Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

32 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Virk Starfsendurhæfing Lífið tók óvænta stefnu fyrir Heiðar í mars 2017 þegar hann lenti í bílslysi sem hafði þær afleiðingar í för með sér að hann varð óvinnufær sökum verkja. Hann var maður sem var vanur að hafa nóg fyrir stafni, alltaf á iði, eins og hann kemst sjálfur að orði, en með réttu viðhorfi og mikilli vinnu náði hann þeim bata að hann getur stundað vinnu. Hann starfar nú sem sundlaugarvörður í Sundlaug Kópavogs. Við heyrðum aðeins í Heiðari um breytingarnar sem urðu á lífi hans eftir að hann fór í starfsendurhæfingu og ekki síst viðhorfsbreytingunni sem hann segir mikilvæga í bataferlinu. Heiðar vann hjá VHE, innkaupadeild og véla- verkstæði, þegar keyrt var aftan á hann, veturinn 2017. Hann segir að hann hafi farið illa út úr slysinu, öxlin sérstaklega og þurfti hann að fara í axlaraðgerð í kjölfarið. Ég var alveg óvinnufær eftir þetta slys og þurfti mikið af verkjalyfjum. Hann segir að það hafi verið nauðsynlegt á þessum tíma þegar hann hafi verið að jafna sig en það hafi farið illa með hann að vera svona mikið heima og ekki geta gert það sem hann var vanur að gera. Ég beið lengi eftir axlaraðgerðinni og var það mjög erfitt. Ég fór fljótlega í sjúkraþjálf- un sem var rosalega gott. Þar fékk ég alltaf tíma á morgnana. Heiðar segir að það hafi verið með vilja gert til að sjá til þess að hann myndi vakna á morgnana sem varð til þess að ég þurfti að vakna snemma og snúa sólar- hringum ekki alveg við, það hélt mér líka við efnið, segir hann. Orðinn vonlítill um bata Eftir aðgerð á öxlinni byrjaði hann aftur að vinna á sínum gamla vinnustað en fann um leið að það gengi ekki upp. Um leið og ég tók á öxlinni þá fann ég til og var bara ekki með fulla starfsgetu. Hann segir það hafa verið erfitt að fara frá því að hafa alltaf verið á fleygiferð yfir í að geta ekki unnið. Netflix var allt í einu orðinn besti vinur minn, það er kannski í lagi í einn mánuð en ekki lengur, segir hann. Heiðar segir að á tímabili hafi það ekki verið verkirnir sem öftruðu honum heldur tilhugs- unin um að fá kannski verki. Ég varð svo stressaður við að fá kannski verki og veigraði mér því við ákveðnum hlutum. Þetta varð að vítahring, í stað þess að reyna og athuga hversu langt ég kæmist gerði ég ekki neitt en því meira sem ég var kyrr því meiri verki fékk ég. Ég endaði á því að vera meira í sófan- um og varð því verri. Hann segir að á þessu tímabili hafi verið erfitt að ná rútínu. Ég var orðinn vonlítill um bata og kominn á endur- hæfingarlífeyri. Þá fór hann til læknis sem spurði hann hvort hann vildi ekki prófa VIRK. Vonin kviknaði hjá VIRK ráðgjafanum Þegar Heiðar mætti í fyrsta viðtalið hjá VIRK ráðgjafanum, Berglindi Kristjánsdóttur, var hann ekki viss um að hann væri tilbúinn til að fylgja eftir starfsendurhæfingunni en Berglind var ákveðin og strax eftir fyrsta tímann varð hugarfarsbreyting hjá honum. Þegar tíminn var búinn hugsaði ég með mér, nei ég ætla að gera þetta 100% af því að það var eitthvað við það sem hún sagði sem gaf mér von. Ég held hún hafi bara séð í gegnum mig, segir Heiðar glettinn en þarna á staðnum strax í lok fyrsta viðtalsins ákvað hann að fara eftir öllu því sem ráðgjafinn myndi leggja til. Næst þegar ég hitti Berglindi, var hún komin með prógram fyrir mig og mælti með því að ég myndi fara í Heilsuborg, færi í hugræna Þegar tíminn var búinn hugsaði ég með mér, nei ég ætla að gera þetta 100% af því að það var eitthvað við það sem hún sagði sem gaf mér von - segir Heiðar Már Guðnason Ein besta ráðgjöf sem ég hef fengið

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==