Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

3 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Leiðari Maí 2019 3. TÖLUBLAÐ, 24. ÁRGANGUR UPPLAG 22.500 EINTÖK Útgefandi: Efling-stéttarfélag Ábyrgðarmaður Sólveig Anna Jónsdóttir Ritstjóri Herdís Steinarsdóttir Viðtöl Þórunn Hafstað Ljósmyndun Herdís Steinarsdóttir, Þórunn Hafstað, Þorfinnur Sigurgeirsson o.fl . Ritstjórn Fjóla Jónsdóttir Rakel Pálsdóttir Viðar Þorsteinsson Starfsmenn á skrifstofu Aðalheiður Rán Þrastardóttir Alma Pálmadóttir Anna Lísa Terrazas Andrea Helgadóttir Arna Björk Árnadóttir Árna I María Guðjónsdóttir Benjamin Julian Berglind Elín Davíðsdóttir Berglind Kristinsdóttir Berglind Rós Gunnarsdóttir Edda Margrét Hilmarsdóttir Elín Gestsdóttir Elín Hallsteinsdóttir Elín Hanna Kjartansdóttir Fjóla Jónsdóttir Fjóla Rós Magnúsdóttir Flosi Helgason Guðrún Sigurbjörnsdóttir Harpa Dís Magnúsdóttir Helga Sigurðardóttir Herdís Steinarsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Ingibjörg Dís Gylfadóttir Ingibjörg Elín Þorvaldsdóttir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Ingólfur Björgvin Jónsson Jóna Sigríður Gestsdóttir Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Kolbrún S. Jónsdóttir Kristinn Örn Arnarson Kristjana Valgeirsdóttir Magdalena Samsonowicz María Karevskaya Óskar Örn Ágústsson Ragnar Ólason Ragnheiður Baldursdóttir Ragnheiður Valgarðsdóttir Rakel Pálsdóttir Sara Öldudóttir Sigríður Ólafsdóttir Sólveig Anna Jónsdóttir Sigurlaug Jónsdóttir Sigurrós Kristinsdóttir Stefán Ólafsson Sveinn Ingvason Tryggvi Marteinsson Valgerður Árnadóttir Viðar Þorsteinsson Wieslawa Vera Lupinska Þorfinnur Sigurgeirsson Þórir Guðjónsson Þórunn Hafstað Þuríður Gísladóttir Starfsafl Lísbet Einarsdóttir Eva Björk Guðnadóttir Útlit og umbrot Þorfinnur Sigurgeirsson Prentun og bókband Forsíðumynd Sólveig Anna Jónsdóttir í verkfallsaðgerðum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars. Kæru félagar Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi í rétt tæpa öld, en 1. maí árið 1923 var hér fyrst gengin kröfuganga. Íslenska verkalýðshreyfingin var ung og þurfti ekki aðeins að berjast fyrir sjálfsögðum réttlætiskröfum, heldur tilverurétti sínum. Kröfur verkalýðsins fyrir öld síðan voru að réttur fólks til mannsæmandi lífs væri viðurkenndur, að fólk gæti lifað af launum sínum og að réttur vinnuaflsins til að beita verkfallsvopninu væri virtur. Þó að svo langt sé um liðið eru þessar kröfur enn í fullu gildi. Kjarabarátta síðustu mánaða; verkföll Eflingar, m.a. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars og nýafstaðnar kjaraviðræður sýna að þörfin á herskárri verkalýðsbaráttu er enn til staðar. Þegar réttur verkafólks til þess að setja fram sanngjarnar kröfur um mannsæmandi laun er úthróp- aður og fordæmdur af stærstu dagblöðum landsins er hann hvorki viðurkenndur né virtur. Þegar atvinnurekendur reyna að hindra atkvæðagreiðslur um verkfallsboðun, þegar fólk er rekið úr vinnu fyrir að taka þátt í starfi verkalýðsfélaga og þegar atvinnurekendur gera