Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

31 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Matarverð á Íslandi Nýlega héldu verðlagseftirlit ASÍ og Neyt- endasamtökin málþing um verðlag á matvöru en töluverð umræða hefur verið í samfélaginu um það málefni. Málþingið vakti mikla athygli en um 17.000 manns hafa horft á það í gegnum streymi eða upptöku en mikil umræða spannst í samfélaginu í kjöl- farið um verð á matvöru. Mikill samhljóm- ur var meðal frummælenda á þinginu og þeirra sem tóku þátt í pallborðsumræðum, um að verðlag á matvöru á Íslandi væri hærra en það þyrfti að vera og að ýmsar leiðir væru færar til að lækka það. Matvara vegur þungt í útgjöldum heimilanna eða um 13% af neysluútgjöldum á meðalheimili og enn þyngra á tekjulægri heimilum þar sem matvara er hlutfallslega stærri hluti af heildarúgjöldum. Matarverð á Íslandi er það þriðja hæsta í Evrópu og mikið hagsmuna- mál fyrir allt launafólk að verðið lækki. Það er margt sem hefur áhrif á verðlag á matvöru hér á landi en þeir þættir sem vega hvað þyngst og voru mest umtalað- ir á málþinginu eru samkeppni (eða skortur á henni) og innflutningstollar á landbúnað- arvörur. Aðrir þættir sem hafa áhrif á verðlag eru óstöðugur gjaldmiðill með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir rekstur fyrirtækja og auk hás fjármagnskostnaðar, flutningskostnaðar og annarra þátta sem tengjast smæð landsins og skorti á stærðarhagkvæmni. Skaðleg áhrif fákeppni á matvöruverð Á Íslandi er skortur á samkeppni á hinum ýmsu mörkuðum með vörur og þjónustu, þar á meðal á matvörumarkaði. Fáar stórar verslanakeðjur eru með stærstan hluta mark- aðshlutdeildar (fákeppni) og erfitt er fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn. Þá eiga minni verslanir erfitt uppdráttar á markaði en í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2015 um samkeppni á dagvörumarkaði kom fram að ýmislegt benti til þess að minni aðilar fái hærri verð frá birgjum en stærri aðilar sem hindrar eðlilega samkeppni. Í sömu skýrslu kom fram að arðsemi dagvöruverslana hér á landi sé töluvert hærri en gengur og gerist bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum sem bend- ir einnig til þess að svigrúm sé til að lækka verð til neytenda en samkeppnin sé ekki næg. Skortur á samkeppni er afar skaðleg og dreg- ur úr hvata hjá fyrirtækjum til að hagræða í rekstri, minnkar nýsköpun og hækkar verð til neytenda. Það er því lykilatriði að stuðla að aukinni samkeppni á matvörumarkaði til að lækka vöruverð. Lægra verð til neytenda og betri afkoma bænda með breyttum stuðn- ingi við landbúnað Verð á landbúnaðarvörum er hærra hér á landi en í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Innflutningstollar eru háir hér á landi en samkvæmt OECD verndar ekkert aðildarríki landbúnað sinn meira en Ísland. Það fyrirkomulag sem er á tollvernd land- búnaðarins hér á landi í dag kemur í veg fyrir samkeppni og hækkar verð til neytenda svo um munar. Ekki nóg með það heldur gagnast stuðningurinn bændum ekki heldur og berjast margir þeirra í bökkum í sínum rekstri og bera lítið úr býtum fyrir afurðir sínar. Flestir eru sammála um að það eigi að styðja við íslenskan landbúnað enda er hann í sjálfu sér ekki skaðlegur en það skiptir máli hvernig honum er háttað. Við höfum áður breytt kerfi sem þessu með góðum árangri en upp úr aldamótum voru tollar afnumdir á grænmeti hér á landi samhliða því að beinn stuðning- ur við grænmetisbændur var aukinn. Það tók smá tíma fyrir framleiðsluna að aðlagast en eftir hagræðingu í rekstri og aukna nýsköpun hjá grænmetisbændum urðu afleiðingarnar af breytingunum þær að framleiðsla á íslensku grænmeti jókst og verð til neytenda lækk- aði. Verkefnið framundan ætti því að vera að breyta stuðningi við íslenskan landbúnað, bændum og neytendum til góða. Lækkun á matarverði mikil kjarabót - eftir Auði Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ Matarverð á Íslandi er það þriðja hæsta í Evrópu og mikið hagsmunamál fyrir allt launafólk að verðið lækki Það er því lykilatriði að stuðla að aukinni samkeppni á matvöru- markaði til að lækka vöruverð Margt smátt gerir eitt stórt Til þess að lækka verðlag á matvöru þurfum við sterkt samkeppniseftirlit sem hefur styrk og bolmagn til að framkvæma og fylgja eftir gildandi samkeppnislögum. Stjórnvöld þurfa einnig að beita sér í meira mæli fyrir því að auka samkeppni á markaði m.a. með því að endurmeta gildandi lög og reglur og skapa aðstæður fyrir heilbrigða samkeppni öllu samfélaginu í hag. Þá sinna hagsmunasam- tök neytenda eins og verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin mikilvægu starfi í að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald og er því mikilvægt að þau samtök séu eins sterk og mögulegt er. Síðast en ekki síst þurfum við að efla okkur sem neytendur, gera okkur grein fyrir mikil- vægi samkeppni á markaði, láta okkur neyt- endamál varða og þrýsta á breytingar okkur í hag! Enginn einn þáttur eða einn aðili getur lækkað matvöruverð en með samtakamætti okkar allra mun það takast.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==