Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

26 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Orlofsmál Orlofshús og ferðir í sumar Nú er sumarúthlutun lokið og bókunar- vefurinn var opinn frá og með 23. apríl. Allir félagsmenn óháð punktastöðu geta bókað laus hús yfir sumartímann og er aðeins í boði vikuleiga. Við minnum á að bókanir hefjast í dagsferð Eflingar 15. maí næstkom- andi. Nánari upplýsingar um ferðina er að finna á bls.30. Vetrarbókanir hefjast 15. ágúst og opnast þá fyrir bókanir frá byrjun september og fram að jólum. Síðan verður hægt að bóka jól – og áramót frá 10. september. Dagsferðin í uppsveitir Árnessýslu – bókanir hefjast 15. maí Haust og vetrarleiga – bókanir hefjast 15. ágúst Jól og áramót - bókanir hefjast 10. september Hefurðu kannað málið? Orlofshúsin Við minnum á að orlofshús geta losnað með skömmum fyrirvara. Hægt er að kanna laus orlofshús í sumar inn á bókunarvef Eflingar eða hafa samband við skrifstofuna í síma 510 7500. Einnig má senda fyrirspurn á orlof@efling.is . Á heimasíðu Eflingar undir orlofsvefur eru upplýsingar um sumarhús og fleira sem orlofssjóður býður upp á. Gætu verið laus hús í sumar? Réttindamissir Ekki segja upp í veikindum Það eru alltaf dæmi um það á hverju ári að félagsmenn leiti til skrifstofu Eflingar eftir að hafa sagt upp störfum í veikindum en það getur þýtt mikla réttindaskerðingu hjá viðkomandi. Dæmi eru um að fólk sem hefur verið veikt í nokkurn tíma hefur verið kallað til yfirmanna og þrýst á það að segja upp störfum. Efling-stéttar- félag beinir því til félagsmanna sinna að láta alls ekki undan slík- um þrýstingi heldur leita strax aðstoðar Eflingar. Það er óafsakanlegt að hafa réttindi af launafólki með því að þrýsta á þá sem lenda í lengri veikindum að segja upp störfum. Það er engin lausn og getur í mörgum tilvikum aukið á vanda þessa fólks frekar en hitt. Þess vegna er mikilvægt að leita ráðgjafar á skrifstofu Eflingar og óska eftir mati félagsins á stöðunni. Mikilvægar tímasetningar Upplýsingar um orlofshúsin er að finna á heimasíðu Eflingar: www.efling.is/orlofssjodur/sumarhus. Félagsmenn bóka beint inn á bókunarvefnum www.efling.is/orlofssjodur/bokunarvefur , eða í gegnum skrifstofu í síma 510 7500. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið orlof@efling.is .

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==