tilraunir til að refsa starfsfólki sínu fyrir að fara í löglega boðað verkfall með því að svipta það hluta af tekjum, vantar mikið upp á að réttur vinnuaflsins til að berjast fyrir mannsæmandi kjörum sé viðurkenndur. Framkoma sumra atvinnurekenda við starfsfólk sem er Eflingarfélagar, trúnaðarmenn félagsins og starfsmenn í verkföllunum í mars og í kjölfar þeirra sýndi svo að ekki verður um villst að mikið skortir á að atvinnurekendur viðurkenni og virði grundvallarrétt verkafólks til að berjast fyrir kröfum sínum. Á hverju ári er milljónum stolið af launþegum af vinnuveitendum sem brjóta gildandi kjarasamninga freklega með launaþjófnaði þessum. Á síðasta ári gerði Efling 550 kröfur fyrir félagsmenn vegna vangoldinna launa upp á samtals 233 milljónir króna. Meðalkrafan var rétt um ein meðalmánaðarlaun Eflingarfélaga. Þessar tölur sýna hversu mikið það skortir á að kjarasamningar séu virtir. Einn af þeim sigrum sem vannst í nýliðnum kjaraviðræðum er að nú verður heimilt að sekta þá sem fremja þann augljósa glæp að hafa af fólki laun. Meðan vinnuveitendur virðast sumir halda að þeim sé í sjálfsvald sett hvort þeir borgi samkvæmt kjarasamningum er ljóst að barátta verka- og láglaunafólks hefur breyst minna á síðustu öld en virðist við fyrstu sýn. Þess vegna höldum við áfram að setja fram kröfur og þess vegna er ekki enn runninn upp sá dagur að herská barátta okkar eigi ekki rétt á sér. Sigur vinnst ekki í einum samningum eða með einu verkfalli. Þetta er barátta sem við verðum að heyja þangað til við búum ekki lengur í samfélagi sem er grund- vallað á misskiptingu og óréttlæti heldur jöfnuði og réttlæti, samfélagi þar sem mikilvægi vinnuaflsins er algjörlega óumdeilanlegt. Sjáumst 1. maí. EFNISYFIRLIT 1. maí hátíðarhöldin . . . . . . . . . . . . 4 Baráttan snýst á endanum um frelsi . . . . . 6 Breið sátt um nýjan kjarasamning . . . . . . 9 Verkfallsaðgerðir Eflingar vöktu athygli . . . 10 Fólkið í Eflingu . . . . . . . . . . . . . . 14 Láglaunafólk fái meiri skattalækkun . . . . 18 Jöfnuður er forsenda frelsis . . . . . . . .20 Hverjir mega vera sjálfboðaliðar? . . . . . 24 Vorfagnaður 5. maí í Gullhömrum . . . . . 25 Orlofshús og ferðir í sumar . . . . . . . . 26 Kynntu þér afsláttarkortin . . . . . . . . . 27 Veiðileyfi í Norðurá . . . . . . . . . . . . 29 Dagsferðin – Uppsveitir Árnessýslu . . . . .30 Lækkun á matarverði mikil kjarabót . . . . 31 Ein besta ráðgjöf sem ég hef fengið . . . . 32 Mikilvægt að leita til stéttarfélagsins . . . .34 Krossgátan . . . . . . . . . . . . . . . 36 Áhugasamir trúnaðarmenn . . . . . . . . 38 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar-stéttarfélags Réttur verkafólks FRÉTTABLAÐ Sólveig Anna Jónsdóttir Aðsetur: Efling-stéttarfélag, Guðrúnartúni 1, Sími 510 7500, www.efling.is. Skrifstofan í Reykjavík er opin: kl. 08:15-16:00 Skrifstofa Suðurlandi: Breiðumörk 19, 810 Hveragerði. Sími 510 7576 141 776 U M H V E R F I S M E R K I PRENTGRIPUR Oddi,umhverfisvottuðprentsmiðja

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==