar eflaust fyrir ungmenni með ævintýraþrá sem ágætis leið til að fjármagna Íslandsdvöl. Stað- reyndin er hins vegar sú að ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði, í hagnaðarskyni, oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnu- starfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og getur jafnframt falið í sér við nánari skoðun frekari brot, s.s. gegn skattalögum, samkeppnislögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Alþýðusamband Íslands hefur sett skýran ramma um hvað telst til sjálfboðaliða og hvað ekki. ASÍ og SA sendu m.a. út yfirlýsingu um sameiginlega ábyrgð á uppbyggingu vinnumarkaðarins haustið 2016. Þar kemur m.a. fram að það sé sameiginlegt viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins að fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu greiði laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga. Sérstaklega er rætt um mikilvægi þess að sameiginlegur skilningur ríki um störf sjálfboðaliða og hvar þau geti átt rétt á sér, s.s. í þágu almannaheilla að góðgerðar-, menningar- eða mannúðarmálum. Áréttað er að það sé andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í almenn störf launafólks sem flokkast undir efnahagslega starfsemi fyrirtækja. Starfsgreinasam- band Íslands og Bændasamtök Íslands hafa undirritað sambæri- legt samkomulag. Dæmi um sjálfboðaliðastörf geta verið verkefni sem tengjast stíga- gerð á fjöllum uppi, gróðursetning tjáplantna í almenningi á fjöllum eða önnur sambærileg verkefni sem ekki heyra undir þjónustu eða framleiðslu á samkeppnismarkaði. Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==