Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

4 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Verkalýðsdagurinn 1. maí í Reykjavík Jöfnum kjörin - samfélag fyrir alla ekki láta þig vanta Sýnum samstöðu okkar í verki og mætum á baráttufund þann 1. maí en yfirskrift fundar- ins í ár er Jöfnum kjörin - samfélag fyrir alla . Formleg dagskrá hefst á Ingólfstorgi laust eftir klukkan 14:00. Safnast verður saman á Hlemmi klukkan 13:00 en kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Lúðra- sveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni og einnig á Ingólfstorgi. Gengið verður niður Laugaveginn, Bankastræti, Aust- urstræti og niður á Ingólfstorg. Útifundurinn á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10 og lýkur um kl. 15:00. Ræðumenn á torginu verða þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundarstjóri verður Þórarinn Eyfjörð en hann hefur stýrt fundinum síðustu ár. Skemmtiatriði verða í höndum GDRN og Bubba Morthens. Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og sungið verður á táknmáli í tónlistaratriðum. Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==