Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

27 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Orlofsmál Ferðumst innanlands Gistiafslættir Félagsmenn geta sótt um niðurgreiðslu á gistingu innanlands. Með því er verið að mæta óskum þeirra félagsmanna sem ekki nýta orlofshúsin en kaupa sér gistingu á ferðalögum innanlands. Framkvæmdin er þannig að framvísi félagsmaður löglegum reikningi með nafni sínu og kennitölu frá viðurkenndum þjónustuaðila, niðurgreiðir félagið helming reiknings, þó að hámarki 7.000.- kr. Með löglegum reikningi er átt við að viðskiptin þurfa að vera við aðila sem selja þessa þjónustu og gefa út reikninga sem uppfylla öll skilyrði opinberra aðila. Gildir þetta um alla gistingu og einnig pakkaferðir innanlands sem inni- fela gistingu. Nær þetta einnig yfir leigu á ferðavögnum með sömu skilmálum. Athugið þó að afsláttur gildir ekki vegna orlofshúsa Eflingar né annarra stéttarfélaga. Á árinu 2019 verða að hámarki 200 slíkir styrkir í boði. Efling er að sjálfsögðu með hið margrómaða Veiðikort til sölu til félags- manna. Kortið er á sama verði og sl. ár, eða aðeins 4.500 kr. en fullt verð er 7.900 kr. Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönn- um sem og fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum þarf ekki að eyða tíma í að finna út hvar er hægt að veiða nær ótakmarkað í 34 veiði- vötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Nú gefst fólki loks kostur á að tjalda við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvert á að fara til að kaupa veiðileyfi. Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir. 5 punktar dragast af punktainneign . Einnig eru upplýsingar á ensku í bæklingnum. Allan texta í bæklingi má finna á www.veidikortid.is bæði á íslensku og ensku. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Veiðikortið Útilegukortið Sparaðu með því að nota kortið í útilegunni Félagsmönnum gefst kostur á að kaupa afsláttarmiða hjá Úrval Útsýn sem gildir sem inneign að upphæð 30.000 kr. við pöntun á þjónustu hjá þeim. Miðinn kostar 20.000 kr. til félagsmanna, þannig að sparnaður er töluverður fyrir þá sem geta nýtt sér þessa miða. Gjafabréf þessi gilda í allar pakkaferðir á vegum Sumarferða og Úrvals-Útsýnar og skuldbinda ferðaskrifstofurnar sig til að taka við þeim sem greiðslu upp í þær ferðir. Ath. Gjafabréfin gilda ekki í ferðir um jól og páska. Úrval Útsýn ferðaafsláttur Þetta virkar þannig að þegar keypt er þjónusta hjá Úrval Útsýn skal slá inn kóðann sem kemur fram á gjafabréfinu og lækkar heildarverðið þá um 30.000 kr. Athugið að gjafabréfið gildir eingöngu í pakkaferðir og gildistími er til 30. apríl 2020. Hver félagsmaður getur keypt einn miða á ári. Takmarkað magn er í boði og því er ekki hægt að tryggja að þau séu alltaf til. Athugið að gjafabréfin eru ekki skráð á nafn þess sem kaupir, þannig að nota má þau sem gjafir. ferðaafsláttur Félagsmönnum stendur áfram til boða að kaupa afsláttarmiða hjá Icelandair sem gildir sem inneign að upphæð 30.000 kr. við pöntun á fargjöldum hjá þeim. Miðinn kostar 20.000 kr. fyrir félagsmenn þannig að sparnaður er töluverður fyrir þá sem geta nýtt sér þessa miða. Gildistími miðanna er fimm ár og er ekki hægt að skila þeim eftir að gengið hefur verið frá kaupum. Gjafabréfinu fylgir kóði og er hann sleginn inn við kaup á flugmiða hjá Icelandair og lækkar þá heildarverðið um 30.000 kr. Athugið að ekki er hægt að nota afsláttarmiðann upp í skatta á Vildarpunktafargjöldum. Hver félagsmaður getur einungis keypt einn miða á ári. Takmarkað magn er í boði og því er ekki hægt að tryggja að þau séu alltaf til. Gjafabréfin eru seld á skrifstofu félagsins. Einnig má panta bréf- in með tölvupósti á orlof@efling.is og þá þurfa að fylgja með upplýsingar um nafn og kennitölu kaupanda. Icelandair gjafabréf Kortið gildir á ca. 42 tjaldsvæðum hringinn í kringum landið og veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegu- kortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjald- svæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæði eru opin. Kortið er selt til félagsmanna Eflingar á 12.000 kr. en fullt verð er 19.900 kr. 5 punktar dragast af punktainneign. Kynnið ykkur skilmála og nánari upplýsingar um Útilegukortið á vefsíðunni: www.utilegukortid.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==